Menning

Lygi Yrsu glæpasaga ársins í Bretlandi

Bókmenntagagnrýnendur blaðsins völdu um helgina bækur ársins í fjórum flokkum: trylli, glæpasögu, sögulega skáldsögu og smásögu og var bók Yrsu valin í flokki glæpasagna.

Menning

Bölvun grænu dísarinnar

Absint er rammsterk áfengistegund, með vínandainnihald á bilinu 55-70%. Það er þó yfirleitt þynnt nokkuð út fyrir neyslu, en absint þykir prýðilegur lyst­auki á undan mat.

Menning

Rembingur og spennusaga um tilfinningar

Sölvi Björn Sigurðsson er tilnefndur til Íslensku þýðingarverðlaunanna með Sigurði Pálssyni fyrir þýðingar á ljóðum Arthurs Rimbaud. En Sölvi Björn er einnig með nýja skáldsögu í jólabókaflóðinu.

Menning

Nautn – Erótík og tengsl við munúð efnisins

Sýningin Nautn verður opnuð á morgun í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Inga Jónsdóttir listasafnstjóri segir hana með tilvísanir í erótík en ekki síður aðrar hvatir svo sem sköpun, neyslu og átökin við efnið.

Menning

Aðalsmaðurinn og sprengistjarnan

Eflaust hefðu sumir höfundar í pistli um Tycho Brahe freistast til að skrifa um sérkennileg smáatriði í lífi hans, svo sem gullnefið, dverginn sem hann átti og elginn hans sem datt ölvaður niður stiga og drapst. En það bíður betri tíma.

Menning

Aldrei fleiri íslensk skáldverk

Bókamessan í Bókmenntaborg fer fram í Hörpu um helgina og þar verður af mörgu að taka í blómlegri útgáfustarfsemi á Íslandi eins og Bryndís Loftsdóttir þekkir mörgum betur.

Menning

Teikningar, skissur og skreytingar

Sýningin Á pappír verður opnuð í dag í Hönnunarsafni Íslands. Hún gefur áhugaverða mynd af vinnubrögðum sex hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókarkápa, húsgagna og skreytinga.

Menning

Hvort tveggja í senn, kór og karlaklúbbur

Karlakórinn Fóstbræður hefur glatt fólk með söng sínum í hundrað ár. Hann heldur upp á það með stórtónleikum í Eldborg í kvöld og ókeypis aukalögum í Hörpuhorni á morgun. Arinbjörn Vilhjálmsson veit allt um kórinn.

Menning

Andstæður og brot í Salnum

Tónleikaröðin Tíbrá í Salnum í Kópavogi hefur farið sérstaklega vel af stað á þessu hausti. Næstu tónleikar eru á sunnudagskvöldið undir yfirskriftinni Contrast – Fragments, eða andstæður – brot.

Menning

Sönn skemmtitónlist en erfið fyrir sveitina

Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld mun píanistinn knái Víkingur Heiðar Ólafsson leika einleik í tveimur sjaldheyrðum verkum, Burleske eftir Richard Strauss og Capriccio eftir Ígor Stravinskíj.

Menning

And­legt nudd í Landa­kots­kirkju

Hin nýskipaða söngsveit Ægisif heldur sína fyrstu tónleika í Landakotskirkju í kvöld en þar verða flutt rússnesk kórverk frá tuttugustu öld. Sveitin er að mestu skipuð reyndu kórfólki úr ýmsum áttum og var stofnuð sérstaklega til að kynna kórverk frá Austur-Evrópu. Stjórnandinn Hreiðar Ingi segir áheyrendur eiga von á andlegu nuddi.

Menning

Gísli B. með sýningu í Smiðjunni

Margt var um manninn þegar Gísli B. Björnsson, myndlistarmaður og teiknari, opnaði sýningu á verkum sínum í Smiðjunni Listhúsi að Ármúla 36 í síðustu viku.

Menning

Landnemarnir sigla áfram til Grænlands og Vínlands

Landnám Íslendinga á Grænlandi með siglingu Eiríks rauða árið 985 og dularfullt hvarf norrænu þjóðarinnar um 500 árum síðar er meðal þess fjallað verður um í þáttaröðinni "Landnemarnir“ sem heldur áfram á Stöð 2 í vetur.

Menning