Sport Shaw meiddur enn á ný Vinstri bakvörðurinn Luke Shaw mun missa af upphafi ensku úrvalsdeildarinnar þar sem hann er meiddur á kálfa. Hann spilaði aðeins 15 leiki fyrir Manchester United á síðustu leiktíð en tókst samt sem áður að taka þátt á EM í sumar. Enski boltinn 13.8.2024 22:31 Fyrrverandi þjálfari Gróttu eftirsóttur Chris Brazell var á dögunum sagt upp sem þjálfara Gróttu í Lengjudeild karla í fótbolta en félagið er í harði fallbaráttu. Hann staðfesti í stuttu spjalli við Vísi að nokkur lið í Bestu deild karla, sem og eitt í Bestu kvenna, hefði sett sig í samband en hann reiknar þó ekki með að fara neitt í dag, á Gluggadeginum sjálfum. Íslenski boltinn 13.8.2024 22:00 Tíu sem vert er að fylgjast með: Füllkrug, framherjar í Manchester og Ítali í Lundúnum Það styttist í að enska úrvalsdeildin fari af stað og í tilefni þess tók breska ríkisútvarpið, BBC, saman tíu leikmenn sem eru að fara inn í sitt fyrsta tímabil í efstu deild Englands og vert er að fylgjast með. Enski boltinn 13.8.2024 21:31 Arnór lagði upp í stórsigri Þónokkrir Íslendingar komu við sögu í enska deildarbikar karla í fótbolta í kvöld. Arnór Sigurðsson lagði upp eitt af sex mörkum Blackburn Rovers og Alfons Sampsted kom inn af bekknum í sínum fyrsta leik fyrir Birmingham City. Enski boltinn 13.8.2024 21:00 Hákon Arnar og félagar slógu lærisveina Mourinho úr Meistaradeild Evrópu Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille þegar liðið sótti José Mourinho og lærisveina hans í Fenerbahçe út í forkeppni Meistaradeildar karla í knattspyrnu. Þá var Elías Rafn Ólafsson í marki Midtjylland þegar liðið sló Ferencvárosi frá Ungverjalandi úr leik. Fótbolti 13.8.2024 20:12 De Ligt og Mazraoui endanlega staðfestir sem leikmenn Man Utd Matthijs de Ligt er formlega genginn í raðir Manchester United. Félagaskiptin hafa legið lengi í loftinu en enska knattspyrnufélagið staðfesti þau loks nú rétt í þessu. Sömu sögu er að segja af bakverðinum Noussair Mazraoui. Báðir koma þeir frá Bayern München. Enski boltinn 13.8.2024 19:22 Palmer nú samningsbundinn Chelsea næstu níu árin Cole Palmer var ein af stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð þegar hann var ljósið í myrkrinu hjá Chelsea. Lundúnafélagið hefur nú verðlaunað Palmer með því að framlengja samning hans til tveggja ára ásamt því að gefa honum veglega launahækkun. Enski boltinn 13.8.2024 18:31 Stjarnan án þriggja lykilmanna gegn KA Þrír lykilleikmenn Stjörnunnar voru í dag úrskurðaðir í eins leiks bann og verða því ekki með gegn KA á sunnudaginn, í Bestu deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 13.8.2024 17:46 Arnar í þriggja leikja bann fyrir bræðikast sitt Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings R., fær ekki að stýra liðinu í næstu þremur deildarleikjum eftir að hann var í dag úrskurðaður í leikbann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Íslenski boltinn 13.8.2024 16:54 Dusan farinn frá FH til Leiknis Hinn 35 ára gamli miðvörður Dusan Brkovic var í dag kynntur sem nýjasti leikmaður Leiknis en hann kemur í Breiðholtið frá FH. Íslenski boltinn 13.8.2024 16:01 Barnaníðingurinn brotnaði saman í fyrsta viðtali eftir baulið á ÓL Hollenski strandblaksspilarinn Steven van de Velde fékk að keppa á Ólympíuleikunum í París þrátt fyrir að vera með dóm á bakinu fyrir að nauðga barni. Hann hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um viðbrögðin sem hann fékk á leikunum. Sport 13.8.2024 15:46 Orðrómur um kaup City á Liverpool-stjörnu fær engan stuðning Spænski blaðamaðurinn Marcos Benito olli titringi í félagaskiptafréttum fótboltans í dag með fullyrðingum um að Manchester City hefði gert samkomulag við Luis Díaz, leikmann Liverpool, um fimm ára samning. Enski boltinn 13.8.2024 15:05 Tap gegn Spáni en Ísland gæti enn spilað um verðlaun Strákarnir okkar í íslenska U18-landsliðinu í handbolta urðu loks að sætta sig við tap í dag þegar þeir mættu ríkjandi Evrópumeisturum Spánar á Evrópumótinu í Svartfjallalandi. Handbolti 13.8.2024 14:37 KR þrýstir á stjórn KSÍ vegna brotna marksins KR-ingar sendu inn erindi til stjórnar KSÍ sem tekið verður fyrir á stjórnarfundi í dag, vegna leiksins við HK sem ekki fór fram í síðustu viku vegna brotins marks í Kórnum. Mögulegt er að HK verði dæmt 3-0 tap vegna málsins. Íslenski boltinn 13.8.2024 14:06 Tróð yfir LeBron James og dreymir um að komast í NBA Franski körfuboltamaðurinn Guerschon Yabusele var ein af spútnikstjörnum körfuboltakeppni Ólympíuleikanna í París en frammistaða hans átti mikinn þátt í að Frakkarnir fóru alla leið í gullleikinn. Körfubolti 13.8.2024 13:30 Seldu Wan-Bissaka fyrir þrefalt lægra verð Enski bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka var í dag kynntur sem nýr leikmaður West Ham en Lundúnafélagið keypti hann frá Manchester United fyrir 15 milljónir punda, eða jafnvirði rúmlega 2,6 milljarða króna. Enski boltinn 13.8.2024 13:01 Ólympíumeistarinn í golfi fékk rúman milljarð í bónus Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler er nýkominn heim frá Frakklandi þar sem hann varð Ólympíumeistari í golfi en það er ekki það eina sem hann getur glaðst yfir þessa dagana. Golf 13.8.2024 12:30 „Bubka er djöfullinn“ Sergey Bubka er einn frægasti íþróttamaður í sögu Úkraínu en það verður seint hægt að segja að hann sé einn sá vinsælasti í heimalandi sínu. Sport 13.8.2024 12:01 „Ætti að læsa þann inni sem fann upp á þessu kerfi“ „Á næstum fimmtíu ára ferli í íþróttum hef ég aldrei séð eins ósanngjarnt keppnisfyrirkomulag!“ Þetta segir Nenad Sostaric, þjálfari Króata, hundfúll með að hafa ekki komið sínu liði í átta liða úrslit EM U18-landsliða karla í handbolta, eins og Íslendingum tókst að gera. Handbolti 13.8.2024 11:30 „Ég á ekki til orð Lárus Orri“ Blikum þótti á sér brotið í leiknum á móti Stjörnunni en samkvæmt sérfræðingum Stúkunnar sluppu Blikarnir kannski bara vel frá þessum leik. Íslenski boltinn 13.8.2024 11:01 „Það er verið að bjóða manni út að borða hérna hægri, vinstri“ Atvinnumannaferillinn utan landsteina Íslands hefði varla getað byrjað betur hjá Adam Ægi Pálssyni, sem skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir ítalska liðið Perugia. Hann segir spennandi tíma framundan og hlutverk sitt vera það sama og alltaf, skora og leggja upp. Fótbolti 13.8.2024 10:30 Drake bjargaði Íslendingafélaginu frá gjaldþroti Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake er óvænt hetja hjá stuðningsmönnum ítalska fótboltafélagsins Venezia. Fótbolti 13.8.2024 10:01 Stúkan ræddi rauða spjald Arnars: „Þetta er svakalegt“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fékk rautt spjald í jafnteflinu á móti Vestra í átjándu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Stúkan ræddi hegðun þjálfara Íslandsmeistaranna sem missti sig algjörlega fyrir framan fjórða dómarann. Íslenski boltinn 13.8.2024 09:30 Valsmenn kaupa Svía og kalla Orra Hrafn til baka úr láni Valsmenn