Tónlist

Safnplata frá Bjartmari í sumar

"Það er kominn tími á þetta,“ segir tónlistarmaðurinn Bjartmar Guðlaugsson. Safnplata með 60 til 70 af hans bestu lögum verður gefin út 13. júní í tilefni sextugsafmælis hans þann sama dag. "Við byrjuðum að pæla í þessu eftir áramótin og ætlum að gera þetta í samvinnu við góða menn,“ segir Bjartmar sem hefur samið lög á borð við Týnda kynslóðin, Súrmjólk í hádeginu og Fimmtán ára á föstu.

Tónlist

Tíu boða komu sína á Aldrei fór ég suður

Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður verður haldin um páskahelgina og sem fyrr er frítt inn. Þeir tíu flytjendur sem hafa boðað komu sína á hátíðina eru Mugison, Retro Stefson, Skálmöld, Dúkkulísur, Jón Jónsson, Pollapönk, Sykur, Muck, Gudrid Hansdóttir og Klysja. Alls spila þrjátíu flytjendur á hátíðinni.

Tónlist

Frusciante fjarverandi

John Frusciante, fyrrum gítarleikari Red Hot Chili Peppers, verður ekki viðstaddur þegar hljómsveitin verður vígð inn í Frægðarhöll rokksins í apríl.

Tónlist

Disney-tónskáld látið

Bandaríska tónskáldið Robert B. Sherman lést á mánudag, 86 ára að aldri. Sherman og bróðir hans, Richard, eiga heiðurinn af mörgum þekktustu lögum Disney-kvikmyndanna.

Tónlist

Melódískt og skrítið popp

Bandaríska hljómsveitin The Shins gefur út sína fjórðu plötu á næstunni. Sem fyrr er melódískt og stundum skrítið poppið í fyrirrúmi.

Tónlist

Armenía ekki með í Eurovision

Eftir miklar vangaveltur staðfesti Armenía þátttöku sína í Eurovision-keppninni í Bakú 17. janúar síðastliðinn. Nú hefur þjóðin þó dregið það til baka, eftir að armenskir söngvarar söfnuðu undirskriftum gegn þátttöku, og tilkynntu um að þeir kæmu ekki til með að taka þátt.

Tónlist

Micha Moor á Selfossi

Þýski plötusnúðurinn Micha Moor er væntanlegur aftur til landsins og spilar á 800 Bar á Selfossi föstudaginn 9. mars.

Tónlist

Fimm stjörnu tónleikar

„Þetta er í fyrsta skipti sem við höldum styrktartónleika en okkur langaði að gera eitthvað sérstakt í tilefni 15 ára afmælis félagsins,“ segir Guðmundur Björgvin Gylfason, formaður félags Einstakra barna.

Tónlist

Biophilia í nýrri útgáfu

Annan apríl hefst endurhljóðblönduð útgáfuröð með lögunum af plötu Bjarkar, Biophilia. Þeir sem taka þátt í verkefninu eru These New Puritans, Matthew Herbert, El Guincho, Hudson Mohawke, Alva Noto, 16 Bit, Current Value, King Cannibal og pönk-rappsveitin Death Grips frá Kaliforníu.

Tónlist

Fimm trommarar taka þátt í alþjóðlegri úrslitakeppni

Úrslit alþjóðlegu trommarakeppninnar Shure Drum Mastery verða haldin á Gauki á Stöng á laugardaginn. Þar stíga á svið fimm trommarar og etja kappi fyrir framan áhorfendur, sem kjósa sigurvegarann með lófaklappinu einu saman. Hann hlýtur að launum veglegan hljóðnemapakka frá Shure.

Tónlist

Rokkarar ætla að drekka í friði

"Við ákváðum að halda þetta kvöld til að sýna fram á að það sé hægt að hlusta á Motörhead og drekka Motörhead rauðvín, án þess að hljóta skaða af,“ segir Franz Gunnarsson, en hann og félagar hans á Gamla Gauknum standa fyrir rokkarakvöldi þar sem hægt verður að fá hið umdeilda Motörhead Shiraz rauðvín og Black Death bjór.

Tónlist

Þrjár hljómsveitir í einni

"Við erum eiginlega þrjár hljómsveitir í einni. Í fyrsta lagi erum við hljómsveit sem gefur út frumsamið efni. Svo erum við hljómsveit sem spilar á kaffihúsum, böllum, brúðkaupum og þess háttar, og að lokum erum við hljómsveit sem spilar í kirkjum,“ segir Elías Bjarnason, annar gítarleikari hljómsveitarinnar Tilviljun?

Tónlist

Ekki týpískt þungarokk

"Við erum ekki að spila týpíska þungarokkstónlist, og höfðum því til töluvert breiðari áheyrendahóps,“ segir Ási Þórðarson, trommuleikari hljómsveitarinnar Muck.

Tónlist

Zeppelin safnaði í sjóð

Ágóðinn af endurkomutónleikum Led Zeppelin í O2-höllinni í London í desember 2007 er hluti af fimm milljarða sjóði sem hefur verið gefinn Oxford-háskóla. Það var ekkja Ahmets Ertegun, stofnanda Atlantic Records sem Led Zeppelin var á mála hjá, sem ánafnaði háskólanum peninginn. Hann verður notaður í stofnun styrktarsjóðs í nafni Ertegun-hjónanna. Bassaleikarinn John Paul Jones sagðist vera mjög stoltur af því að tónleikarnir hafi átt þátt í stofnun styrktarsjóðsins.

Tónlist

Frábær stemning á tónlistarverðlaununum

Tónlistarfólk landsins fjölmennti í Hörpu á miðvikudagskvöldið þar sem íslensku tónlistarverðlaunin fóru fram. Mugison fór heim með fimm verðlaun á hátíðinni og var meðal annars valinn vinsælasti flytjandi ársins. Kynnir kvöldsins var Vilhelm Anton Jónsson og meðal þeirra sem tróðu upp voru hljómsveitin Of Monsters and Men, Sóley, Mugison og Ari Eldjárn.

Tónlist

Vilja gera plötu með Jimi Tenor

Hjálmar eru í viðræðum við finnska tónlistarmanninn Jimi Tenor um að vinna með honum fleiri lög. Hann söng með hljómsveitinni í laginu Messenger of Bad News sem var tekið upp í fyrra.

Tónlist

Syngja lag Jackson og Mercury

Friðrik Ómar og Matthías Matthíasson bregða sér í hlutverk söngvaranna sálugu Michaels Jackson og Freddies Mercury í nýútgefnu lagi.

Tónlist

Magni syngur til heiðurs Houston

"Ég er ekkert að fara að taka I Will Always Love You,“ segir Magni Ásgeirsson. Hann verður eini karlsöngvarinn á tónleikum til heiðurs Whitney Houston í Austurbæ 22. mars. Þar stíga einnig á svið Jóhanna Guðrún, Sigga Beinteins og fleiri söngkonur.

Tónlist