Sport

Nkunku tryggði sigur eftir stoðsendingu Sancho

Chelsea sótti 0-1 sigur á lokamínútum leiks gegn Bournemouth í fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Varamaðurinn Christopher Nkunku skoraði markið eftir stoðsendingu Jadons Sancho, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Lundúnarliðið. 

Enski boltinn

Alexandra kom inn á og varði for­ystu Fiorentina

Tímabilið byrjar vel hjá Alexöndru Jóhannsdóttur og liðsfélögum hennar í Fiorentina á Ítalíu. Eftir að hafa lent undir vannst útivallarsigur í dag, 1-2 gegn AC Milan. Alexandra byrjaði á bekknum en kom inn undir lokin og stýrði skipinu í höfn.

Fótbolti

„Ég fagnaði innra með mér en var ekki sáttur“

„Virkilega dapurt hjá okkur í dag, eins og púðrið væri farið úr okkur. Ætluðum að enda þetta á góðum nótum en því miður þá bara vann betra liðið í dag,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 1-4 tap gegn Keflavík í lokaumferð neðri hluta Bestu deildar kvenna. Dóttir hans skoraði markið sem gerði út af við leikinn. 

Íslenski boltinn

„Ég get ekki hætt að gráta“

Kanadíski markvörðurinn, Erin McLeod, lék sinn síðasta leik með Stjörnunni á Samsungvellinum í dag. Stjörnukonur enduðu tímabilið með sigri á móti Tindastól, leikurinn fór 2-1 eftir að gestirnir frá Sauðárkróki komust yfir eftir aðeins 30 sekúndur.

Íslenski boltinn

Leclerc á ráspól á morgun

Mónakómaðurinn Charles Leclerc hjá Ferrari verður á ráspólnum í Aserbaísjan kappakstrinum í formúlu 1 á morgun en þetta var ljóst eftir að tímatökunni lauk í dag.

Formúla 1

Tryggir ÍBV Bestu deildar sæti í dag? | „Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila“

Eyja­menn eru með ör­lögin í sínum höndum fyrir loka­um­ferð Lengju­deildar karla í fót­bolta í dag. Sigur gegn Leikni Reykja­vík gull­tryggir sæti ÍBV í Bestu deildinni á næsta tíma­bili og myndi um leið binda endi á stutta veru liðsins í næst­efstu deild. Her­mann Hreiðars­son, þjálfari ÍBV segir sína menn klára í al­vöru leik gegn hættu­legu liði Leiknis sem hefur að engu öðru að keppa nema stoltinu.

Íslenski boltinn