hafa styrkt sig fyrir lokakafla Bestu deildar karla í fótbolta og keypt sænskan sóknarmann sem nýr þjálfari Valsliðsins þekkir vel til. Íslenski boltinn 13.8.2024 09:27 Óttast um framtíð handboltans á Ólympíuleikunum Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur ekki komist á síðustu tvo Ólympíuleika og ef marka má áhyggjur handboltasérfræðings þá er mögulega hver að verða síðastur að keppa í handbolta á leikunum. Handbolti 13.8.2024 09:01 Anníe Mist: Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði minningarorð um Lazar Dukic. Hún hefur eins og fleiri í CrossFit heiminum, átt mjög erfitt með að meðtaka þennan hryllilega atburð þegar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna á fimmtudaginn var. Sport 13.8.2024 08:30 Sjáðu markið sem endaði 84 daga bið KR-inga eftir sigri KR og ÍA fögnuðu bæði 1-0 heimasigrum í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá þessi tvö mikilvægu sigurmörk hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 13.8.2024 08:01 Rökuðu af sér hárið fyrir fyrirliðann Leikmenn sænska félagsins Kalmar AIK sýndu stuðning sinn við fyrirliða liðsins með áhrifamiklum hætti. Fótbolti 13.8.2024 07:31 Kaupir hlut í PSG eftir sigur Bandaríkjanna í París Nýkrýndur Ólympíumeistari í körfubolta, Kevin Durant, virðist hafa líkað veran í París svo vel að hann hefur ákveðið að kaupa minnihluta í knattspyrnuliðinu París Saint-Germain. Körfubolti 13.8.2024 07:01 Hafnar Liverpool og félagið aftur á núllpunkti Stuðningsmenn Liverpool voru flestir fullvissir um að félagið þeirra væri loksins búið að finna fyrstu kaup sumarsins en á endanum vildi sá hinn sami ekki koma til félagsins. Enski boltinn 13.8.2024 06:30 « ‹ 179 180 181 182 183 184 185 186 187 … 334 ›
Shaw meiddur enn á ný Vinstri bakvörðurinn Luke Shaw mun missa af upphafi ensku úrvalsdeildarinnar þar sem hann er meiddur á kálfa. Hann spilaði aðeins 15 leiki fyrir Manchester United á síðustu leiktíð en tókst samt sem áður að taka þátt á EM í sumar. Enski boltinn 13.8.2024 22:31
Fyrrverandi þjálfari Gróttu eftirsóttur Chris Brazell var á dögunum sagt upp sem þjálfara Gróttu í Lengjudeild karla í fótbolta en félagið er í harði fallbaráttu. Hann staðfesti í stuttu spjalli við Vísi að nokkur lið í Bestu deild karla, sem og eitt í Bestu kvenna, hefði sett sig í samband en hann reiknar þó ekki með að fara neitt í dag, á Gluggadeginum sjálfum. Íslenski boltinn 13.8.2024 22:00
Tíu sem vert er að fylgjast með: Füllkrug, framherjar í Manchester og Ítali í Lundúnum Það styttist í að enska úrvalsdeildin fari af stað og í tilefni þess tók breska ríkisútvarpið, BBC, saman tíu leikmenn sem eru að fara inn í sitt fyrsta tímabil í efstu deild Englands og vert er að fylgjast með. Enski boltinn 13.8.2024 21:31
Arnór lagði upp í stórsigri Þónokkrir Íslendingar komu við sögu í enska deildarbikar karla í fótbolta í kvöld. Arnór Sigurðsson lagði upp eitt af sex mörkum Blackburn Rovers og Alfons Sampsted kom inn af bekknum í sínum fyrsta leik fyrir Birmingham City. Enski boltinn 13.8.2024 21:00
Hákon Arnar og félagar slógu lærisveina Mourinho úr Meistaradeild Evrópu Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille þegar liðið sótti José Mourinho og lærisveina hans í Fenerbahçe út í forkeppni Meistaradeildar karla í knattspyrnu. Þá var Elías Rafn Ólafsson í marki Midtjylland þegar liðið sló Ferencvárosi frá Ungverjalandi úr leik. Fótbolti 13.8.2024 20:12
De Ligt og Mazraoui endanlega staðfestir sem leikmenn Man Utd Matthijs de Ligt er formlega genginn í raðir Manchester United. Félagaskiptin hafa legið lengi í loftinu en enska knattspyrnufélagið staðfesti þau loks nú rétt í þessu. Sömu sögu er að segja af bakverðinum Noussair Mazraoui. Báðir koma þeir frá Bayern München. Enski boltinn 13.8.2024 19:22
Palmer nú samningsbundinn Chelsea næstu níu árin Cole Palmer var ein af stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð þegar hann var ljósið í myrkrinu hjá Chelsea. Lundúnafélagið hefur nú verðlaunað Palmer með því að framlengja samning hans til tveggja ára ásamt því að gefa honum veglega launahækkun. Enski boltinn 13.8.2024 18:31
Stjarnan án þriggja lykilmanna gegn KA Þrír lykilleikmenn Stjörnunnar voru í dag úrskurðaðir í eins leiks bann og verða því ekki með gegn KA á sunnudaginn, í Bestu deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 13.8.2024 17:46
Arnar í þriggja leikja bann fyrir bræðikast sitt Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings R., fær ekki að stýra liðinu í næstu þremur deildarleikjum eftir að hann var í dag úrskurðaður í leikbann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ. Íslenski boltinn 13.8.2024 16:54
Dusan farinn frá FH til Leiknis Hinn 35 ára gamli miðvörður Dusan Brkovic var í dag kynntur sem nýjasti leikmaður Leiknis en hann kemur í Breiðholtið frá FH. Íslenski boltinn 13.8.2024 16:01
Barnaníðingurinn brotnaði saman í fyrsta viðtali eftir baulið á ÓL Hollenski strandblaksspilarinn Steven van de Velde fékk að keppa á Ólympíuleikunum í París þrátt fyrir að vera með dóm á bakinu fyrir að nauðga barni. Hann hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um viðbrögðin sem hann fékk á leikunum. Sport 13.8.2024 15:46
Orðrómur um kaup City á Liverpool-stjörnu fær engan stuðning Spænski blaðamaðurinn Marcos Benito olli titringi í félagaskiptafréttum fótboltans í dag með fullyrðingum um að Manchester City hefði gert samkomulag við Luis Díaz, leikmann Liverpool, um fimm ára samning. Enski boltinn 13.8.2024 15:05
Tap gegn Spáni en Ísland gæti enn spilað um verðlaun Strákarnir okkar í íslenska U18-landsliðinu í handbolta urðu loks að sætta sig við tap í dag þegar þeir mættu ríkjandi Evrópumeisturum Spánar á Evrópumótinu í Svartfjallalandi. Handbolti 13.8.2024 14:37
KR þrýstir á stjórn KSÍ vegna brotna marksins KR-ingar sendu inn erindi til stjórnar KSÍ sem tekið verður fyrir á stjórnarfundi í dag, vegna leiksins við HK sem ekki fór fram í síðustu viku vegna brotins marks í Kórnum. Mögulegt er að HK verði dæmt 3-0 tap vegna málsins. Íslenski boltinn 13.8.2024 14:06
Tróð yfir LeBron James og dreymir um að komast í NBA Franski körfuboltamaðurinn Guerschon Yabusele var ein af spútnikstjörnum körfuboltakeppni Ólympíuleikanna í París en frammistaða hans átti mikinn þátt í að Frakkarnir fóru alla leið í gullleikinn. Körfubolti 13.8.2024 13:30
Seldu Wan-Bissaka fyrir þrefalt lægra verð Enski bakvörðurinn Aaron Wan-Bissaka var í dag kynntur sem nýr leikmaður West Ham en Lundúnafélagið keypti hann frá Manchester United fyrir 15 milljónir punda, eða jafnvirði rúmlega 2,6 milljarða króna. Enski boltinn 13.8.2024 13:01
Ólympíumeistarinn í golfi fékk rúman milljarð í bónus Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler er nýkominn heim frá Frakklandi þar sem hann varð Ólympíumeistari í golfi en það er ekki það eina sem hann getur glaðst yfir þessa dagana. Golf 13.8.2024 12:30
„Bubka er djöfullinn“ Sergey Bubka er einn frægasti íþróttamaður í sögu Úkraínu en það verður seint hægt að segja að hann sé einn sá vinsælasti í heimalandi sínu. Sport 13.8.2024 12:01
„Ætti að læsa þann inni sem fann upp á þessu kerfi“ „Á næstum fimmtíu ára ferli í íþróttum hef ég aldrei séð eins ósanngjarnt keppnisfyrirkomulag!“ Þetta segir Nenad Sostaric, þjálfari Króata, hundfúll með að hafa ekki komið sínu liði í átta liða úrslit EM U18-landsliða karla í handbolta, eins og Íslendingum tókst að gera. Handbolti 13.8.2024 11:30
„Ég á ekki til orð Lárus Orri“ Blikum þótti á sér brotið í leiknum á móti Stjörnunni en samkvæmt sérfræðingum Stúkunnar sluppu Blikarnir kannski bara vel frá þessum leik. Íslenski boltinn 13.8.2024 11:01
„Það er verið að bjóða manni út að borða hérna hægri, vinstri“ Atvinnumannaferillinn utan landsteina Íslands hefði varla getað byrjað betur hjá Adam Ægi Pálssyni, sem skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir ítalska liðið Perugia. Hann segir spennandi tíma framundan og hlutverk sitt vera það sama og alltaf, skora og leggja upp. Fótbolti 13.8.2024 10:30
Drake bjargaði Íslendingafélaginu frá gjaldþroti Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake er óvænt hetja hjá stuðningsmönnum ítalska fótboltafélagsins Venezia. Fótbolti 13.8.2024 10:01
Stúkan ræddi rauða spjald Arnars: „Þetta er svakalegt“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fékk rautt spjald í jafnteflinu á móti Vestra í átjándu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Stúkan ræddi hegðun þjálfara Íslandsmeistaranna sem missti sig algjörlega fyrir framan fjórða dómarann. Íslenski boltinn 13.8.2024 09:30
Valsmenn kaupa Svía og kalla Orra Hrafn til baka úr láni Valsmenn hafa styrkt sig fyrir lokakafla Bestu deildar karla í fótbolta og keypt sænskan sóknarmann sem nýr þjálfari Valsliðsins þekkir vel til. Íslenski boltinn 13.8.2024 09:27
Óttast um framtíð handboltans á Ólympíuleikunum Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur ekki komist á síðustu tvo Ólympíuleika og ef marka má áhyggjur handboltasérfræðings þá er mögulega hver að verða síðastur að keppa í handbolta á leikunum. Handbolti 13.8.2024 09:01
Anníe Mist: Íþróttin sem við elskum öll brást Lazar Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir skrifaði minningarorð um Lazar Dukic. Hún hefur eins og fleiri í CrossFit heiminum, átt mjög erfitt með að meðtaka þennan hryllilega atburð þegar Dukic drukknaði í fyrstu grein heimsleikanna á fimmtudaginn var. Sport 13.8.2024 08:30
Sjáðu markið sem endaði 84 daga bið KR-inga eftir sigri KR og ÍA fögnuðu bæði 1-0 heimasigrum í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi og nú má sjá þessi tvö mikilvægu sigurmörk hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 13.8.2024 08:01
Rökuðu af sér hárið fyrir fyrirliðann Leikmenn sænska félagsins Kalmar AIK sýndu stuðning sinn við fyrirliða liðsins með áhrifamiklum hætti. Fótbolti 13.8.2024 07:31
Kaupir hlut í PSG eftir sigur Bandaríkjanna í París Nýkrýndur Ólympíumeistari í körfubolta, Kevin Durant, virðist hafa líkað veran í París svo vel að hann hefur ákveðið að kaupa minnihluta í knattspyrnuliðinu París Saint-Germain. Körfubolti 13.8.2024 07:01
Hafnar Liverpool og félagið aftur á núllpunkti Stuðningsmenn Liverpool voru flestir fullvissir um að félagið þeirra væri loksins búið að finna fyrstu kaup sumarsins en á endanum vildi sá hinn sami ekki koma til félagsins. Enski boltinn 13.8.2024 06:30