Sport Húbba Búbba kippt af dagskrá: „Það eina sem ég spila í Víkinni er fótbolti“ Auglýsingu um að tvíeykið Húbba Búbba, með KR-inginn Eyþór Aron Wöhler innanborðs, myndi skemmta Víkingum fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardag var snarlega breytt í gær. Eyþór segist gæta þess að láta skemmtanahald ekki trufla fótboltann. Íslenski boltinn 19.9.2024 14:52 Framarar flæktir í óskýrum reglum HSÍ: „Þetta er alveg galið dæmi“ Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handbolta, verður á hliðarlínunni þegar hans menn taka á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld. Mikil reikistefna hefur verið um bann sem fylgdi honum frá síðasta tímabili þegar hann var einnig þjálfari kvennaliðs Fram. Handbolti 19.9.2024 14:02 Með tvær ferðatöskur af fíkniefnum Knattspyrnumaðurinn Jay Emmanuel-Thomas, fyrrverandi leikmaður Arsenal, var handtekinn og ákærður fyrir að flytja inn fíkniefni til Bretlands. Enski boltinn 19.9.2024 13:31 Haukur komið að nítján mörkum í fyrstu tveimur leikjunum í Meistaradeildinni Selfyssingurinn Haukur Þrastarson fer vel af stað með nýja liðinu sínu, Dinamo Búkarest. Hann hefur samtals komið að nítján mörkum í fyrstu tveimur leikjum liðsins í Meistaradeild Evrópu. Handbolti 19.9.2024 13:02 Haaland neitaði að gefa Acerbi treyjuna sína eftir að hann hafði ítrekað togað í hana Erling Haaland, framherji Manchester City, var ekki á því að gefa Francesco Acerbi, varnarmanni Inter, treyjuna sína eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær. Fótbolti 19.9.2024 12:31 Næstu mótherjar Íslands mun ofar á heimslista Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er áfram í 71. sæti heimslista FIFA eftir 2-0 sigurinn gegn Svartfjallalandi og 3-1 tapið gegn Tyrklandi í þessum mánuði. Fótbolti 19.9.2024 12:00 Fannst stemningin á Etihad steindauð Peter Schmeichel segir að andrúmsloftið á Etihad hafi ekki hjálpað Manchester City í leiknum gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann sagði að engin stemmning hefði verið hjá stuðningsmönnum City. Fótbolti 19.9.2024 11:32 Eftirsjá Gary Martin: „Mín skoðun, fólk mun ekki vera sammála henni“ Gary Martin segist viss um að markametið í efstu deild hér á landi væri í hans eign hefði hann spilað með KR öll fjórtán ár sín hér á landi. Hann hefur sínar skoðanir á þessu og segir að fólk muni ekki vera sammála sér. Það sé þó allt í lagi. Íslenski boltinn 19.9.2024 11:01 Dusty og 354 keyrðu sig í gang með geggjaðri viðureign GR Verk Deildin í Rocket League byrjaði með þremur fjörugum leikjum í fyrstu umferð sem hófst með bursti ríkjandi meistarar Þórs á Rafik en spennan náði síðan hámarki í tvísýnni viðureign Dusty og 354. Rafíþróttir 19.9.2024 10:48 Hafi snúist hugur og vilji nú fara til Liverpool Martin Zubimendi, miðjumaður Real Sociedad og spænska landsliðsins í fótbolta, er sagður vilja fara til Liverpool á Englandi. Örfáar vikur eru síðan hann hafnaði félaginu. Enski boltinn 19.9.2024 10:32 Utan vallar: Total-fótboltamaðurinn sem rétti Blikakúrsinn Breiðablik vann sjö af síðustu átta leikjum sínum í Bestu deild karla og koma á fljúgandi ferð inn í úrslitakeppnina. Ein stærsta ástæðan fyrir góðu gengi Blika að undanförnu er frammistaða fyrirliða liðsins. Íslenski boltinn 19.9.2024 10:00 Sjáðu öll mörkin og ævintýralegt klúður Gazzaniga Mörkin létu á sér standa framan af Meistaradeildarkvöldi gærdagsins en urðu að endingu 13 talsins. Tveimur