Menning

Herferð gegn reykingum

Evrópusambandið hefur hrundið af stað herferð gegn reykingum með birtingu hryllingsmynda af rotnandi lungum, æxlum í hálsi og hálfónýtum tönnum.

Menning

Stálstýrið 2004

Volvo S40 hlaut Stálstýrið 2004 sem nýstofnað Bandalag íslenskra bílablaðamanna veitti í síðustu viku. Tilnefndir voru bílar í fjórum flokkum og stóð valið um bíl ársins milli þeirra bíla sem valdir voru í hverjum þessara fjögurra flokka.

Menning

Keppendur í Galaxy Fitness

Nú styttist óðum í Galaxy Fitness vaxtaræktarmótið í Laugardalshöll en það fer fram 7. til 13. nóvember næstkomandi. Fréttablaðið heldur áfram að fylgjast með tveim keppendum fyrir mótið og kíkir á hvað er að gerast í þessari viku.

Menning

Samspil minninga og ljósmynda

Samspil minninga og ljósmynda er umfjöllunarefni sýningar sem hófst nú um helgina í Þjóðminjasafninu. Hún sýnir að í gegnum áratugina hefur ljósmyndin ein og sér ekki dugað fólki til að minnast ástvina sinna.

Menning

Að vera bara einnar þjóðar

Að vera bara einnar þjóðar er úrelt fyrirbrigði að mati Ólafs Elíassonar listamanns en fyrsta yfirlitssýning hans í fæðingarlandinu, Danmörku, var opnuð í Aros, nýju samtímalistasafni í Árósum þann áttunda október.

Menning

Airwaves meiriháttar viðburður

Airwaves tónlistarhátíðin hefur fest sig í sessi sem meiriháttar tónlistarviðburður á alþjóðlegan mælikvarða. Það er sérstök ánægja með hátíðina í ár þar sem mun fleiri erlendir gestir hafa sótt hana. Þetta er í fyrsta sinn sem uppselt er á hátíðina.

Menning

Gefur lítið fyrir skrif Hannesar

Landaljómi er persóna í bókinni <em>Atómstöðin </em>eftir Halldór Kiljan Laxness en Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor sagði í fréttum í gær að sú persóna væri að líkindum byggð á Thor Vilhjálmssyni rithöfundi. Thor gefur lítið fyrir skrif Hannesar.

Menning

Tékknesk fyrirmynd að Atómstöðinni

Halldór Kiljan Laxness notaði bók eftir tékkneskan skoðanabróður sinn, kommúnistann Ivan Olbricht, sem fyrirmynd þegar hann skrifaði <em>Atómstöðina</em>. Þetta er meðal þess sem fram kemur í öðru bindi ævisögu Halldórs eftir Hannes Hólmstein Gissurarson.

Menning

Vetur á framandi slóðum

Hún Brynja Dögg Friðriksdóttir mannfræðingur er lögð af stað í heimsreisu og ætlar að leyfa okkur að fylgjast með á síðum blaðsins.

Menning

Súpusumarið mikla í Hlaðvarpanum

Haustið er tími heitrar og matarmikillar súpu, gjarnan súpu sem hefur fengið að sjóða lengi þannig að bragðið er orðið kynngimagnað. Þegar minnst er á ljúffengar súpur verða sumir, eða kannski frekar sumar konur, dreymnar í augum og minnast mikils súpusumars í Hlaðvarpanum fyrir liðlega tíu árum.

Menning

Ein efnilegasta poppsveit Breta

Ein efnilegasta poppsveit Breta í dag, Keane, mun spila í Hafnarhúsinu næstkomandi laugardagskvöld á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni.

Menning

Rokk fyrir alla

"Rokkskólinn er fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á tónlist og þar er boðið upp á skemmtileg 4-6 vikna námskeið," segir Eva Ásrún Albertsdóttir söngkona, sem er í forsvari fyrir skólann.

Menning

Kennslustefna Hrafnagilsskóla

"Að allir hafi það góða í sér og geti orðið betri manneskjur er inntakið í kennslustefnu okkar," segir Karl Frímannsson, skólastjóri Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit, en kennslustefna skólans er unnin er út frá hugmyndinni um skapgerðarmenntun, þar sem leitast er við að þroska persónuleika nemenda, samkennd, siðferði og ábyrgð.

Menning

Íslendingar í Evrópukeppni

Tveir Íslendingar tóku þátt í keppni Evrópusamtaka hótel-og ferðamálaskóla um síðustu helgi í Bled í Slóveníu og frammistaða þeirra var glæsileg.

Menning

Námskeið í hársnyrtingu

Íslenskt og bandarískt fagfólk í hárgreiðslu hafði vinnubúðir á Grand hóteli um síðustu helgi fyrir norska kollega sína sem flykktust hingað tugum saman á haustnámskeið í greininni.

Menning

Sköpun og samkynhneigð

Hvað segir Gamla testamentið um sköpunina? er heiti námskeiðs Leikmannaskóla Þjóðkirkjunnar sem hefst á þriðjudaginn í næstu viku.

Menning

Bowen-tækni

"Bowen-tækni er tæplega 50 ára gömul aðferð sem er beitt við allskyns kvillum," segir Margeir Sigurðsson, Bowen-tæknir hjá Hómópötum og heilsulausnum í Ármúla 17.

Menning

Íslandsmeistarmótið í vaxtarrækt

Líkamsrækt er Íslendingum mjög hugleikin og allir vilja koma sér í gott form. Dagana 7. til 13. nóvember fer fram Íslandsmeistaramót Galaxy Fitness í Laugardalshöll. Enn er hægt að skrá sig í keppnina en skráningarfrestur rennur út 1. nóvember.

Menning

Með blómabúð í rekstri

Ragnhildur Fjeldsted er hamingjusöm í sínu starfi en hún rekur fyrirtækið Blómahönnun í Listhúsinu í Laugardal ásamt Maríu Másdóttur. "Þetta er skemmtilegt og krefjandi starf," segir hún og getur þess að hún sé í góðu sambandi við viðskiptavini sína, hvort tveggja á þeirra gleðistundum og við erfiðari aðstæður.

Menning

Bíll í takti við tímann

Nú styttist í að ný lög um olíugjald og kílómetragjald o.fl. taki gildi, eða 1. júlí á næsta ári. Við gildistöku laganna lækkar þungaskattur sem eigendur dísilbíla hafa greitt og með því getum við Íslendingar tekið af fullum þunga þátt í þeirri dísilbílabylgju sem gengur yfir heiminn.

Menning

Dansflokkurinn setur upp skjöld

Nútímasamfélagið með öllu sínu áreiti birtist áhorfendum í sýningu Íslenska dansflokksins í mögnuðu verki ísraelska danshöfundarins Rami Be´er. Hann kallar verkið "Screensaver“ og vísar þar í tilhneigingu mannanna til að kalla fram skjöld þegar þörf er á vernd frá áreitinu. 

Menning

Atvinnuleysi ungmenna á Íslandi

"Við höfum mikla trú á að skýrsla þessi hjálpi til í ástandi atvinnulausra ungmenna. Við setjum fram nokkrar tillögur til úrbóta, bendum á að vandinn er til staðar og að leiðir séu til þess að leysa hann," segir Margrét Valdimarsdóttir, nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Menning

Í eilífðarbrasi með bílinn

"Bíllinn minn er Honda Civic ´92 og gengur helst aldrei nema hálfan snúning. Þetta er eilífðarbras," segir Ólafur Kristján Guðmundsson, söngvari hljómsveitarinnar Hoffman.

Menning

Aðgerð gegn aukakílóum

Þeir sem gengist hafa undir aðgerð á maga og þörmum í þeim tilgangi að losa sig við aukakílóin eiga á hættu að verða fyrir taugaskaða í kjölfar aðgerðinnar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var við sjúkrahús í Minnesota og fjallað er um rannsóknina á fréttasíðu BBC.

Menning

Ný 1 lína frá BMW

Nýja 1 línan frá BMW verður frumsýnd hjá B&L um helgina. Nýja 1 línan er fyrsti fimm dyra bíllinn frá BMW en hingað til hafa þeir eingöngu verið með fjögurra dyra útgáfur í hönnun sinni.

Menning