Skoðun

Nýr flokkur – Nýr val­kostur – Nýr veru­leiki

Arnar Þór Jónsson,Baldur Borgþórsson og Kári Allansson skrifa

Það má með sanni segja að dregið hafi til tíðinda á hinum pólitíska vettvangi í þessari viku þegar nýstofnaður flokkur, Lýðræðisflokkurinn, kynnti tólf helstu áherslumál sín á blaðamannafundi.

Skoðun

Erindinu er lokið

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa­dóttir skrifar

Mér er létt að við séum búin að taka ákvörðun um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Það liggur fyrir að það er ekki lengur til staðar nægur vilji og sameiginleg sýn til þess að halda samstarfinu áfram.

Skoðun

Krabbameinsrannsóknir á Ís­landi

Sigurdís Haraldsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir og Stefán Þ. Sigurðsson skrifa

Gera má ráð fyrir að um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Um árabil hefur október verið helgaður árvekniátaki til að vekja athygli á krabbameinum hjá konum og verðum við því áþreifanlega vör við umræðu um krabbamein þessa dagana og ekki að ástæðulausu.

Skoðun

Varði ekki viðsnúninginn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fróðlegur fundur var haldinn í húsakynnum okkar sjálfstæðismanna í Kópavogi á laugardaginn þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, flutti erindi og sat síðan fyrir svörum. Meðal þeirra mála sem voru helzt til umræðu var frumvarp Þórdísar um bókun 35 við EES-samninginn sem mun þýða nái það fram að ganga að fest verði í lög að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleitt hefur verið í gegnum samninginn gangi framar innlendri lagasetningu.

Skoðun

Kalt er það, Einar!

Arnór Heiðar Benónýsson skrifar

Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, sem fram fór síðustu helgi, sagði borgarstjóri Reykjavíkur meðal annars að; „að kennararnir séu að biðja um að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr, kenna minna og einhvern veginn fleiri undirbúningstímar“.

Skoðun

Til borgar­stjóra

Maríanna S. Bjarnleifsdóttir skrifar

Kjarabarátta hinna mörgu stétta sem byggja þetta land getur tekið á hjá atvinnurekendum, launþegum og þeim sem nýta sér vinnu og þjónustu þeirra sem berjast fyrir betri kjörum. Stundum lætur fólk leiðinleg ummæli frá sér í spjalli við fólk vegna pirrings og að mörgu leyti er það skiljanlegt því mannlegt eðli verður til þess að við segjum eitthvað særandi þegar við verðum sár, reið og leið. Í gær þá varð ég sár, reið og leið út í þín ummæli.

Skoðun

Seigla, trú og geð­heil­brigði

Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Angela Lee Duckworth hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir að ræða um seiglu og hversu mikilvægt það er að þjálfa seiglu í lífinu, sérstaklega hjá ungu fólki. Í vinsælum TED fyrirlestri segir Duckworth frá því að hún hafi sem ung kona sagt upp starfi í atvinnulífinu til að kenna börnum í 8. bekk stærðfræði. Í kennslu hafi hún uppgötvað að það sem aðgreinir nemendur eftir árangri væri ekki greind, enda geta flestir náð tökum á 8. bekkjar stærðfræði, heldur seigla (e. Grit).

Skoðun

Sjálf­stæðis­menn í gúlaginu

Einar Baldvin Árnason skrifar

Maður veit aldrei hvað verður til þess að maður eignast góða vini, en eftir að ég benti á um daginn að Áslaug Arna hefði ekki orðið ráðherra að eigin rammleik skaust hvíti riddarinn, Brynjar Níelsson, fram á sjónarsviðið og varði aumingja Áslaugu fyrir því að einhver skyldi segja það upphátt sem flestir vissu nú þegar. Nú erum við orðnir bæði pennavinir og stjörnur í klippimynda-meistaraverki á DV. Það er svo sem ágætt að við séum orðnir svo nánir, enda held ég að ég geti haft góð áhrif á Brynjar. Ekki veitir af.