leikjum lauk með markalausu jafntefli. Fótbolti 19.9.2024 09:31 „Djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim“ „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta,“ segir Elísa Kristinsdóttir, hin óvænta stjarna í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð síðasta vor, þegar hún ráðleggur keppendum fyrir Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa sem hefst í Heiðmörk á laugardaginn. Sport 19.9.2024 09:01 Segir að hann myndi kýla netníðingana í nefið ef þeir stæðu fyrir framan hann Ange Postecoglu, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur sent netníðingunum sem hafa gert leikmanni hans, Brennan Johnson, lífið leitt tóninn. Enski boltinn 19.9.2024 08:31 „Ég á Íslandi líf mitt að þakka“ Eftir rúman áratug hér á landi er komið að kveðjustund hjá Gary Martin sem hefur sett svip sinn á íslenska boltann. Gary kveður land og þjóð með trega en hann er fullviss um að snúa aftur hingað til lands einn daginn. Íslenski boltinn 19.9.2024 08:02 Arteta með vondar fréttir af meiðslum Ødegaards Martin Ødegaard, fyrirliði Arsenal, verður frá í einhvern tíma vegna meiðsla á ökkla. Enski boltinn 19.9.2024 07:31 Sett meira en 762 milljarða í að bæta ímynd sína Fyrirtæki sem sérhæfa sig í framleiðslu á jarðefnaeldsneyti hafa eytt meira en 762 milljörðum íslenskra króna í íþróttaþvott til að bæta ímynd sína. Aramco frá Sádi-Arabíu toppar listann, þar á eftir koma fyrirtæki á borð við Ineos, Shell og TotalEnergies. Sport 19.9.2024 07:02 Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu heldur áfram Þriðja daginn í röð er Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu allt í öllu á rásum Stöðvar 2 Sport. Sport 19.9.2024 06:01 Woj-fréttin hættir hjá ESPN og snýr sér að öðru Adrian Wojnarowski hefur ákveðið að vanda kvæði sínu í kross og breyta um starfsvettvang. Hann hefur því sagt starfi sínu hjá íþróttafréttarisanum ESPN lausu. Frá þessu greindi Woj, eins og hann er öllu jafnan kallaður, á samfélagsmiðlum sínum. Körfubolti 18.9.2024 23:31 Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ „Damir var ekki í liðinu, hvað var hann að brasa?“ spurði Gummi Ben þá Lárus Orra Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason í síðasta þætti Stúkunnar en Damir kom inn af bekknum og nældi sér í gult spjald í sigri Breiðabliks á HK í 22. umferð Bestu deildar karla. Íslenski boltinn 18.9.2024 23:02 Stjarnan í vondum málum eftir tap í Írlandi Það stefnir í stutt ævintýri hjá 2. flokki Stjörnunnar í UEFA Youth League eftir 3-0 tap ytra gegn University College Dublin frá Írlandi. Liðin mætast aftur í Garðabænum og þurfa heimamenn kraftaverk til að komast áfram. Fótbolti 18.9.2024 22:31 Selfoss átti lítið í Íslandsmeistara Vals Valur lagði Selfoss með sjö mörkum, 30-23, í 3. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Handbolti 18.9.2024 22:02 Brighton og Tottenham áfram þökk sé mörkum undir lok leiks Brighton & Hove Albion lagði Úlfana 3-2 í enska deildarbikarnum í knattspyrnu. Þá lagði Tottenham Hotspur B-deildarlið Coventry City 2-1 á útivelli en mörk gestanna komu bæði í blálok leiksins. Sport 18.9.2024 21:32 Var hetjan framan af en stóð uppi sem skúrkurinn Markvörðurinn Paulo Gazzaniga hafði átt frábæran leik í marki Girona þegar liðið sótti París Saint-Germain heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Markvörðurinn missti boltann hins vegar í netið undir lok leiks og lauk því leik í París sem skúrkurinn. Fótbolti 18.9.2024 21:25 Markalaust á Etihad Manchester City og Inter Milan gerðu markalaust jafntefli í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Leikið var á Etihad-vellinum í Manchester. Fótbolti 18.9.2024 21:00 „Stefnum á að vera í þessum efri hluta“ ÍR tóku á móti ÍBV í 3. umferð Olís deild kvenna í kvöld þar sem hart var barist og leikar enduðu jafnir 22-22. Karen Tinna Demian gerði sér lítið fyrir og skoraði helming marka ÍR-liðsins í kvöld. Handbolti 18.9.2024 20:40 Íslendingalið Vålerenga og Wolfsburg með misgóða sigra í Meistaradeildinni Vålerenga vann gríðarlega öflugan 2-1 útisigur á Anderlecht í von sinni um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Á sama tíma tryggði Wolfsburg sér sæti þökk sé 7-0 útisigri á Fiorentina. Alexandra Jóhannsdóttir var eina landsliðskona Íslands sem var í byrjunarliði síns liðs. Fótbolti 18.9.2024 20:04 Uppgjörið: ÍR - ÍBV 22-22 | Heimakonur komnar á blað ÍR og ÍBV áttust við í 3. umferð Olís deild kvenna í kvöld. ÍR sem hafði fyrir leikinn ekki enn náð í sitt fyrsta stig á mótinu voru grátlega nálægt því að leggja ÍBV af velli en urðu að sætta sig við stigið þar sem leiknum lauk með jafntefli 22-22. Handbolti 18.9.2024 19:45 Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Manchester City er komið með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolti á meðan Arsenal er í vandræðum eftir tap í Svíþjóð. Fótbolti 18.9.2024 19:16 Keflavík í góðri stöðu Keflavík er í góðri stöðu eftir fyrri leik sinn gegn ÍR í umspili Lengjudeildar karla í knattspyrnu um sæti í Bestu deild karla á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 18.9.2024 18:59 « ‹ 133 134 135 136 137 138 139 140 141 … 334 ›
Húbba Búbba kippt af dagskrá: „Það eina sem ég spila í Víkinni er fótbolti“ Auglýsingu um að tvíeykið Húbba Búbba, með KR-inginn Eyþór Aron Wöhler innanborðs, myndi skemmta Víkingum fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardag var snarlega breytt í gær. Eyþór segist gæta þess að láta skemmtanahald ekki trufla fótboltann. Íslenski boltinn 19.9.2024 14:52
Framarar flæktir í óskýrum reglum HSÍ: „Þetta er alveg galið dæmi“ Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Fram í handbolta, verður á hliðarlínunni þegar hans menn taka á móti Gróttu í Olís-deild karla í kvöld. Mikil reikistefna hefur verið um bann sem fylgdi honum frá síðasta tímabili þegar hann var einnig þjálfari kvennaliðs Fram. Handbolti 19.9.2024 14:02
Með tvær ferðatöskur af fíkniefnum Knattspyrnumaðurinn Jay Emmanuel-Thomas, fyrrverandi leikmaður Arsenal, var handtekinn og ákærður fyrir að flytja inn fíkniefni til Bretlands. Enski boltinn 19.9.2024 13:31
Haukur komið að nítján mörkum í fyrstu tveimur leikjunum í Meistaradeildinni Selfyssingurinn Haukur Þrastarson fer vel af stað með nýja liðinu sínu, Dinamo Búkarest. Hann hefur samtals komið að nítján mörkum í fyrstu tveimur leikjum liðsins í Meistaradeild Evrópu. Handbolti 19.9.2024 13:02
Haaland neitaði að gefa Acerbi treyjuna sína eftir að hann hafði ítrekað togað í hana Erling Haaland, framherji Manchester City, var ekki á því að gefa Francesco Acerbi, varnarmanni Inter, treyjuna sína eftir leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær. Fótbolti 19.9.2024 12:31
Næstu mótherjar Íslands mun ofar á heimslista Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er áfram í 71. sæti heimslista FIFA eftir 2-0 sigurinn gegn Svartfjallalandi og 3-1 tapið gegn Tyrklandi í þessum mánuði. Fótbolti 19.9.2024 12:00
