Sport

Andy Murray þjálfar erkióvininn

Siggeir Ævarsson skrifar
Novak Djokovic fagnar sigri á Opna ástralska meistaramótinu 2015 en Andy Murray þurfti að sætta sig við silfurverðlaunin og er hnípinn í bakgrunni
Novak Djokovic fagnar sigri á Opna ástralska meistaramótinu 2015 en Andy Murray þurfti að sætta sig við silfurverðlaunin og er hnípinn í bakgrunni EPA/Narendra Shrestha

Þau óvæntu tíðindi bárust úr tennisheiminum í dag að Andy Murray muni þjálfa Novak Djokovic fyrir Opna ástralska meistaramótið í janúar en þeir félagar elduðu saman grátt silfur um árabil á tennisvellinum.

Murray lagði tennisspaðann á hilluna í sumar eftir Ólympíuleikana en hann hafði glímtvið þrálát meiðsli um nokkurt skeið. Hann kvaddi á eftirminnilegan hátt á Twitter þar sem hann skrifaði stutta kveðju um að hann hefði aldrei haft gaman af tennis hvort eð er.

Honum fannst tennis þó ekki leiðinlegri en það að hann er kominn í stöðu þjálfara hjá Novak Djokovic, sem grínaðist með kveðju Murray þegar hann tilkynnti um ráðninguna á Twitter í dag.

Djokovic hefur sett stefnuna á ellefta titil sinn á Opna ástralska meistaramótinu en fjórir af tíu sigrum hans komu einmitt á móti Murray. Hann sagði skilið við þjálfara sinn Goran Ivanisevic fyrr á þessu ári og vonast til að Murray muni hjálpa honum að komast aftur á beinu brautina en Djokovic vann ekki eitt einasta stórmót á þessu ári, í fyrsta sinn síðan 2017.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×