Menning

Konur aka Polo á femínkvöldi

Konur fjölmenntu á Femínkvöld hjá Heklu á fimmtudagskvöld. Tilefnið var kynning á VW Polo sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur. 8.000 konum á aldrinum 18 til 50 ára var sendur póstur með boði um að reynsluaka Polo. Nöfn þeirra sem þáðu boðið lentu í potti og heppinn vinningshafi hlaut að launum ferð til New York á slóðir kvennanna í Sex and the City-þáttunum. Guðrún Birna Jörgensen í markaðsdeild Heklu segir þetta í annað sinn sem Hekla beinir sérstaklega sjónum sínum að konum í herferð en sama var upp á teningnum þegar nýr Golf var kynntur í vor. "Konur ráða miklu þegar kemur að bílakaupum," segir Guðrún sem telur þó enga sérstaka þörf á að hvetja konur til að reynsluaka, þær geri það nú þegar í miklum mæli. "Poloinn hefur marga kosti sem konur leita eftir í bílum, hann er góður í útréttingar, lipur og sparneytinn."
Fjöldi vinninga var dreginn út á samkundunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×