Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 15:45 Hófí Dóra Friðgeirsdóttir keppir í bruni á HM í alpagreinum í Austurríki á morgun. Getty/Christophe Pallot Hófí Dóra Friðgeirsdóttir, fremsta skíðakona landsins, náði ekki að nýta brunæfingu sína á HM í Austurríki í dag vegna þess að loftpúði sem hún var með innan klæða sprakk snemma í brautinni. Hófí Dóra reið á vaðið fyrst Íslendinga á HM í gær þegar hún keppti í risasvigi en féll þar úr keppni eftir stökk út úr brautinni. Næsta grein hennar er brun, þar sem keppni hefst klukkan 10:30 á morgun. Hófí Dóra fékk eins og aðrir keppendur að æfa sig í dag en það gekk ekki sem skyldi, eins og fyrr segir. „Ég missti andann“ Til að minnka líkurnar á alvarlegum slysum á þeim gríðarlega hraða sem keppendur í bruni eru á, þá eru keppendur með sérhannaða loftpúða og nýta þannig svipaða tækni og við árekstur bíla. Hér má sjá myndband sem sýnir tæknina. Að þessu sinni sprakk loftpúði Hófíar Dóru hins vegar án ástæðu: „Loftpúðinn sprakk út hjá mér, í beygju þrjú. Þetta er svona loftpúði sem er tengdur við bakbrynjuna, svona öryggiskerfi. Þetta var eins og að vera kýld í loftinu. Ég var að stökkva. Ég datt ekki heldur sprakk hann bara út og ég missti andann,“ segir Hófí Dóra í viðtali við Skíðasambandið. Reyndi að nýta ferðina eins og hægt var Aðspurð hvort að þá hefði ekki verið orðið erfitt að koma sér aftur í brunstellingu svaraði Hófí Dóra: „Jú, eiginlega. Ég hélt líka að það myndi hjaðna loftið í púðanum en það gerðist ekki. Ég stoppaði mig, beið aðeins, en loftpúðinn fór ekki niður. Ég ákvað því að fara bara létt í gegnum brautina. Reyna að nýta ferðina, skoða brautina aðeins betur. En þetta var ótrúlega leiðinlegt. Ég gat ekki farið almennilega í stökkin.“ Eins og fyrr segir hefur Hófí Dóra þegar keppt í einni grein en tókst ekki að ljúka keppni. „Þetta gekk ágætlega fram að stóra stökkinu, en ég tók bara vitlausa stefnu yfir stökkið og þá var eiginlega ekki aftur snúið. Ég sá í loftinu að ég næði ekki næsta porti og þá var ég bara úr leik, því miður. Það voru mikil vonbrigði að keyra út úr [brautinni], í minni bestu grein að mínu mati. En þá er bara að horfa fram á veginn,“ sagði Hófí Dóra sem verður á ferðinni fyrir hádegi á morgun eins og fyrr segir. Skíðaíþróttir Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sjá meira
Hófí Dóra reið á vaðið fyrst Íslendinga á HM í gær þegar hún keppti í risasvigi en féll þar úr keppni eftir stökk út úr brautinni. Næsta grein hennar er brun, þar sem keppni hefst klukkan 10:30 á morgun. Hófí Dóra fékk eins og aðrir keppendur að æfa sig í dag en það gekk ekki sem skyldi, eins og fyrr segir. „Ég missti andann“ Til að minnka líkurnar á alvarlegum slysum á þeim gríðarlega hraða sem keppendur í bruni eru á, þá eru keppendur með sérhannaða loftpúða og nýta þannig svipaða tækni og við árekstur bíla. Hér má sjá myndband sem sýnir tæknina. Að þessu sinni sprakk loftpúði Hófíar Dóru hins vegar án ástæðu: „Loftpúðinn sprakk út hjá mér, í beygju þrjú. Þetta er svona loftpúði sem er tengdur við bakbrynjuna, svona öryggiskerfi. Þetta var eins og að vera kýld í loftinu. Ég var að stökkva. Ég datt ekki heldur sprakk hann bara út og ég missti andann,“ segir Hófí Dóra í viðtali við Skíðasambandið. Reyndi að nýta ferðina eins og hægt var Aðspurð hvort að þá hefði ekki verið orðið erfitt að koma sér aftur í brunstellingu svaraði Hófí Dóra: „Jú, eiginlega. Ég hélt líka að það myndi hjaðna loftið í púðanum en það gerðist ekki. Ég stoppaði mig, beið aðeins, en loftpúðinn fór ekki niður. Ég ákvað því að fara bara létt í gegnum brautina. Reyna að nýta ferðina, skoða brautina aðeins betur. En þetta var ótrúlega leiðinlegt. Ég gat ekki farið almennilega í stökkin.“ Eins og fyrr segir hefur Hófí Dóra þegar keppt í einni grein en tókst ekki að ljúka keppni. „Þetta gekk ágætlega fram að stóra stökkinu, en ég tók bara vitlausa stefnu yfir stökkið og þá var eiginlega ekki aftur snúið. Ég sá í loftinu að ég næði ekki næsta porti og þá var ég bara úr leik, því miður. Það voru mikil vonbrigði að keyra út úr [brautinni], í minni bestu grein að mínu mati. En þá er bara að horfa fram á veginn,“ sagði Hófí Dóra sem verður á ferðinni fyrir hádegi á morgun eins og fyrr segir.
Skíðaíþróttir Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sjá meira