Sport

Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik

Aston Villa vann 2-1 endurkomusigur á West Ham United í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta á Villa Park í Birmingham í kvöld. Graham Potter varð því að sætta sig við tap í fyrsta leik hans við stjórnvölin hjá gestunum.

Enski boltinn

Schick stjarnan í sterkum sigri

Bayer Leverkusen vann 3-2 sigur á Borussia Dortmund í fyrsta leik 16. umferðar þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Liðið sækir að Bayern München á toppnum.

Fótbolti

Á­reittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah

Cristina Palavra og Natalia Kaluzova, eiginkonur fótboltamannanna Dani Rodriguez og Dominik Greif, urðu fyrir áreitni annarra áhorfenda eftir leik Real Madrid og Mallorca á King Abdullah Sports City leikvanginum í Jeddah í Sádi-Arabíu.

Fótbolti

Isak bestur í desem­ber

Alexander Isak, framherji Newcastle United, var valinn leikmaður desember-mánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Hann skoraði átta mörk og lagði upp tvö í sex leikjum í desember.

Enski boltinn

„Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“

Sagan af því hvernig DeAndre Kane, með ferilskrá sem menn töldu of mikla fyrir Ísland, endaði í körfuboltaliði Grindavíkur er hreint lygileg. Stjórnarmaður hjá Grindavík óttaðist um tíma að hafa komið Kane í fangelsi en ungverski bílstjórinn Zsombor lék lykilhlutverk í að allt fór vel að lokum.

Körfubolti

Gunn­laugur vann en Evrópa tapaði

Gunnlaugur Árni Sveinsson vann indverska undrabarnið Kartik Singh í einvígi á lokadegi Bonallack-bikarsins í golfi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag. Evrópa tapaði hins vegar keppninni, gegn úrvalsliði Asíu og Eyjaálfu, með aðeins eins vinnings mun.

Golf