Allir í leit að sannleikanum Magnús Guðmundsson skrifar 7. desember 2016 10:00 Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar að Skriðuklaustri. Visir/GVA „Gunnar hitti einhvern veginn á réttan tón í þessari bók sem er eiginlega það eina sem skýrir vinsældir hennar í allan þennan tíma,“ segir Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar að Skriðuklaustri, aðspurður um vinsældir Aðventu Gunnars Gunnarssonar en í ár eru 80 ár frá því bókin kom út hjá Reclam-forlaginu í Þýskalandi og Gyldendal í Danmörku. Aðventa er því löngu orðin sígild saga og á sinn fasta sess í aðventunni, bæði hér heima og víða erlendis, en í tilefni af útgáfuafmælinu verður í kvöld kl. 20 efnt til málstofu um verkið í Gunnarshúsi að Dyngjuvegi 8 en þar hefur Rithöfundasamband Íslands aðsetur. Aðventa er byggð á raunverulegum hrakningum vinnumannsins Fjalla-Bensa á Mývatnsöræfum en Skúli Björn segir að margir telji að þetta hafi í raun verið toppurinn á höfundarferli Gunnars. „Í þessari stuttu nóvellu náði hann að skrifa klassíker sem gengur alveg jafn vel í lesendur í dag og hún gerði fyrir tuttugu árum og það er afrek í sjálfu sér. Við ætlum því að vera með þetta málþing í kvöld og tefla þar saman skemmtilega ólíkum erindum. Það verða þarna veðurfræðingur, guðfræðingur og bókmenntafræðingar til þess að rýna í bókina og spjalla um hana frá ólíkum sjónarmiðum með ólíkum hætti.“ Sagan af Fjalla-Bensa er rammíslensk en engu að síður virðist hún ná til fólks í ólíkum samfélögum og fara þvert á öll landamæri. „Já, það er merkilegt með bók sem er jafn rammíslensk og hægt er að hugsa sér með smala í blindbyl uppi á íslenskum fjöllum. En hann er á eintali við sjálfan sig og að fást við sömu spurningar og fólk gerir og hefur gert um víða veröld alla tíð. Hann er í leit að sannleikanum og það geta allir tengt við þá leit. Það er þessi barátta sem heillar fólk. En svo eru líka stílbrögð í bókinni eins og þegar höfundurinn stígur inn í frásögnina sem var tiltölulega nýtt á sínum tíma. En það er einhvern veginn bara allt sem heillar og það er alveg sama hversu oft maður les þessa sögu eða hlustar á hana þá er alltaf eitthvað nýtt sem maður heggur eftir.“ Skúli Björn hefur aðsetur að Skriðuklaustri, þar sem Gunnarsstofnun rekur menningar- og fræðslusetur, og hann segir að á hverju ári komi alltaf einhverjir í pílagrímsför austur. „Já, það kemur hingað fólk, einkum frá Þýskalandi þar sem er víða siður að lesa þessa bók á aðventunni, og vill vita meira um höfundinn og söguna sjálfa. Oft er þetta fólk sem er alið upp við þennan lestur og hefur kosið að halda þeim sið þannig að það virðist vera algengt þar um slóðir. Þess vegna fannst mér ánægjulegt þegar Ríkisútvarpið tók upp þann sið að hafa söguna sem útvarpssögu fyrir jólin og fá nýjan lesara á hverju ári. Í hvert sinn sem maður hlustar á söguna heyrir maður nefnilega eitthvað nýtt. Þess vegna hefur Gunnarsstofnun um árabil reynt að stuðla að því í góðu samstarfi við aðra að fólki gefist kostur á að eiga kyrrðarstund og hlýða á söguna þriðja sunnudag í aðventu,“ segir Skúli Björn.“ Sagan verður að þessu sinni lesin á þremur stöðum sunnudaginn 11. des. Í Reykjavík les Gunnar Helgason rithöfundar söguna á Dyngjuvegi 8 hjá Rithöfundasambandinu. Á Akureyri les Pétur Halldórsson, fyrrum útvarpsmaður, í setustofu Icelandair hótels á Akureyri og á Skriðuklaustri hljómar önnur góðkunn útvarpsrödd en þar les Gunnar Stefánsson söguna. Lesturinn hefst kl. 14 á öllum stöðunum. „En svo er líka gaman að segja frá því að við hjá Gunnarsstofnun höfum verið að vinna með höfundarréttinn og höfum verið að gera það síðustu árin frá því að fjölskyldan setti hann í hendurnar á okkur. Við höfum verið að nota Aðventu sem flaggskip höfundarverks Gunnars til þess að koma verkum hans á framfæri og síðustu árin hafa verið að bætast við stór málsvæði. Þar má nefna rússnesku, spænsku, arabísku, ítölsku, hollensku og norsku þannig að Aðventa á enn þá greiða leið til lesenda víða um heim. Að auki er Kvikmyndafélag Íslands með kvikmynd í undirbúningi en það tekur auðvitað nokkur ár eins og annað í þeim bransa. En maður bíður spenntur, reyndar vildi Disney á sínum tíma gera teiknimynd eftir þessu en það varð aldrei af því, og við fáum svo bara stóra alþjóðlega mynd núna.“ Fréttir af flugi Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
„Gunnar hitti einhvern veginn á réttan tón í þessari bók sem er eiginlega það eina sem skýrir vinsældir hennar í allan þennan tíma,“ segir Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofnunar að Skriðuklaustri, aðspurður um vinsældir Aðventu Gunnars Gunnarssonar en í ár eru 80 ár frá því bókin kom út hjá Reclam-forlaginu í Þýskalandi og Gyldendal í Danmörku. Aðventa er því löngu orðin sígild saga og á sinn fasta sess í aðventunni, bæði hér heima og víða erlendis, en í tilefni af útgáfuafmælinu verður í kvöld kl. 20 efnt til málstofu um verkið í Gunnarshúsi að Dyngjuvegi 8 en þar hefur Rithöfundasamband Íslands aðsetur. Aðventa er byggð á raunverulegum hrakningum vinnumannsins Fjalla-Bensa á Mývatnsöræfum en Skúli Björn segir að margir telji að þetta hafi í raun verið toppurinn á höfundarferli Gunnars. „Í þessari stuttu nóvellu náði hann að skrifa klassíker sem gengur alveg jafn vel í lesendur í dag og hún gerði fyrir tuttugu árum og það er afrek í sjálfu sér. Við ætlum því að vera með þetta málþing í kvöld og tefla þar saman skemmtilega ólíkum erindum. Það verða þarna veðurfræðingur, guðfræðingur og bókmenntafræðingar til þess að rýna í bókina og spjalla um hana frá ólíkum sjónarmiðum með ólíkum hætti.“ Sagan af Fjalla-Bensa er rammíslensk en engu að síður virðist hún ná til fólks í ólíkum samfélögum og fara þvert á öll landamæri. „Já, það er merkilegt með bók sem er jafn rammíslensk og hægt er að hugsa sér með smala í blindbyl uppi á íslenskum fjöllum. En hann er á eintali við sjálfan sig og að fást við sömu spurningar og fólk gerir og hefur gert um víða veröld alla tíð. Hann er í leit að sannleikanum og það geta allir tengt við þá leit. Það er þessi barátta sem heillar fólk. En svo eru líka stílbrögð í bókinni eins og þegar höfundurinn stígur inn í frásögnina sem var tiltölulega nýtt á sínum tíma. En það er einhvern veginn bara allt sem heillar og það er alveg sama hversu oft maður les þessa sögu eða hlustar á hana þá er alltaf eitthvað nýtt sem maður heggur eftir.“ Skúli Björn hefur aðsetur að Skriðuklaustri, þar sem Gunnarsstofnun rekur menningar- og fræðslusetur, og hann segir að á hverju ári komi alltaf einhverjir í pílagrímsför austur. „Já, það kemur hingað fólk, einkum frá Þýskalandi þar sem er víða siður að lesa þessa bók á aðventunni, og vill vita meira um höfundinn og söguna sjálfa. Oft er þetta fólk sem er alið upp við þennan lestur og hefur kosið að halda þeim sið þannig að það virðist vera algengt þar um slóðir. Þess vegna fannst mér ánægjulegt þegar Ríkisútvarpið tók upp þann sið að hafa söguna sem útvarpssögu fyrir jólin og fá nýjan lesara á hverju ári. Í hvert sinn sem maður hlustar á söguna heyrir maður nefnilega eitthvað nýtt. Þess vegna hefur Gunnarsstofnun um árabil reynt að stuðla að því í góðu samstarfi við aðra að fólki gefist kostur á að eiga kyrrðarstund og hlýða á söguna þriðja sunnudag í aðventu,“ segir Skúli Björn.“ Sagan verður að þessu sinni lesin á þremur stöðum sunnudaginn 11. des. Í Reykjavík les Gunnar Helgason rithöfundar söguna á Dyngjuvegi 8 hjá Rithöfundasambandinu. Á Akureyri les Pétur Halldórsson, fyrrum útvarpsmaður, í setustofu Icelandair hótels á Akureyri og á Skriðuklaustri hljómar önnur góðkunn útvarpsrödd en þar les Gunnar Stefánsson söguna. Lesturinn hefst kl. 14 á öllum stöðunum. „En svo er líka gaman að segja frá því að við hjá Gunnarsstofnun höfum verið að vinna með höfundarréttinn og höfum verið að gera það síðustu árin frá því að fjölskyldan setti hann í hendurnar á okkur. Við höfum verið að nota Aðventu sem flaggskip höfundarverks Gunnars til þess að koma verkum hans á framfæri og síðustu árin hafa verið að bætast við stór málsvæði. Þar má nefna rússnesku, spænsku, arabísku, ítölsku, hollensku og norsku þannig að Aðventa á enn þá greiða leið til lesenda víða um heim. Að auki er Kvikmyndafélag Íslands með kvikmynd í undirbúningi en það tekur auðvitað nokkur ár eins og annað í þeim bransa. En maður bíður spenntur, reyndar vildi Disney á sínum tíma gera teiknimynd eftir þessu en það varð aldrei af því, og við fáum svo bara stóra alþjóðlega mynd núna.“
Fréttir af flugi Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira