Sport

NFL stjarna sökuð um dýraníð

Isaiah Buggs er nýr leikmaður Kansas City Chiefs en hann er búinn að koma sér í vandræði áður en hann spilar sinn fyrsta leik með meisturunum.

Sport

Verð­laun veitt á lokahófi KKÍ

Lokahóf Körfuknattleikssambands Íslands fór fram í Laugardalshöll í dag. Þar voru leikmenn, þjálfarar og  dómarar verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína í deildarkeppni á nýafstöðnu tímabili.

Körfubolti

Þver­tekur fyrir að hafa unnið gegn Óskari

Sancheev Manoharan, fyrr­verandi að­stoðar­þjálfari Óskars Hrafns Þor­valds­sonar hjá norska úr­vals­deildar­fé­laginu Hau­gesund og nú­verandi aðal­þjálfari liðsins, þver­tekur fyrir full­yrðingar Óskars þess efnis að hann hafi verið að vinna gegn honum.

Fótbolti

Íslandsmeistarinn Aron er hvergi nærri hættur

Aron Pálmars­son varð á dögunum Ís­lands­meistari í hand­bolta með FH. Tak­mark sem hann stefndi að með upp­eldis­fé­laginu allt frá heim­komu fyrir tíma­bilið nú náð. En FH-ingurinn er ekki saddur. Hann ætlar sér fleiri titla hér á landi og segist ekki skilja um­ræðuna um mögu­leg enda­lok á hans ferli.

Handbolti

Hné­skel Kristófers fór í tvennt

„Heilsan hefur verið betri. En ég er að sama skapi mjög ánægður með titilinn og stoltur að geta vaknað í morgun sem Íslandsmeistari,“ sagði Kristófer Acox í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Gleðin er mikil en tilfinningin blendin vegna slæmra meiðsla sem hann varð fyrir í oddaleik Vals við Grindavík í fyrrakvöld.

Körfubolti

Gummi Gumm velur Höllu Hrund í liðið sitt

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska handboltaliðsins Fredericia, velkist ekki í neinum vafa um hver hann telur að sé best til þess fallinn að verða næsti forseti Íslands. Hann setur x-ið sitt við Höllu Hrund Logadóttur og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama.

Handbolti

„Búið að sitja að­eins í manni“

Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvö mörk í 5-1 sigri Vals á Stjörnunni í Bestu deildinni í dag. Valsarar kjöldrógu Garðbæinga í fyrri stórleik dagsins. Vísir ræddi við Tryggva eftir leik sem hafði þetta að segja um sína frammistöðu.

Íslenski boltinn

„Förum ekki að vor­kenna okkur“

Stjarnan fékk vænan skell á Hlíðarenda í dag er liðið mætti Val. Leiknum lauk með 5-1 sigri Valsara. Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var eins og við var að búast ósáttur við frammistöðu sinna mann í dag.

Íslenski boltinn

„Gott að fá sjálfs­traust“

Haukur Páll Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Vals, var sáttur eftir góðan 5-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla. Hann viðurkenndi að tilfinningin væri góð í samtali við Vísi eftir leik.

Íslenski boltinn