Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar 29. nóvember 2024 12:32 Á morgun göngum við til kosninga og nýtum lýðræðislegan rétt okkar til að kjósa þá flokka sem spegla hvað best gildi okkar og það samfélag sem við viljum byggja upp. Forsenda þess að lýðræði virki er að almenningur taki þátt í kosningum og velji fulltrúa sína. Þátttaka almennings í kosningum og í umræðu sem snýr að því sem stendur samfélögum næst, er forsenda fyrir trausti okkar á lýðræðið. En til þess að rödd okkar heyrist, verður einhver að hlusta. Seyðfirðingar hafa hrópað hátt í baráttu sinni gegn sjókvíaeldi í firðinum. Við fylltumst baráttuhug þegar skoðanakönnun á vegum Múlaþings, sem Seyðisfjörður heyrir nú undir, sýndi ótvíræða andstöðu meirihluta íbúa fjarðarins (75%) gegn sjókvíaeldi. En þegar hvorki meirihluti Múlaþings né þingheimur hlustar, þá grefur undan trausti okkar á lýðræðið. Vilji meirihluta heimamanna hefur verið skýr hvað varðar fyrirhugað sjókvíaeldi í firðinum. Við sögðum, segjum og munum segja, NEI TAKK! Við höfum sent inn sannreyndan undirskriftalista, við höfum gert athugasemdir við strandsvæðaskipulag og bent á ýmsa ágalla er snúa að innviðum samfélagsins og þjóðarinnar. Við höfum endurtekið ítrekað við hlutaðeigandi stofnanir ríkisins, mikilvægi þess að öryggi vegna ofanflóðahættu, siglinga og fjarskipta sé haft að leiðarljósi, -fremur en sérhagsmunir eins fyrirtækis. Það er ískalt mat okkar að það sé alvarlegt að taka þá áhættu sem fylgir umræddu sjókvíaeldi. Siglingaleið inn fjörðinn, sem í dag telst örugg, myndi verða varhugaverð, sem er raunverulegt mat reyndra sjófarenda sem hafa siglt langan og þröngan fjörðinn áratugum saman. Vistkerfið mun verða fyrir óafturkræfum áhrifum, bleikjustofninn í ám Seyðisfjarðar mun skaðast og eins og dæmin sýna, mun hætta á erfðablöndun við villta laxastofninn aukast verulega. Slíkar breytingar ógna líffræðilegum fjölbreytileika, ógn sem steðjar að allri jörðinni um þessar mundir og krefst hugrekkis að berjast gegn. Atvinnutækifæri - já takk Eins og aðrir landsmenn, vilja Seyðfirðingar aukin atvinnutækifæri til framtíðar í byggðarlagið sitt. Slík tækifæri verða að vera á forsendum náttúru og íbúa, svo þau snúist ekki upp í andhverfu sína. Það var mikið högg fyrir samfélagið þegar fiskvinnslan lokaði fyrr á árinu og rúmlega 30 störf hurfu úr bænum. Í samfélagi, þar sem hvert einasta starf skiptir máli, er mikilvægt að taka ekki afdrifaríkar ákvarðanir á röngum forsendum. Ný atvinnutækifæri þurfa að vera sjálfbær og skapandi, byggja bæði á verkviti og hugviti og vera fjölbreytt og metnaðarfull. Þau þurfa að spretta af áhuga og reynslu íbúa og vera á forsendum samfélagsins til framtíðar. Efla þarf nýsköpun og styðja við það frumkvæði sem fyrir er. Það er mikilvægt að fækka ekki opinberum störfum heldur bæta við og fjölga störfum án staðsetningar og auka hvata fyrirtækja til að flytja störf á landsbyggðina. Sérkenni Seyðisfjarðar Með siglingum Norrænu síðan 1975 er Seyðisfjörður í þeirri einstöku aðstöðu að vera næst stærsta gáttin inn í landið fyrir ferðamenn. Ferðaþjónustan reiðir sig því að miklu leyti á örugga siglingaleið inn fjörðinn. Bærinn hefur átt því láni að fagna að sjá ferðatímabilið lengjast og atvinnugreinina verða stöðugri. Verðmætasköpun ferðaþjónustuaðila og hafnarinnar hefur aukist mikið með auknum skipakomum á undanförnum árum. Í þessu liggja mikil verðmæti fyrir lítið bæjarfélag. Þó að margt hafi áunnist, leynast mikil tækifæri í að skapa enn fjölbreyttari störf og bæta upplifun ferðamanna og þar með íbúa. LungA hátíðin er sjálfsprottið og landsþekkt framtak skapandi Seyðfirðinga, sem fæddi síðar af sér LungA lýðskólann sem hefur starfað í rúman áratug og er enn í vexti. Nemendurnir glæða samfélagið lífi yfir vetrarmánuðina og ungt fólk myndar tengsl við bæinn til framtíðar. Framlag Seyðisfjarðar til menningar á Austurlandi og víðar er óumdeilt. Í bænum er ein þriggja menningarmiðstöðva fjórðungsins og að auki er í bænum öflugt safnastarf, kvikmyndahús, listahátíðir og myndlistarsýningar. Fjöbreytt menningarlíf hefur skapað sterk tengsl langt út fyrir Ísland og mun eiga stóran þátt áfram í mannlífi, hugmyndaauðgi og framtíðartækifærum staðarins. Hér drögum við línuna Aðdjúp höfn Seyðisfjarðar hefur í aldanna rás verið uppspretta uppbyggingar, tækifæra og samskipta við umheiminn. Við undirrituð, biðlum til stjórnvalda að þröngva ekki upp á okkur sjókvíaeldi, -gegn vilja meirihluta íbúa. Við óskum eftir samstarfi um mótun metnaðarfullrar atvinnustefnu fyrir samfélagið, þar sem hugsað er til framtíðar, samgöngurnar bættar og sögu okkar og vistkerfinu sýnd full virðing. Seyðfirðingar drógu línu í sjóinn 12. október 2024 og skilaboðin eru skýr: Hér er línan og yfir hana má ekki fara. (hlekkur hér: Við drögum línu í sjóinn, baráttumynd og fundur í Herðubreið Um leið og við sem búum og/eða störfum á Seyðisfirði óskum landsmönnum öllum til hamingju með kjördag á morgun, biðlum við til allra þeirra, sem hafa um málið að segja, - að hlusta. Gleðilegar kosningar! Andrés Filippusson, bóndi Anna Margrét Ólafsdóttir, myndlistarmaður Aðalheiður Borgþórsdóttir, mamma LungA og fyrrum bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar Apolline Fiara, myndlistarmaður Arnar Klemensson, starfsmaður Vegagerðarinnar Árni Geir Lárusson, tónlistarkennari Seyðisfirði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, smiður og sveitarstjórnarfulltrúi Avantí Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur Bára Mjöll Jónsdóttir og jógakennari Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, framkvæmdastýra Haföldunnar hostels Björt Sigfinnsdóttir, verkefnisstjóri og frumkvöðull Celia Harrison, forstöðukona Skaftfells Daði Sigfússon, starfsmaður íþróttamiðstöðvar Damian Luczak. hönnuður og smiður Daníel Örn Gíslason, ljósmyndari Davíð Kristinsson, sjúkraflutningamaður og hóteleigandi Diljá Jónsdóttir, innritunarstjóri Smyrilline Dóra Sigfúsdóttir, vinnuvélakona Dusan Mercak, fjallaleiðsögumaður og ferðaþjónustuaðili Dýri Jónsson, hóteleigandi Einar Roth, byggingarverktaki Elfa Hlín Pétursdóttir, forstöðukona tækniminjasafns Austurlands Elfa Rúnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Elín Ramette, kvikmyndagerðakona Elísabet Maren Guðjónsdóttir leiðsögukona Elvar Már Kjartansson, smiður Emil Smári Guðjónsson, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Erna Helgadóttir, verslunareigandi Erna Rut Rúnarsdóttir, sjúkraliði Eva Jasmin, leikskólastarfsmaður Freyr Andrésson, verkamaður Garðar Bachman, kokkur og rekstraraðili Skaftfells bistro Glenn Jackson, kafari Guðjón Egilsson, kokkur Guðlaug Sigfúsdóttir, öryrki Guðlaugur Kristinn Óttarsson, Draugabani og Öreindafræðingur Guðmundur Gunnar Gunnarsson, smiður Guðrún Ásta Tryggvadóttir, kennari Seyðisfjarðarskóla Guðrún Katrín Árnadóttir, fyrrum kennari Guðrún Tinna Thorlacius, verslunareigandi Steinholt og co Guðrún Veturliðadóttir, tónlistarkona og deildarstjóri listadeild Hafþór Harðarson, ferðaþjónustueigandi Halla Dröfn Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur Fossahlíð Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, myndlistarkona Harry Caunter, verslunarstjóri Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir, myndlistarmaður og verkefnastjóri Lunga skólans Hildur Þórisdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Múlaþingi Hilmar Guðjónsson - brautarstjóri LungA skólans Hilmar Harðarson, ferðaþjónustueigandi Hörður Hilmarsson, bifvélavirki Hugrún Einarsdóttir, starfsmaður við aðhlynningu og nemi Ioana Popovici, myndlistarmaður Ingibjörg Grétarsdóttir, verkefnisstjóri Ingvi örn Þorsteinsson, grafískur hönnuður og ferðaþjónustuaðili Ísold Gná Sigríðar Ingvadóttir, móttökuritari og nemi Ívar Andrésson, sjómaður Óli Jóhannes Gunnþórsson, rafvirki Jafet Bjarkar Björnsson, forritari Jailka Milly Correia, þjónustustúlka Jessica Auer, ljósmyndari Jessica Carolina Stocks, fornleifafræðingur Jóhann Grétar Einarsson, fyrrum stöðvarstjóri Jóhann Jóhannsson, málari Jóhann Sveinbjörnsson, fyrrum bæjargjaldkeri Jón Halldór Guðmundsson, skrifstofumaður Jón Hilmar, rafvirki Jón Sigfinnsson, VFX listamaður Jóna Björg Guðmundsdóttir Juanjo Ivaldi Zaldívar, ljósmyndari Justyna Materna, veitinga og ferðaþjónustueigandi Kamilla Gylfadóttir, verkefnisstjóri hjá Skaftfelli myndlistarmiðstöð Karl Svavarsson, póstfulltrúi Katla Rut Pétursdóttir, frumkvöðull og listamaður Kevan Rudd, smiður Kolbeinn Agnarsson, eldri borgari Kristín Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur Kristinn Már jóhannesson, verkfræðingur Lasse Hogenhoff, myndlistarmaður og kennari við Lunga skólann Lilja Finnbogadóttir, sjúkraliði og sjúkraflutningakona Lilja Ívarsdóttir, skrifstofukona Linus Lohman, myndlistarmaður Ljósbrá Guðmundsdóttir, Fyrrverandi verkakona og nú eldri borgari Lukka S. Gissurardóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur Magnús Guðmundsson, stjórnarmaður hjá Vá félags um vernd fjarðar Magnús Snæþór Stefánsson, verkamaður Mariana Murcia, kennari við Lunga skólann Mark Rohtmaa-Jackson, skólastjóri Lunga skólans Martin Fabry, veitinga og ferðaþjónustueigandi Miška Weber, starfsmaður Hótel Öldunnar Monica Maria Rohtmaa-Jackson, starfsmaður vínbúðinni Monika Fryčová, myndlistarkona Paul Allen, eigandi Steinholt og co Nelson Cartas, starfsmaður hjúkrunarheimilinu Fossahlíð Nick Kaasschieter, bókunarstjóri Oddur Roth, byggingarverktaki Ólafía María Gísladóttir, lyfjatæknir og sjúkraliði Paul Vrijlandt, veitingastjóri Pétur Kristjáns fyrrum forstöðumaður tækniminjasafnsins Pétur Jónsson, húsasmiðameistari Ragnheiður Billa Árnadóttir, sjúkraliði Rakel Snorradóttir, leikskólakennari Rúnar Loftur Sveinsson, fyrrum starfsmaður síldarvinnslunnar Sandra Mjöll Jónsdóttir, listakona Sesselja Hlín Jónasardóttir, viðburðarstjóri Sigfinnur Mikaelsson fyrrum framkvæmdastjóri Sigfús Gunnarsson, fyrrum starfsmaður síldarvinnslunnar Signý Jónsdóttir, kennari við Lunga skólann og frumkvöðull Sigríður Heiðdal, starfsmaður grunnskólans á Seyðisfirði Sigríður Rún Tryggvadóttir, guðfræðingur og prestur Sigríður Viktoria Sigurðardóttir, sjúkraliði Sigríður Þórstína Sigurðardóttir, húsmóðir Sigrún Hólmgeirsdóttir, forstjóri Sigrún Ingibjörg Jóhannsdóttir, starfsmaður í aðhlynningu Sigrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og æðavarpsbóndi Sigurbergur Sigurðsson, bóndi og verktaki Sigurður Filippusson, bóndi Dvergasteini Sigurður Gunnarsson, eigandi Lónsleiru Sigurður Snæbjörn Stefánsson, fornleifafræðingur Soffía Margrét Ívarsdóttir, bóndi Dvergasteini Snorri Emilsson, bílstjóri Sóley Rún Jónsdóttir, sjúkraliði Sólrún Fiðbergs, förðunarfræðingur Sólveig Sigurðardóttir, fyrrum bókavörður Søren Bjørnshave Taul, stálsmiður Stefán Smári Magnússon, líffæraþegi Tess Rivorola, listakona Vera Kapitóla Finnbogadóttir, húsmóðir Vilborg Borgþórsdóttir, starfsmaður í grunnskóla Zuhaitz Akizu, ströndin studio Seyðisfjörður zygmunt Antczak, smiður Þorkell Helgason, smiður Þóra Guðmundsdóttir, arkitekt og eigandi Haföldunnar Þóra Ingvaldsdóttir, hjúkrunarfræðingur Þórarinn Andrésson, listamaður Þórbergur Torfason, sjómaður og eigandi Austursiglingar Þorbjörg Alma Cecilsdóttir, sjúkraliðanemi Þorgeir Sigurðsson bóndi og verktaki Þórir Dan Friðriksson, fyrrum sjómaður Þórunn Hrund Óladóttir, skólastjóri Þórir Freyr Höskuldsson, kennari við Lunga skólann Þórunn Sigurðardóttir, landbúnaðarfræðingur, dýralæknir og bóndi Dvergasteini Þrándur Roth, kennari við Lunga skólann Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á morgun göngum við til kosninga og nýtum lýðræðislegan rétt okkar til að kjósa þá flokka sem spegla hvað best gildi okkar og það samfélag sem við viljum byggja upp. Forsenda þess að lýðræði virki er að almenningur taki þátt í kosningum og velji fulltrúa sína. Þátttaka almennings í kosningum og í umræðu sem snýr að því sem stendur samfélögum næst, er forsenda fyrir trausti okkar á lýðræðið. En til þess að rödd okkar heyrist, verður einhver að hlusta. Seyðfirðingar hafa hrópað hátt í baráttu sinni gegn sjókvíaeldi í firðinum. Við fylltumst baráttuhug þegar skoðanakönnun á vegum Múlaþings, sem Seyðisfjörður heyrir nú undir, sýndi ótvíræða andstöðu meirihluta íbúa fjarðarins (75%) gegn sjókvíaeldi. En þegar hvorki meirihluti Múlaþings né þingheimur hlustar, þá grefur undan trausti okkar á lýðræðið. Vilji meirihluta heimamanna hefur verið skýr hvað varðar fyrirhugað sjókvíaeldi í firðinum. Við sögðum, segjum og munum segja, NEI TAKK! Við höfum sent inn sannreyndan undirskriftalista, við höfum gert athugasemdir við strandsvæðaskipulag og bent á ýmsa ágalla er snúa að innviðum samfélagsins og þjóðarinnar. Við höfum endurtekið ítrekað við hlutaðeigandi stofnanir ríkisins, mikilvægi þess að öryggi vegna ofanflóðahættu, siglinga og fjarskipta sé haft að leiðarljósi, -fremur en sérhagsmunir eins fyrirtækis. Það er ískalt mat okkar að það sé alvarlegt að taka þá áhættu sem fylgir umræddu sjókvíaeldi. Siglingaleið inn fjörðinn, sem í dag telst örugg, myndi verða varhugaverð, sem er raunverulegt mat reyndra sjófarenda sem hafa siglt langan og þröngan fjörðinn áratugum saman. Vistkerfið mun verða fyrir óafturkræfum áhrifum, bleikjustofninn í ám Seyðisfjarðar mun skaðast og eins og dæmin sýna, mun hætta á erfðablöndun við villta laxastofninn aukast verulega. Slíkar breytingar ógna líffræðilegum fjölbreytileika, ógn sem steðjar að allri jörðinni um þessar mundir og krefst hugrekkis að berjast gegn. Atvinnutækifæri - já takk Eins og aðrir landsmenn, vilja Seyðfirðingar aukin atvinnutækifæri til framtíðar í byggðarlagið sitt. Slík tækifæri verða að vera á forsendum náttúru og íbúa, svo þau snúist ekki upp í andhverfu sína. Það var mikið högg fyrir samfélagið þegar fiskvinnslan lokaði fyrr á árinu og rúmlega 30 störf hurfu úr bænum. Í samfélagi, þar sem hvert einasta starf skiptir máli, er mikilvægt að taka ekki afdrifaríkar ákvarðanir á röngum forsendum. Ný atvinnutækifæri þurfa að vera sjálfbær og skapandi, byggja bæði á verkviti og hugviti og vera fjölbreytt og metnaðarfull. Þau þurfa að spretta af áhuga og reynslu íbúa og vera á forsendum samfélagsins til framtíðar. Efla þarf nýsköpun og styðja við það frumkvæði sem fyrir er. Það er mikilvægt að fækka ekki opinberum störfum heldur bæta við og fjölga störfum án staðsetningar og auka hvata fyrirtækja til að flytja störf á landsbyggðina. Sérkenni Seyðisfjarðar Með siglingum Norrænu síðan 1975 er Seyðisfjörður í þeirri einstöku aðstöðu að vera næst stærsta gáttin inn í landið fyrir ferðamenn. Ferðaþjónustan reiðir sig því að miklu leyti á örugga siglingaleið inn fjörðinn. Bærinn hefur átt því láni að fagna að sjá ferðatímabilið lengjast og atvinnugreinina verða stöðugri. Verðmætasköpun ferðaþjónustuaðila og hafnarinnar hefur aukist mikið með auknum skipakomum á undanförnum árum. Í þessu liggja mikil verðmæti fyrir lítið bæjarfélag. Þó að margt hafi áunnist, leynast mikil tækifæri í að skapa enn fjölbreyttari störf og bæta upplifun ferðamanna og þar með íbúa. LungA hátíðin er sjálfsprottið og landsþekkt framtak skapandi Seyðfirðinga, sem fæddi síðar af sér LungA lýðskólann sem hefur starfað í rúman áratug og er enn í vexti. Nemendurnir glæða samfélagið lífi yfir vetrarmánuðina og ungt fólk myndar tengsl við bæinn til framtíðar. Framlag Seyðisfjarðar til menningar á Austurlandi og víðar er óumdeilt. Í bænum er ein þriggja menningarmiðstöðva fjórðungsins og að auki er í bænum öflugt safnastarf, kvikmyndahús, listahátíðir og myndlistarsýningar. Fjöbreytt menningarlíf hefur skapað sterk tengsl langt út fyrir Ísland og mun eiga stóran þátt áfram í mannlífi, hugmyndaauðgi og framtíðartækifærum staðarins. Hér drögum við línuna Aðdjúp höfn Seyðisfjarðar hefur í aldanna rás verið uppspretta uppbyggingar, tækifæra og samskipta við umheiminn. Við undirrituð, biðlum til stjórnvalda að þröngva ekki upp á okkur sjókvíaeldi, -gegn vilja meirihluta íbúa. Við óskum eftir samstarfi um mótun metnaðarfullrar atvinnustefnu fyrir samfélagið, þar sem hugsað er til framtíðar, samgöngurnar bættar og sögu okkar og vistkerfinu sýnd full virðing. Seyðfirðingar drógu línu í sjóinn 12. október 2024 og skilaboðin eru skýr: Hér er línan og yfir hana má ekki fara. (hlekkur hér: Við drögum línu í sjóinn, baráttumynd og fundur í Herðubreið Um leið og við sem búum og/eða störfum á Seyðisfirði óskum landsmönnum öllum til hamingju með kjördag á morgun, biðlum við til allra þeirra, sem hafa um málið að segja, - að hlusta. Gleðilegar kosningar! Andrés Filippusson, bóndi Anna Margrét Ólafsdóttir, myndlistarmaður Aðalheiður Borgþórsdóttir, mamma LungA og fyrrum bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar Apolline Fiara, myndlistarmaður Arnar Klemensson, starfsmaður Vegagerðarinnar Árni Geir Lárusson, tónlistarkennari Seyðisfirði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, smiður og sveitarstjórnarfulltrúi Avantí Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur Bára Mjöll Jónsdóttir og jógakennari Benedikta Guðrún Svavarsdóttir, framkvæmdastýra Haföldunnar hostels Björt Sigfinnsdóttir, verkefnisstjóri og frumkvöðull Celia Harrison, forstöðukona Skaftfells Daði Sigfússon, starfsmaður íþróttamiðstöðvar Damian Luczak. hönnuður og smiður Daníel Örn Gíslason, ljósmyndari Davíð Kristinsson, sjúkraflutningamaður og hóteleigandi Diljá Jónsdóttir, innritunarstjóri Smyrilline Dóra Sigfúsdóttir, vinnuvélakona Dusan Mercak, fjallaleiðsögumaður og ferðaþjónustuaðili Dýri Jónsson, hóteleigandi Einar Roth, byggingarverktaki Elfa Hlín Pétursdóttir, forstöðukona tækniminjasafns Austurlands Elfa Rúnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Elín Ramette, kvikmyndagerðakona Elísabet Maren Guðjónsdóttir leiðsögukona Elvar Már Kjartansson, smiður Emil Smári Guðjónsson, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Erna Helgadóttir, verslunareigandi Erna Rut Rúnarsdóttir, sjúkraliði Eva Jasmin, leikskólastarfsmaður Freyr Andrésson, verkamaður Garðar Bachman, kokkur og rekstraraðili Skaftfells bistro Glenn Jackson, kafari Guðjón Egilsson, kokkur Guðlaug Sigfúsdóttir, öryrki Guðlaugur Kristinn Óttarsson, Draugabani og Öreindafræðingur Guðmundur Gunnar Gunnarsson, smiður Guðrún Ásta Tryggvadóttir, kennari Seyðisfjarðarskóla Guðrún Katrín Árnadóttir, fyrrum kennari Guðrún Tinna Thorlacius, verslunareigandi Steinholt og co Guðrún Veturliðadóttir, tónlistarkona og deildarstjóri listadeild Hafþór Harðarson, ferðaþjónustueigandi Halla Dröfn Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur Fossahlíð Hanna Christel Sigurkarlsdóttir, myndlistarkona Harry Caunter, verslunarstjóri Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir, myndlistarmaður og verkefnastjóri Lunga skólans Hildur Þórisdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi Múlaþingi Hilmar Guðjónsson - brautarstjóri LungA skólans Hilmar Harðarson, ferðaþjónustueigandi Hörður Hilmarsson, bifvélavirki Hugrún Einarsdóttir, starfsmaður við aðhlynningu og nemi Ioana Popovici, myndlistarmaður Ingibjörg Grétarsdóttir, verkefnisstjóri Ingvi örn Þorsteinsson, grafískur hönnuður og ferðaþjónustuaðili Ísold Gná Sigríðar Ingvadóttir, móttökuritari og nemi Ívar Andrésson, sjómaður Óli Jóhannes Gunnþórsson, rafvirki Jafet Bjarkar Björnsson, forritari Jailka Milly Correia, þjónustustúlka Jessica Auer, ljósmyndari Jessica Carolina Stocks, fornleifafræðingur Jóhann Grétar Einarsson, fyrrum stöðvarstjóri Jóhann Jóhannsson, málari Jóhann Sveinbjörnsson, fyrrum bæjargjaldkeri Jón Halldór Guðmundsson, skrifstofumaður Jón Hilmar, rafvirki Jón Sigfinnsson, VFX listamaður Jóna Björg Guðmundsdóttir Juanjo Ivaldi Zaldívar, ljósmyndari Justyna Materna, veitinga og ferðaþjónustueigandi Kamilla Gylfadóttir, verkefnisstjóri hjá Skaftfelli myndlistarmiðstöð Karl Svavarsson, póstfulltrúi Katla Rut Pétursdóttir, frumkvöðull og listamaður Kevan Rudd, smiður Kolbeinn Agnarsson, eldri borgari Kristín Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur Kristinn Már jóhannesson, verkfræðingur Lasse Hogenhoff, myndlistarmaður og kennari við Lunga skólann Lilja Finnbogadóttir, sjúkraliði og sjúkraflutningakona Lilja Ívarsdóttir, skrifstofukona Linus Lohman, myndlistarmaður Ljósbrá Guðmundsdóttir, Fyrrverandi verkakona og nú eldri borgari Lukka S. Gissurardóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur Magnús Guðmundsson, stjórnarmaður hjá Vá félags um vernd fjarðar Magnús Snæþór Stefánsson, verkamaður Mariana Murcia, kennari við Lunga skólann Mark Rohtmaa-Jackson, skólastjóri Lunga skólans Martin Fabry, veitinga og ferðaþjónustueigandi Miška Weber, starfsmaður Hótel Öldunnar Monica Maria Rohtmaa-Jackson, starfsmaður vínbúðinni Monika Fryčová, myndlistarkona Paul Allen, eigandi Steinholt og co Nelson Cartas, starfsmaður hjúkrunarheimilinu Fossahlíð Nick Kaasschieter, bókunarstjóri Oddur Roth, byggingarverktaki Ólafía María Gísladóttir, lyfjatæknir og sjúkraliði Paul Vrijlandt, veitingastjóri Pétur Kristjáns fyrrum forstöðumaður tækniminjasafnsins Pétur Jónsson, húsasmiðameistari Ragnheiður Billa Árnadóttir, sjúkraliði Rakel Snorradóttir, leikskólakennari Rúnar Loftur Sveinsson, fyrrum starfsmaður síldarvinnslunnar Sandra Mjöll Jónsdóttir, listakona Sesselja Hlín Jónasardóttir, viðburðarstjóri Sigfinnur Mikaelsson fyrrum framkvæmdastjóri Sigfús Gunnarsson, fyrrum starfsmaður síldarvinnslunnar Signý Jónsdóttir, kennari við Lunga skólann og frumkvöðull Sigríður Heiðdal, starfsmaður grunnskólans á Seyðisfirði Sigríður Rún Tryggvadóttir, guðfræðingur og prestur Sigríður Viktoria Sigurðardóttir, sjúkraliði Sigríður Þórstína Sigurðardóttir, húsmóðir Sigrún Hólmgeirsdóttir, forstjóri Sigrún Ingibjörg Jóhannsdóttir, starfsmaður í aðhlynningu Sigrún Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og æðavarpsbóndi Sigurbergur Sigurðsson, bóndi og verktaki Sigurður Filippusson, bóndi Dvergasteini Sigurður Gunnarsson, eigandi Lónsleiru Sigurður Snæbjörn Stefánsson, fornleifafræðingur Soffía Margrét Ívarsdóttir, bóndi Dvergasteini Snorri Emilsson, bílstjóri Sóley Rún Jónsdóttir, sjúkraliði Sólrún Fiðbergs, förðunarfræðingur Sólveig Sigurðardóttir, fyrrum bókavörður Søren Bjørnshave Taul, stálsmiður Stefán Smári Magnússon, líffæraþegi Tess Rivorola, listakona Vera Kapitóla Finnbogadóttir, húsmóðir Vilborg Borgþórsdóttir, starfsmaður í grunnskóla Zuhaitz Akizu, ströndin studio Seyðisfjörður zygmunt Antczak, smiður Þorkell Helgason, smiður Þóra Guðmundsdóttir, arkitekt og eigandi Haföldunnar Þóra Ingvaldsdóttir, hjúkrunarfræðingur Þórarinn Andrésson, listamaður Þórbergur Torfason, sjómaður og eigandi Austursiglingar Þorbjörg Alma Cecilsdóttir, sjúkraliðanemi Þorgeir Sigurðsson bóndi og verktaki Þórir Dan Friðriksson, fyrrum sjómaður Þórunn Hrund Óladóttir, skólastjóri Þórir Freyr Höskuldsson, kennari við Lunga skólann Þórunn Sigurðardóttir, landbúnaðarfræðingur, dýralæknir og bóndi Dvergasteini Þrándur Roth, kennari við Lunga skólann
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun