Saknar White Stripes en gefur út fyrstu sólóplötuna 12. apríl 2012 20:00 Spjátrungurinn Jack White úr hljómsveitinni White Stripes sendir frá sér sólóplötu á næstunni. Lögin urðu til þegar rapparinn RZA sveikst um að mæta í upptökur ásamt White. „Lengi vel frestaði ég að gefa út plötu undir eigin nafni, en þessi lög er aðeins hægt að gefa út undir nafni mínu. Ég samdi þessi lög frá grunni, þau hafa ekkert að gera með annað en tjáningu mína, liti og striga," sagði Jack White í dramatískri yfirlýsingu um sólóplötu sína, Blunderbuss. Blunderbuss kemur út 24. apríl næstkomandi og er fyrsta sólóplata Jacks White, sem er þekktastur fyrir að vera annar helmingur hljómsveitarinnar The White Stripes. Hann hefur einnig gefið út vinsælar plötur með hljómsveitunum The Raconteurs og The Dead Weather. Miðað við fyrsta smáskífulagið af Blunderbuss, Love Interruption, virðist White ekki feta ótroðnar slóðir á plötunni. Lagið er í þessum hefðbundna bílskúrsblússtíl sem hefur einkennt tónlist hans í gegnum tíðina, en söngkonan Ruby Amanfu gefur laginu skemmtilegan blæ. Í viðtali við tímaritið Uncut í mars sagði White að grunnar að lögunum á Blunderbuss hefðu verið samdir fyrir mörgum árum þegar hann starfaði við að semja lög fyrir aðra tónlistarmenn á borð við Tom Jones, Insane Clown Posse og fleiri. White bókaði upptökur með rapparanum RZA úr Wu Tang Clan ásamt hljóðfæraleikurum. RZA mætti ekki og White tók því upp nokkur lög með hljóðfæraleikurunum sem þróuðust síðar í Blunderbuss. Þrátt fyrir að framtíð Jacks White á eigin vegum sé björt saknar hann hljómsveitarinnar sem kom honum á kortið, The White Stripes. „Ég myndi vilja vera í White Stripes að eilífu," segir hann í nýju viðtali við tímarit New York Times. „Hljómsveitin er það mikilvægasta sem hefur gerst fyrir mig, ásamt því að vera mesta áskorunin. Ég vildi að hún væri enn þá til. Ég sakna hennar mjög mikið." White segir einnig í viðtalinu að trommuleikarinn Meg White, hinn helmingur hljómsveitarinnar, hafi tekið ákvörðunina um að hætta. Og hann veit ekki af hverju. „Þú verður að spyrja hana. Ég veit ekki hverjar ástæðurnar eru. Þegar maður talar við Meg fær maður sjaldan svör. Ég er heppinn að þessi stelpa steig á svið, þannig að ég er sáttur." Spurður hvernig var að vera í hljómsveit með Meg White segir Jack að hún hafi setið við stýrið. „Hún er þrjóskasta manneskja sem ég hef kynnst," segir hann. atlifannar@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Spjátrungurinn Jack White úr hljómsveitinni White Stripes sendir frá sér sólóplötu á næstunni. Lögin urðu til þegar rapparinn RZA sveikst um að mæta í upptökur ásamt White. „Lengi vel frestaði ég að gefa út plötu undir eigin nafni, en þessi lög er aðeins hægt að gefa út undir nafni mínu. Ég samdi þessi lög frá grunni, þau hafa ekkert að gera með annað en tjáningu mína, liti og striga," sagði Jack White í dramatískri yfirlýsingu um sólóplötu sína, Blunderbuss. Blunderbuss kemur út 24. apríl næstkomandi og er fyrsta sólóplata Jacks White, sem er þekktastur fyrir að vera annar helmingur hljómsveitarinnar The White Stripes. Hann hefur einnig gefið út vinsælar plötur með hljómsveitunum The Raconteurs og The Dead Weather. Miðað við fyrsta smáskífulagið af Blunderbuss, Love Interruption, virðist White ekki feta ótroðnar slóðir á plötunni. Lagið er í þessum hefðbundna bílskúrsblússtíl sem hefur einkennt tónlist hans í gegnum tíðina, en söngkonan Ruby Amanfu gefur laginu skemmtilegan blæ. Í viðtali við tímaritið Uncut í mars sagði White að grunnar að lögunum á Blunderbuss hefðu verið samdir fyrir mörgum árum þegar hann starfaði við að semja lög fyrir aðra tónlistarmenn á borð við Tom Jones, Insane Clown Posse og fleiri. White bókaði upptökur með rapparanum RZA úr Wu Tang Clan ásamt hljóðfæraleikurum. RZA mætti ekki og White tók því upp nokkur lög með hljóðfæraleikurunum sem þróuðust síðar í Blunderbuss. Þrátt fyrir að framtíð Jacks White á eigin vegum sé björt saknar hann hljómsveitarinnar sem kom honum á kortið, The White Stripes. „Ég myndi vilja vera í White Stripes að eilífu," segir hann í nýju viðtali við tímarit New York Times. „Hljómsveitin er það mikilvægasta sem hefur gerst fyrir mig, ásamt því að vera mesta áskorunin. Ég vildi að hún væri enn þá til. Ég sakna hennar mjög mikið." White segir einnig í viðtalinu að trommuleikarinn Meg White, hinn helmingur hljómsveitarinnar, hafi tekið ákvörðunina um að hætta. Og hann veit ekki af hverju. „Þú verður að spyrja hana. Ég veit ekki hverjar ástæðurnar eru. Þegar maður talar við Meg fær maður sjaldan svör. Ég er heppinn að þessi stelpa steig á svið, þannig að ég er sáttur." Spurður hvernig var að vera í hljómsveit með Meg White segir Jack að hún hafi setið við stýrið. „Hún er þrjóskasta manneskja sem ég hef kynnst," segir hann. atlifannar@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira