Sport

Ó­sáttur Ólafur á förum

Ólafur Íshólm Ólafsson, markvörður Fram, er á förum frá félaginu. Um er að kenna ósætti hans við að vera tekinn út úr byrjunarliði þess samkvæmt formanni knattspyrnudeildar félagsins. Ólafur hafi óskað eftir því að leita á önnur mið og sú beiðni samþykkt.

Íslenski boltinn

„Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“

Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sagði leikmenn sína hafa náð að framkvæma sóknarleik sinn, sem hafi verið góður til þessa í baráttunni við Fram í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta, enn betur þegar Hafnarfjarðarliðið rótburstaði gestina úr Úlfarsárdal í þriðja leik liðanna í Kaplakrika í kvöld. Sigursteinn varaði FH-inga þó við að fylgja ekki fordæmi Íkarosar í framhaldinu.

Handbolti

„Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“

Einar Jónsson, þjálfara Fram, fannst dómgæslan ekki sanngjörn þegar lið hans fékk vænan skell í þriðja leik sínum við FH í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Einar benti réttilega á að staðan væri enn björt í herbúðum Fram þrátt fyrir stórt tap. 

Handbolti

Sel­foss einum sigri frá Olís deildinni

Selfyssingar eru einum sigri frá því að tryggja sér sæti í Olís deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Liðið vann góðan tveggja marka útisigur á Gróttu í kvöld og er þar með komið 2-1 yfir í einvíginu.

Sport

Andri Már magnaður í naumu tapi

Andri Már Rúnarsson átti frábæran leik þegar Leipzig mátti þola eins marks tap gegn Rhein Neckar-Löwen í efstu deild þýska handboltans. Þá kom Janus Daði Smárason með beinum hætti að tveimur mörkum í tapi Pick Szeged gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu.

Handbolti

Kol­beinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri

Kolbeinn Þórðarson og liðsfélagar í Gautaborg unnu frábæran 3-2 endurkomusigur á Norrköping í efstu deild sænsku knattspyrnunnar. Kolbeinn vildi þó að Arnór Ingvi Traustason hefði fengið rautt spjald fyrir ljóta tæklingu í sinn garð í fyrri hálfleik.

Fótbolti

Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki

Þrír Íslendingar urðu í vikunni danskir meistarar í blaki. Sara Ósk Stefánsdóttir fagnaði titlinum á þriðjudaginn með liði Holte og í gær urðu þeir Galdur Máni Davíðsson og Ævarr Freyr Birgisson meistarar með Odense Volleyball.

Sport

„Mjög auð­veld að­lögun fyrir mig“

Hin sænska Paulina Hersler hefur smollið eins og flís við rass inn í lið Njarðvíkur sem nú er komið í 2-0 í undanúrslitaeinvíginu við Keflavík í Bónus-deildinni í körfubolta. Hún fann það strax að hún passaði inn í liðið, við komuna í lok janúar.

Körfubolti

„Gott að sjá honum blæða á vellinum“

Lettanum Kristaps Porzingis var ákaft fagnað í 109-100 sigri Boston Celtics á Orlando Magic í gærkvöld. Hann varð alblóðugur eftir fast olnbogaskot í þriðja leikhluta en kláraði leikinn með sárabindi og var hrósað í hástert af þjálfaranum, Joe Mazzulla.

Körfubolti