Skoðun

Þegar ballið er búið

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Þegar farið er út að skemmta sér, til dæmis á dansleik þá er oft mikið stuð, ,,maður er manns gaman,“ segir máltækið. Allir í góðum gír og bara fjör.

Skoðun

Verðugir verðlaunahafar

Stefán Pálsson skrifar

Í liðinni viku var tilkynnt að friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2024 færu til Nioh Hidankyo, samtaka eftirlifenda kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Samtök þessi voru stofnuð árið 1956 í tvíþættum tilgangi.

Skoðun

At­vinnu­rógur Kristófers um skemmti­ferða­skipa­geirann

Ingvar Örn Ingvarsson skrifar

Í ár hefur íslensk ferðaþjónusta glímt við áskoranir vegna eldsumbrota, harðnandi samkeppni og verðlags en við þær aðstæður hefur geirinn venjulega þétt raðirnar og staðið vörð um orðspor Íslands sem áhugaverðs áfangastaðar.

Skoðun

Á­form um einka­væðingu á vatns­veitu Sand­gerðis

Anton Guðmundsson,Úrsúla María Guðjónsdóttir,Sunneva Ósk Þóroddsdóttir og Magnús Sigfús Magnússon skrifa

Í nútímasamfélagi er eitt mikilvægasta verkefni okkar að tryggja jafnan aðgang að grunninnviðum eins og vatni og rafmagni. Nú liggja fyrir áform um einkavæðingu á vatnsveitu Sandgerðis í Suðurnesjabæ, áform sem geta haft víðtækar og ófyrirséðar afleiðingar fyrir íbúa.

Skoðun

Þetta er búið. Kjósum!

Sigmar Guðmundsson skrifar

Það er stundum sagt að vika sé langur tími í pólitík. Þessa pólitíska mælieining hefur samt eiginlega öðlast nýja merkingu í þeim feigðardansi sem stigin er í stjórnarráðinu dag og nótt, viku eftir viku. Við takmarkaða hrifningu landsmanna.

Skoðun

Sjálfs­mark Fram­sóknar­flokksins í Grafar­vogi

Vignir Sverrisson skrifar

Kosningar eru áhugavert fyrirbæri. Ljúf loforð fljúga úr munni pólitíkusa sem vilja allt gera, bæta og breyta. Í síðustu borgarstjórnarkosningum var Framsókn boðberi breytinga með það markmið að brjóta upp meirihlutann í borginni. 

Skoðun

Ef heimurinn virkaði eins og hljóm­sveit

Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Hvað gerir samfélag sem er komið að þrotum vegna tengslaleysis, glæpa og ofbeldis sem nær hápunkti þegar grunnskóli hverfisins brennur til grunna vegna íkveikju? Þegar þessi staða kom upp í bænum Södertälje í Svíþjóð var ákveðið að byggja upp samfélagsmiðstöð á grunni skólans sem brann, samfélagsmiðstöð með áherslu á tengslamyndun í gegnum listir.

Skoðun

Við eigum að þakka Eflingu fyrir bar­áttu sína gegn launaþjófnaði

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Undanfarið hafa fjölmiðlar fjallað um gjaldþrot veitingastaðarins Ítalíu og þá sök sem eigandi hans hefur reynt að bera á Eflingu stéttarfélag. Á meðan sumir gætu fallið fyrir slíkri sögu, er nauðsynlegt að skoða málavexti af raunsæi og á grunni réttlætis og sanngirni. Að varpa ábyrgðinni á stéttarfélag sem stendur vörð um hagsmuni vinnandi fólks er auðvitað fjarstæðukennt og í rauninni óréttlát árás á þá sem reyna að verja réttindi launafólks.

Skoðun

Ríkis­stjórn sem situr á­fram fyrir sig, ekki þig

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Til núverandi stjórnarsamstarfs var stofnað á grundvelli pólitískrar inneignar Katrínar Jakobsdóttur, þáverandi formanns Vinstri grænna. Um það efast sennilega enginn sem leyfir sér að horfa á stöðu mála af sanngirni og raunsæi.

Skoðun

Sjö tíma bið við dauðans dyr á Bráða­mót­töku!

Jakob Frímann Magnússon skrifar

Liðlega þrítugur vinur minn og skjólstæðingur hefur glímt við erfið veikindi og vanlíðan að undanförnu. Helstu birtingarmyndir vandans hafa birst í bólgnum eitlum, miklum höfuðþrautum og verulegu orkuleysi. Þessi lýsing hljómar ekki vel.

Skoðun

Að draga línu í sjóinn – segjum nei við sjókvíaeldi

Gísli Rafn Ólafsson og Halldóra Mogensen skrifa

Í fjögur ár hefur verið ljóst að meirihluti íbúa Seyðisfjarðar er andvígur sjókvíaeldi í firðinum. Árið 2023 mældist sú andstaða 75 prósent í skoðanakönnun Múlaþings. Þessi andstaða hefur verið virt að vettugi, að mati Seyðfirðinga.

Skoðun

Berum brjóstin

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar

Í þessum mánuði er bleikur október, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Því er viðeigandi að ræða brjóstakrabbamein og mikilvægi forvarna gegn því.

Skoðun

Hvers vegna ekki að kjósa strax?

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sagði fyrir síðustu kosningar að öllu máli skipti hvort eftir kosningar tæki við sundurlaus samtíningur margra flokka eða öflug ríkisstjórn sem gæti tekist á við stór verkefni og hefði burði til að leysa áskoranir til framtíðar.

Skoðun

Sig­mundur í villu og svima

Friðjón R Friðjónsson skrifar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var í viðtali á Vísi í gær þar sem hann agnúaðist út í útlendinga á Íslandi. Fyrir utan hvað það er smátt til orðs og æðis að ráðast gegn fólkinu sem stendur undir velferðinni og hagvextinum á Ísland, þá er það líka óheppilegt að aðfinnslur Sigmundar byggjast á misskilningi, vanþekkingu og leti.

Skoðun

Takk fyrir að hjálpa Yazan!

Gunnar Hersveinn skrifar

Vinir Yazan þakka öllum sem lögðu baráttunni lið. Við vissum að það sem væri Yazan fyrir bestu ætti ávallt að hafa forgang eins og segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við vissum að það væri bæði satt og rétt að liðsinna Yazan hér á landi. Við höfnuðum kuldalegri afstöðu og niðurstöðu yfirvalda sem studdu sig við túlkun á reglugerð.

Skoðun

Að með­höndla eðli­legar til­finningar með lyfjum

Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar

Í umfjöllun undanfarna daga hefur komið fram að um 15-20% lyfjanotkunar hér á landi sé óþörf. Óljóst er hversu stór hluti þessara lyfja eru geð- eða róandi lyf en ljóst að það hlutfall er líklega töluvert.

Skoðun

Klemmdar rass­kinnar Brynjars Níels­sonar

Einar Baldvin Árnason skrifar

Ég skrifaði greinilega sannleikann um Áslaugu Örnu og Sjálfstæðisflokkinn um daginn því það leið ekki á löngu fyrr en sjálfur Brynjar Níelsson var ræstur úr Valhöll og gerður út á stúfana til að vinna skítverk drottnara sinna. Líkt og önnur gömul Sjálfstæðisvélmenni hefur hann ekki hugarflug í annað en að sletta rauðri málningu og skapa sér algjörlega ímyndaðan óvin: einhverskonar misheppnaðan marxískan listamann með Berlínarmúrsblæti.

Skoðun

Lygar sem kosta manns­líf

Jón Frímann Jónsson skrifar

Stjórnmálamenn án stjórnmála snúa sér að útlendingahatri. Það hefur gerst á Íslandi og kostnaðurinn er mannslíf saklaus fólks sem hefur komið til Íslands og er vísað frá Íslandi án þess að rök séu fyrir slíku.

Skoðun