Skoðun

One way Ticket á Litla-Hraun í fram­tíðinni!

Davíð Bergmann skrifar

Kannski orðið tímabært að koma með nýja nálgun. Dettur í hug prógramm eins og YOT „youth offending team“, learning by doing. Annars erum við að búa til uppskrift að því sem Svíarnir eru að díla við í dag eftir nokkur ár. Eins ætla ég að koma með hugmynd sem er ekki mín uppfinning heldur sá ég hana í Danmörku 1995 þegar lögreglumenn voru með svona gaura í tilsjón. PUK (politest ungdomsklub)

Skoðun

Ekkert um okkur án okkar

Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Fyrirheit nýrrar ríkisstjórnar um umbætur í málefnum fatlaðs fólks eru fagnaðarefni. Nú er þingið komið af stað, þingmálaskrá hefur verið opinberuð og allt að komast á skrið hjá stjórnvöldum og erum við hjá ÖBÍ réttindasamtökum tilbúin til samráðs og samstarfs til þess að koma á nauðsynlegum umbótum.

Skoðun

Rauð­sokkur í Efra-Breiðholti

Edith Oddsteinsdóttir skrifar

Það geisar alls kyns stríð í Efra-Breiðholti. Hefur alltaf gert og mun sjálfsagt alltaf gera. Oftast milli Efra- og Neðra-, milli ólíkra menningarheima eða skólanna tveggja sitthvoru megin við Austurberg. Að þessu sinni geisar þó annað stríð, sem er ólíkt því sem áður hefur þekkst. Bitbeinið: þjálfunaraðferðir körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls í í félaginu Aþenu í Austurbergi.

Skoðun

Jafningja­fræðsla um staf­rænt of­beldi

Hjalti Ómar Ágústsson skrifar

„Sexan“ er stuttmyndasamkeppni fyrir nemendur í 7. bekk sem ætlað er að skapa umræður og fræða ungt fólk um mörk og samþykki með áherslu á tilurð, birtingarmyndir og afleiðingar stafræns ofbeldis.

Skoðun

Hug­takinu al­manna­heill snúið á haus

Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson og Sigþrúður Jónsdóttir skrifa

Íslensk náttúruverndarsamtök vara við lagasetningu sem ætlað er að hleypa áformum um Hvammsvirkjun í gegn. Nýtt frumvarp umhverfisráðherra setur varhugavert fordæmi fyrir ágangi gagnvart vatnsauðlindum Íslendinga og vegur að rétti almennings til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um stórframkvæmdir og nýtingu vatns.

Skoðun

Fag­legt val í stjórnir ríkis­fyrir­tækja

Daði Már Kristófersson skrifar

Stjórnir fyrirtækja gegna lykilhlutverki í því að tryggja góðan rekstur og framsýna stjórnun. Það er því afar mikilvægt að hæfir einstaklingar, með rétta þekkingu, reynslu og menntun, skipi stjórnir fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu ríkis.

Skoðun

Ég stend með kennurum

Ögmundur Jónasson skrifar

Menntamálaráðherra var sagður hafa látið þau orð falla að launagreiðendum bæri að koma betur til móts við kennara. Á Alþingi varð við þessar fréttir mikið írafár og spurði stjórnarandstaðan sameinuð hverju sú ósvífni sætti að ráðherra blandaði sér í kjaradeiluna.

Skoðun

Að lesa Biblíuna eins og Njálu

Örn Bárður Jónsson skrifar

Það henti þau Frosta og Finnlaugu,að fundu á Netinu dómsaugu,og helling þau lásuheila Biblíu’ án pásu,en hefðu þurft Jesú-glögg gleraugu.

Skoðun

Þora ekki í skólann

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Nýlega lýsti faðir stúlku hvernig dóttir hans hafi ítrekað orðið fyrir ofbeldi í einum af grunnskólum borgarinnar. Fleiri hafa stigið fram og talað um að börn þeirra hafi orðið fyrir andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á göngum skóla sinna og á salernum. Dæmi eru um að börn þori ekki í skólann. Foreldrar og börn hafa látið vita af ofbeldinu en ekki hefur tekist að stöðva það. Tilvik eru um að börn séu hætt að mæta í skólann.

Skoðun

Græn borg

Auður Elva Kjartansdóttir skrifar

Þrjú stór tré við heimilið eða dvalarstað, þrjátíu prósent laufþekja í hverju hverfi og aldrei meira en þrjú hundruð metrar í næsta græna svæði. 3-30-300 þumalputtareglan gæti verið uppskrift að betra borgarumhverfi.

Skoðun

Lykillinn að nýrri öld mann­legrar snilli­gáfu

Einar Mikael Sverrisson skrifar

Við lifum á tímum ótrúlegra tækniframfara, þar sem möguleikarnir til sköpunar og nýsköpunar eru óendanlegir. Einn af þessum byltingarkenndu tækifærum er þrívíddarprentun – tækni sem hefur kraftinn til að umbreyta samfélaginu á áður óþekktan hátt. En því miður hafa margir ekki enn áttað sig á því hversu öflug þessi tækni er. Ef við nýtum hana rétt, gætum við tekið risaskref fram á við sem mannkyn. Við gætum orðið leiðandi í mannlegri snilld.

Skoðun

Staða hjúkrunar

Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen skrifar

Staða hjúkr­un­ar­fræðinga á Íslandi er góð, hjúkr­un­ar­fræðing­ar eru vel menntaðir og hæf­ir, geta valið úr störf­um og fá auðveld­lega störf hvar sem er í heim­in­um. Það sama á ekki við um heil­brigðis­kerfið sem vant­ar sár­lega hjúkr­un­ar­fræðinga.

Skoðun

Fjar­skipti eru mikil­vægir inn­viðir til fram­tíðar

Erik Figueras Torras skrifar

Ástæða er að vekja athygli á ágætri skýrslu um ástand og framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi sem Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynntu í dag. Niðurstöður skýrslunnar er há innviðaskuld sem safnast hefur upp á síðustu árum.

Skoðun

Ás­laug Arna – pólitísk sýn og kjarkur til breytinga

Einar Hannesson skrifar

Ég hef rekið fjölskyldufyrirtæki á Norðurlandi um nokkurt skeið og unnið fjölbreytt störf og þekki því vel þarfir og áskoranir smærri atvinnurekenda og fyrirtækja. Í mínu störfum hef ég oft fengið að kynnast hvernig opinberar ákvarðanir og eftirlitsstofnanir hafa bein áhrif á rekstur fyrirtækja og hve mikilvægt það er að stjórnmálamenn skilji þær áskoranir sem við sem stundum atvinnurekstur og verðmætasköpun, stöndum frammi fyrir á degi hverjum.

Skoðun

Að­gengi og jafn­rétti eru ekki sér­réttindi heldur mann­réttindi

Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar

Réttindi fatlaðs fólks hafa í gegnum tíðina verið baráttumál en á síðustu áratugum hefur margt áunnist í átt að auknu jafnrétti og þátttöku í samfélaginu. Samt sem áður stendur enn ýmislegt út af borðinu þegar kemur að aðgengi, menntun, atvinnu og félagslegri þátttöku.

Skoðun

Öryggi, jafn­rétti og fram­farir á vor­þingi

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Því fylgir ábyrgð að vera dómsmálaráðherra og verkefnin eru oft krefjandi. Það er góð tilfinning að geta sett mikilvæg mál í forgang og um leið mælt fyrir breytingum sem eru Íslandi til góða. Ég mæli fyrir sex frumvörpum og einni þingsályktunartillögu á vorþinginu.

Skoðun

VR og ungt fólk

Halla Gunnarsdóttir skrifar

Snemma á þessari öld stundaði ég nám við Kennaraháskóla Íslands. Ekki löngu áður en ég lauk námi voru undirritaðir nýir kjarasamningar þar sem gerðar voru breytingar á launatöflum í þá veru að laun færu hækkandi með lífaldri.

Skoðun

Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að sam­keppnis­lögum?

Ólafur Stephensen skrifar

Átta manns sækjast nú eftir embætti rektors Háskóla Íslands og skrifa sumir hverjir greinar hér á Vísi um áherzlur sínar og stefnumál. Hér er tillaga að nýju stefnumáli fyrir rektorsframbjóðendurna, sem hefur enn ekki verið nefnt; að Háskólinn taki upp sanngjarna samkeppnishætti við rekstur Endurmenntunar HÍ og fari að skilyrðum samkeppnislaga.

Skoðun

Inn­viða­skuld. Tifandi tíma­sprengja?

Eiður Ragnarsson skrifar

Samgöngumál eru mörgum okkar hugleikin. Mest ber á því í daglegri umræðu hvaða vegspotta á að laga fyrst, hvaða fjall á að grafa undir næst og hvar séu tækifæri til nýframkvæmda ýmiskonar.

Skoðun

Gervi­greind: Hraðall þekkingar – en ekki galla­laus

Sigvaldi Einarsson skrifar

Aðgengi að þekkingu hefur aldrei verið jafn mikið og í dag. Með gervigreind getum við aflað upplýsinga, dýpkað sérfræðiþekkingu og tekið upplýstar ákvarðanir á áður óþekktum hraða. En þrátt fyrir möguleikana sem tæknin býður upp á, er mikilvægt að nota hana á ábyrgan hátt og með gagnrýnu hugarfari.

Skoðun

Skaut kennara­for­ystan sig í fótinn

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar

Félagsdómur dæmi. Kennarar töpuðu um skæruverkföllin. Fúlt, já það má segja það. En það þýðir ekki að kennarar eigi að beina spjótum sínum að foreldrum barna eða annarra sem studdu þá ekki í þessum verkfallsaðgerðunum sem dæmdar voru ólöglegar. Sömu kennarar hefðu glaðst við sigur.

Skoðun

Það gerðist aftur - Alþingis­kosningar 2024

Helga Vala Helgadóttir skrifar

Alþingiskosningar fóru fram 30. nóvember sl., nokkru áður en kjörtímabili lauk. Það kjörtímabil hófst með brambolti vegna framkvæmdar kosninga, aðallega í Norðvestur kjördæmi.

Skoðun

Ég er karl með vesen

Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

„Konurnar verða að koma og taka til þegar karlarnir eru með vesen og skella öllu í uppnám” - Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata um meirihlutaslitin og nýjar viðræður.

Skoðun

Ás­laug Arna: Ham­hleypa til verka

Þórður Gunnarsson skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn stendur á nú tímamótum. Að nýloknum kosningum þar sem fylgi flokksins galt fyrir ríkisstjórnarsamstarf síðustu sjö ára (sem oft á tíðum kallaði á erfiðar málamiðlanir), kjósa Sjálfstæðismenn sér nú nýjan formann.

Skoðun