Fannst stemningin á Etihad steindauð Peter Schmeichel segir að andrúmsloftið á Etihad hafi ekki hjálpað Manchester City í leiknum gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann sagði að engin stemmning hefði verið hjá stuðningsmönnum City. Fótbolti 19.9.2024 11:32
Eftirsjá Gary Martin: „Mín skoðun, fólk mun ekki vera sammála henni“ Gary Martin segist viss um að markametið í efstu deild hér á landi væri í hans eign hefði hann spilað með KR öll fjórtán ár sín hér á landi. Hann hefur sínar skoðanir á þessu og segir að fólk muni ekki vera sammála sér. Það sé þó allt í lagi. Íslenski boltinn 19.9.2024 11:01
Dusty og 354 keyrðu sig í gang með geggjaðri viðureign GR Verk Deildin í Rocket League byrjaði með þremur fjörugum leikjum í fyrstu umferð sem hófst með bursti ríkjandi meistarar Þórs á Rafik en spennan náði síðan hámarki í tvísýnni viðureign Dusty og 354. Rafíþróttir 19.9.2024 10:48
Hafi snúist hugur og vilji nú fara til Liverpool Martin Zubimendi, miðjumaður Real Sociedad og spænska landsliðsins í fótbolta, er sagður vilja fara til Liverpool á Englandi. Örfáar vikur eru síðan hann hafnaði félaginu. Enski boltinn 19.9.2024 10:32
Utan vallar: Total-fótboltamaðurinn sem rétti Blikakúrsinn Breiðablik vann sjö af síðustu átta leikjum sínum í Bestu deild karla og koma á fljúgandi ferð inn í úrslitakeppnina. Ein stærsta ástæðan fyrir góðu gengi Blika að undanförnu er frammistaða fyrirliða liðsins. Íslenski boltinn 19.9.2024 10:00
Sjáðu öll mörkin og ævintýralegt klúður Gazzaniga Mörkin létu á sér standa framan af Meistaradeildarkvöldi gærdagsins en urðu að endingu 13 talsins. Tveimur leikjum lauk með markalausu jafntefli. Fótbolti 19.9.2024 09:31
„Djúpir dalir en þú kemst upp úr þeim“ „Þetta verður vont á einhverju tímabili. Þá má ekki hætta,“ segir Elísa Kristinsdóttir, hin óvænta stjarna í bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð síðasta vor, þegar hún ráðleggur keppendum fyrir Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa sem hefst í Heiðmörk á laugardaginn. Sport 19.9.2024 09:01
Segir að hann myndi kýla netníðingana í nefið ef þeir stæðu fyrir framan hann Ange Postecoglu, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur sent netníðingunum sem hafa gert leikmanni hans, Brennan Johnson, lífið leitt tóninn. Enski boltinn 19.9.2024 08:31
„Ég á Íslandi líf mitt að þakka“ Eftir rúman áratug hér á landi er komið að kveðjustund hjá Gary Martin sem hefur sett svip sinn á íslenska boltann. Gary kveður land og þjóð með trega en hann er fullviss um að snúa aftur hingað til lands einn daginn. Íslenski boltinn 19.9.2024 08:02
Arteta með vondar fréttir af meiðslum Ødegaards Martin Ødegaard, fyrirliði Arsenal, verður frá í einhvern tíma vegna meiðsla á ökkla. Enski boltinn 19.9.2024 07:31
Sett meira en 762 milljarða í að bæta ímynd sína Fyrirtæki sem sérhæfa sig í framleiðslu á jarðefnaeldsneyti hafa eytt meira en 762 milljörðum íslenskra króna í íþróttaþvott til að bæta ímynd sína. Aramco frá Sádi-Arabíu toppar listann, þar á eftir koma fyrirtæki á borð við Ineos, Shell og TotalEnergies. Sport 19.9.2024 07:02
Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu heldur áfram Þriðja daginn í röð er Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu allt í öllu á rásum Stöðvar 2 Sport. Sport 19.9.2024 06:01
Woj-fréttin hættir hjá ESPN og snýr sér að öðru Adrian Wojnarowski hefur ákveðið að vanda kvæði sínu í kross og breyta um starfsvettvang. Hann hefur því sagt starfi sínu hjá íþróttafréttarisanum ESPN lausu. Frá þessu greindi Woj, eins og hann er öllu jafnan kallaður, á samfélagsmiðlum sínum. Körfubolti 18.9.2024 23:31
Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ „Damir var ekki í liðinu, hvað var hann að brasa?“ spurði Gummi Ben þá Lárus Orra Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason í síðasta þætti Stúkunnar en Damir kom inn af bekknum og nældi sér í gult spjald í sigri Breiðabliks á HK í 22. umferð Bestu deildar karla. Íslenski boltinn 18.9.2024 23:02
Stjarnan í vondum málum eftir tap í Írlandi Það stefnir í stutt ævintýri hjá 2. flokki Stjörnunnar í UEFA Youth League eftir 3-0 tap ytra gegn University College Dublin frá Írlandi. Liðin mætast aftur í Garðabænum og þurfa heimamenn kraftaverk til að komast áfram. Fótbolti 18.9.2024 22:31
Selfoss átti lítið í Íslandsmeistara Vals Valur lagði Selfoss með sjö mörkum, 30-23, í 3. umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Handbolti 18.9.2024 22:02
Brighton og Tottenham áfram þökk sé mörkum undir lok leiks Brighton & Hove Albion lagði Úlfana 3-2 í enska deildarbikarnum í knattspyrnu. Þá lagði Tottenham Hotspur B-deildarlið Coventry City 2-1 á útivelli en mörk gestanna komu bæði í blálok leiksins. Sport 18.9.2024 21:32
Var hetjan framan af en stóð uppi sem skúrkurinn Markvörðurinn Paulo Gazzaniga hafði átt frábæran leik í marki Girona þegar liðið sótti París Saint-Germain heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Markvörðurinn missti boltann hins vegar í netið undir lok leiks og lauk því leik í París sem skúrkurinn. Fótbolti 18.9.2024 21:25
Markalaust á Etihad Manchester City og Inter Milan gerðu markalaust jafntefli í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Leikið var á Etihad-vellinum í Manchester. Fótbolti 18.9.2024 21:00
„Stefnum á að vera í þessum efri hluta“ ÍR tóku á móti ÍBV í 3. umferð Olís deild kvenna í kvöld þar sem hart var barist og leikar enduðu jafnir 22-22. Karen Tinna Demian gerði sér lítið fyrir og skoraði helming marka ÍR-liðsins í kvöld. Handbolti 18.9.2024 20:40
Íslendingalið Vålerenga og Wolfsburg með misgóða sigra í Meistaradeildinni Vålerenga vann gríðarlega öflugan 2-1 útisigur á Anderlecht í von sinni um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Á sama tíma tryggði Wolfsburg sér sæti þökk sé 7-0 útisigri á Fiorentina. Alexandra Jóhannsdóttir var eina landsliðskona Íslands sem var í byrjunarliði síns liðs. Fótbolti 18.9.2024 20:04
Uppgjörið: ÍR - ÍBV 22-22 | Heimakonur komnar á blað ÍR og ÍBV áttust við í 3. umferð Olís deild kvenna í kvöld. ÍR sem hafði fyrir leikinn ekki enn náð í sitt fyrsta stig á mótinu voru grátlega nálægt því að leggja ÍBV af velli en urðu að sætta sig við stigið þar sem leiknum lauk með jafntefli 22-22. Handbolti 18.9.2024 19:45
Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Manchester City er komið með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolti á meðan Arsenal er í vandræðum eftir tap í Svíþjóð. Fótbolti 18.9.2024 19:16
Keflavík í góðri stöðu Keflavík er í góðri stöðu eftir fyrri leik sinn gegn ÍR í umspili Lengjudeildar karla í knattspyrnu um sæti í Bestu deild karla á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 18.9.2024 18:59