Halda stórdansleik árlega Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 11:00 Hið árlega kjólaball Heimilistóna verður haldið í Iðnó á laugardaginn. Vísir/Eyþór Við höfum spilað saman í tuttugu ár, Hljómsveitin varð til eftir að Elva Ósk Ólafsdóttir flutti heim til Íslands eftir dvöl í Danmörku, þar sem hún lærði á bassa. Hún hafði samband við mig og Vigdísi Gunnarsdóttur og við ákváðum að slá til. Fljótlega fórum við á fullt að leita að söngkonu og Halldóra Björnsdóttir var söngkona hljómsveitarinnar um tíma, þar til hún ákvað að hætta og leitin að söngkonu fyrir sveitina hélt áfram. Við mönuðum okkur til að hafa samband við Kötlu Margréti og Ragnhildi Gísladóttur, sem varð söngkona hljómsveitarinnar í hátt í tíu ár. Hún hætti í fyrra þar sem hún fór í nám sem tónsmiður í Listaháskóla Íslands,“ segir Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona um upphaf hljómsveitarinnar Heimilistóna, en árlegt kjólaball hljómsveitarinnar verður haldið í Iðnó 12. nóvember næstkomandi. Margt hefur gerst á löngum ferli sveitarinnar, en í dag er hljómsveitin skipuð leikkonunum Elvu Ósk Ólafsdóttur, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur, Vigdísi Gunnarsdóttur og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. Hljómsveitin hefur æft stíft síðustu vikur fyrir stóra daginn en um er að ræða árlegt ball hljómsveitarinnar þar sem gleðin ræður ríkjum. „Sparitónninn og tónlistarkonan Unnur Birna Björnsdóttir verður líka með okkur, en hún kemur oft með okkur að spila, sem er frábær viðbót við hópinn,“ segir Ólafía spennt fyrir næstu helgi.Hljómsveitin Heimilistónar á æfingu.Vísir/EyþórÓhætt er að segja að ýmislegt verður í boði þetta kvöld. Meðal viðburða á kvöldinu sjálfu er happdrætti, lummukast, gógó-dansarar, gestaspilarar, ásamt kabarettatriði frá Margréti Erlu Maack. „Það er tilvalið að dusta rykið af dansskónum því þetta verður sko bara stuð og gaman, þar sem fólk dansar fram á rauðanótt. Við erum að taka bestu lög seinustu áratuga, ásamt frumsömdu efni. Undirbúningurinn hefur gengið virkilega vel, við sjáum um að skreyta salinn, þetta er mikil krúttsamkoma og ekki má gleyma frábærum leynigesti, sem mætir á svæðið og tekur lagið, en hann verður ekki af verri endanum frekar en fyrri daginn,“ segir hún og hvetur sem flesta karlmenn til að mæta, þar sem þeir hafa nóg að gera á ballinu við að dansa við skvísurnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. nóvenmber. Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Við höfum spilað saman í tuttugu ár, Hljómsveitin varð til eftir að Elva Ósk Ólafsdóttir flutti heim til Íslands eftir dvöl í Danmörku, þar sem hún lærði á bassa. Hún hafði samband við mig og Vigdísi Gunnarsdóttur og við ákváðum að slá til. Fljótlega fórum við á fullt að leita að söngkonu og Halldóra Björnsdóttir var söngkona hljómsveitarinnar um tíma, þar til hún ákvað að hætta og leitin að söngkonu fyrir sveitina hélt áfram. Við mönuðum okkur til að hafa samband við Kötlu Margréti og Ragnhildi Gísladóttur, sem varð söngkona hljómsveitarinnar í hátt í tíu ár. Hún hætti í fyrra þar sem hún fór í nám sem tónsmiður í Listaháskóla Íslands,“ segir Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona um upphaf hljómsveitarinnar Heimilistóna, en árlegt kjólaball hljómsveitarinnar verður haldið í Iðnó 12. nóvember næstkomandi. Margt hefur gerst á löngum ferli sveitarinnar, en í dag er hljómsveitin skipuð leikkonunum Elvu Ósk Ólafsdóttur, Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur, Vigdísi Gunnarsdóttur og Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. Hljómsveitin hefur æft stíft síðustu vikur fyrir stóra daginn en um er að ræða árlegt ball hljómsveitarinnar þar sem gleðin ræður ríkjum. „Sparitónninn og tónlistarkonan Unnur Birna Björnsdóttir verður líka með okkur, en hún kemur oft með okkur að spila, sem er frábær viðbót við hópinn,“ segir Ólafía spennt fyrir næstu helgi.Hljómsveitin Heimilistónar á æfingu.Vísir/EyþórÓhætt er að segja að ýmislegt verður í boði þetta kvöld. Meðal viðburða á kvöldinu sjálfu er happdrætti, lummukast, gógó-dansarar, gestaspilarar, ásamt kabarettatriði frá Margréti Erlu Maack. „Það er tilvalið að dusta rykið af dansskónum því þetta verður sko bara stuð og gaman, þar sem fólk dansar fram á rauðanótt. Við erum að taka bestu lög seinustu áratuga, ásamt frumsömdu efni. Undirbúningurinn hefur gengið virkilega vel, við sjáum um að skreyta salinn, þetta er mikil krúttsamkoma og ekki má gleyma frábærum leynigesti, sem mætir á svæðið og tekur lagið, en hann verður ekki af verri endanum frekar en fyrri daginn,“ segir hún og hvetur sem flesta karlmenn til að mæta, þar sem þeir hafa nóg að gera á ballinu við að dansa við skvísurnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. nóvenmber.
Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp