Tónlist

De La Soul og Fatboy Slim koma fram á Sónar Reykjavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rappsveitin De La Soul og Fat Boy Slim koma fram á hátíðinni á næsta ári.
Rappsveitin De La Soul og Fat Boy Slim koma fram á hátíðinni á næsta ári.
Nú hefur Sónar Reykjavík kynnt  fyrstu nöfnin fyrir dagskrá hátíðarinnar árið 2017 sem fram fer á fjórum sviðum í Hörpu dagana 16.-18. febrúar.

Meðal þeirra listamanna og hljómsveita sem munu heiðra hátíðina og Reykjavík með nærveru sinni eru Fatboy Slim, hip hop goðsagnirnar De La Soul, Moderat, Tommy Genesis, Ben Klock og Helena Hauff. Af innlenum listamönnum sem nú eru kynntir til leiks má nefna Emmsjé Gauti, Aron Can, FM Belfast, Glowie og Samaris. Fleiri nöfn verða kynnt á næstu vikum.

De La Soul er bandarísk hip hop sveit sem stofnuð var árið 1987 í New York. Sveitin var nokkuð stór í hip-hop senunni um allan heima á sínum tíma og á milljónir aðdáenda.

Norman Quentin Cook, betur þekktur sem Fatboy Slim, er breskur plötusnúður sem er án efa einn sá allra stærsti í heiminum og einn af fyrstu plötusnúðunum sem sló í gegn um heim allan á sínum tíma.

Hann hefur gefið út mörg vinsæl lög í gegnum tíðina en neðst í fréttinni má sjá nokkur lög með þessum listamönnum sem koma fram á Sónar Reykjavík í upphafi síðasta árs.

Miðasalan á Sónar fer fram hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.