Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 29. nóvember 2024 11:31 Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (HVIN), sem einnig á sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins, notar stöðu sína í pólitískum tilgangi á síðustu dögum kosningabaráttunnar og snýr hlutunum á hvolf með svari sínu við grein um iðnnám. Eitt af því sem er rétt í grein HVIN er að hún hefur engu breytt varðandi kröfur iðnnáms hér á Íslandi.Breytingin sem hefur hins vegar átt sér stað er að helgarnámskeið í Austur-Evrópu er lagt að jöfnu við tveggja ára meistaraskóla hér á Íslandi. Málarekstur í þessu máli byrjaði löngu áður en ég var beðinn um að taka sæti á framboðslista. Ráðuneytið veit það vel. HVIN hefur vitað af málinu í nokkra mánuði án þess að bregðast við. Einnig er búið að kæra málið til HVIN. Grein ráðherra er fyrir neðan virðingu ráðherra og stjórnmálamanns að gefa í skyn að störf mín fyrir Félag pípulagningameistara séu í flokkspólitískum tilgangi. ENIC/NARIC, sem er í boði HVIN, tekur það skýrt fram að þau ætla ekki að taka mark á neikvæðri umsögn frá Iðunni fræðsluseturs þar sem skýrt er tekið fram að ekki sé hægt að bera að jöfnu tveggja ára nám í meistaraskóla hér á Íslandi vs. helgarnámskeið í Austur-Evrópu. Samtök iðnaðarins telja að þarna sé vegið að iðnnámi Íslendinga. Með þessu nær hugtakið inngilding nýjum hæðum hér á Íslandi við það að bjóða fólk velkomið inn í samfélagið á jafnræðisgrundvelli og í þessu tilfelli inn á vinnumarkaðinn þar sem íslenskum iðnaðarmönnum er mismunað sakir þjóðernis. Ef þetta fær að staðast geta nýútskrifaðir iðnsveinar á Íslandi gert þá kröfu að fá einnig afhent meistarabréf þó að þeir hafi ekki farið í meistaraskóla. Það má ekki mismuna iðnaðarmönnum á grundvelli þjóðernis.Iðnmenntað fólk frá Íslandi á heimtingu á að vita af hverju ráðherra iðnaðarmanna, HVIN, stendur ekki með sínu fólki og að farið sé að lögum í landinu. Kosningarnar á laugardaginn skipta miklu máli og að þeir sem fara með völdin í landinu standi með sínu fólki. Iðnaðarmenn koma til með að kjósa þann flokk sem stendur vörð um hagsmuni iðnaðarmanna sem eiga samleið með hagsmunum neytenda sem þiggja þjónustu iðnaðarmanna. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Sjá meira
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (HVIN), sem einnig á sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins, notar stöðu sína í pólitískum tilgangi á síðustu dögum kosningabaráttunnar og snýr hlutunum á hvolf með svari sínu við grein um iðnnám. Eitt af því sem er rétt í grein HVIN er að hún hefur engu breytt varðandi kröfur iðnnáms hér á Íslandi.Breytingin sem hefur hins vegar átt sér stað er að helgarnámskeið í Austur-Evrópu er lagt að jöfnu við tveggja ára meistaraskóla hér á Íslandi. Málarekstur í þessu máli byrjaði löngu áður en ég var beðinn um að taka sæti á framboðslista. Ráðuneytið veit það vel. HVIN hefur vitað af málinu í nokkra mánuði án þess að bregðast við. Einnig er búið að kæra málið til HVIN. Grein ráðherra er fyrir neðan virðingu ráðherra og stjórnmálamanns að gefa í skyn að störf mín fyrir Félag pípulagningameistara séu í flokkspólitískum tilgangi. ENIC/NARIC, sem er í boði HVIN, tekur það skýrt fram að þau ætla ekki að taka mark á neikvæðri umsögn frá Iðunni fræðsluseturs þar sem skýrt er tekið fram að ekki sé hægt að bera að jöfnu tveggja ára nám í meistaraskóla hér á Íslandi vs. helgarnámskeið í Austur-Evrópu. Samtök iðnaðarins telja að þarna sé vegið að iðnnámi Íslendinga. Með þessu nær hugtakið inngilding nýjum hæðum hér á Íslandi við það að bjóða fólk velkomið inn í samfélagið á jafnræðisgrundvelli og í þessu tilfelli inn á vinnumarkaðinn þar sem íslenskum iðnaðarmönnum er mismunað sakir þjóðernis. Ef þetta fær að staðast geta nýútskrifaðir iðnsveinar á Íslandi gert þá kröfu að fá einnig afhent meistarabréf þó að þeir hafi ekki farið í meistaraskóla. Það má ekki mismuna iðnaðarmönnum á grundvelli þjóðernis.Iðnmenntað fólk frá Íslandi á heimtingu á að vita af hverju ráðherra iðnaðarmanna, HVIN, stendur ekki með sínu fólki og að farið sé að lögum í landinu. Kosningarnar á laugardaginn skipta miklu máli og að þeir sem fara með völdin í landinu standi með sínu fólki. Iðnaðarmenn koma til með að kjósa þann flokk sem stendur vörð um hagsmuni iðnaðarmanna sem eiga samleið með hagsmunum neytenda sem þiggja þjónustu iðnaðarmanna. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar