Lokka fólk með ljúfum serenöðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2016 11:30 Kvöldlokkur á jólaföstu er árviss viðburður og Einar Jóhannesson er meðal þeirra sem spilar á þeim tónleikum í kvöld í 36. sinn. Visir/GVA „Við spilum ljúfar blásaraserenöður eftir Mozart, Beethoven og Krommer sem hæfa vel á aðventunni,“ segir Einar Jóhannesson klarinettuleikari um efnisskrá tónleikanna Kvöldlokkur á jólaföstu sem verða í Fríkirkjunni í kvöld. Það er í 36. sinn sem Blásarakvintett Reykjavíkur, ásamt félögum, efnir til slíkra tónleika. „Þetta er sem sé okkar aðventuhefð og hluti af jólaklassíkinni fyrir hátíðirnar,“ segir Einar og tekur fram að þótt alltaf sé bryddað upp á einhverjum nýjungum sé farið svolítið í hringi, sérstaklega með bestu verkin sem eru eftir Mozart. „Þau eru svo mikil snilldarverk að okkur ber skylda til að flytja þau alltaf reglulega. Svo breytum við til. Núna spilum við serenöðu eftir Krommer sem telst meðal nýjunga í okkar prógrammi. Einar segir þrjá félaga af upphaflega kvintettinum spila núna, hann, Daði Kolbeinsson og Josef Ognibene. „Það er svolítið breytilegt hverjir spila, þó er það mikið til sama fólkið ár eftir ár. Það fer bara eftir verkum. Yfirleitt eru þau fyrir tvö óbó, tvö klarinett, tvö fagott og tvö horn.“ Titill tónleikanna vekur alltaf smá furðu. „Kvöldlokkur þýðir í raun að tæla fólk. Upphaflega hét það serenade og var notað um nætursöngva sem menn notuðu til að lokka konur til sín út með söng,“ útskýrir Einar. „En það var Guðmundur Finnbogason sem bjó til þetta nafn kvöldlokkur.“ Einar er líka að gefa út nýjan geisladisk, EXULTAVIT. Þar leika þeir Douglas Brotchie á klarinett og orgel. Verkin spanna allt frá eldgömlum barokkverkum eftir Tartini og Bach auk Mozarts, til okkar tíma. Þar eru til dæmis tvö frumsamin verk eftir þá John Speight og Jónas Tómasson og síðasta lagið er þakkargjörð í ljúfum dægurlagastíl eftir Áskel Másson. „Á diskinum er blanda af andlegum, trúarlegum og veraldlegum verkum,“ lýsir Einar. „En þráðurinn er fögnuður sem er viðeigandi á aðventunni svo og íhugun, sem er líka nauðsynleg.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. desember. Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Við spilum ljúfar blásaraserenöður eftir Mozart, Beethoven og Krommer sem hæfa vel á aðventunni,“ segir Einar Jóhannesson klarinettuleikari um efnisskrá tónleikanna Kvöldlokkur á jólaföstu sem verða í Fríkirkjunni í kvöld. Það er í 36. sinn sem Blásarakvintett Reykjavíkur, ásamt félögum, efnir til slíkra tónleika. „Þetta er sem sé okkar aðventuhefð og hluti af jólaklassíkinni fyrir hátíðirnar,“ segir Einar og tekur fram að þótt alltaf sé bryddað upp á einhverjum nýjungum sé farið svolítið í hringi, sérstaklega með bestu verkin sem eru eftir Mozart. „Þau eru svo mikil snilldarverk að okkur ber skylda til að flytja þau alltaf reglulega. Svo breytum við til. Núna spilum við serenöðu eftir Krommer sem telst meðal nýjunga í okkar prógrammi. Einar segir þrjá félaga af upphaflega kvintettinum spila núna, hann, Daði Kolbeinsson og Josef Ognibene. „Það er svolítið breytilegt hverjir spila, þó er það mikið til sama fólkið ár eftir ár. Það fer bara eftir verkum. Yfirleitt eru þau fyrir tvö óbó, tvö klarinett, tvö fagott og tvö horn.“ Titill tónleikanna vekur alltaf smá furðu. „Kvöldlokkur þýðir í raun að tæla fólk. Upphaflega hét það serenade og var notað um nætursöngva sem menn notuðu til að lokka konur til sín út með söng,“ útskýrir Einar. „En það var Guðmundur Finnbogason sem bjó til þetta nafn kvöldlokkur.“ Einar er líka að gefa út nýjan geisladisk, EXULTAVIT. Þar leika þeir Douglas Brotchie á klarinett og orgel. Verkin spanna allt frá eldgömlum barokkverkum eftir Tartini og Bach auk Mozarts, til okkar tíma. Þar eru til dæmis tvö frumsamin verk eftir þá John Speight og Jónas Tómasson og síðasta lagið er þakkargjörð í ljúfum dægurlagastíl eftir Áskel Másson. „Á diskinum er blanda af andlegum, trúarlegum og veraldlegum verkum,“ lýsir Einar. „En þráðurinn er fögnuður sem er viðeigandi á aðventunni svo og íhugun, sem er líka nauðsynleg.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. desember.
Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira