Menning

Einvígi í Nýlistasafninu

Jólasería Tilraunaeldhússins fer af stað í kvöld þegar Borko, ásamt hljómsveit, og Magnús Helgason stilla saman strengi sína klukkan átta í Nýlistasafninu. "Verkið hans Magnúsar heitir "Það er lifandi en getur dáið" og í kvöld verður einvígi á milli hans og Borko," segir Kristín Björk Kristjánsdóttir sem ásamt Jóhanni Jóhannssyni og Hilmari Jenssyni skipar Tilraunaeldhúsið.

Menning

Sagandi konur sýna

"Sagandi er hægur jafn vindur, samkvæmt orðabókinni," segir Ólöf Björg Björnsdóttir, ein af sex myndlistarkonum sem opnuðu um síðustu helgi sýningu í galleríi Sævars Karls við Bankastræti. Yfirskrift sýningarinnar er Sagandi, orð sem þær heilluðust af og sjá ýmsar merkingar í.

Menning

Maístjarnan sungin afturábak

Í tilefni af því að 50 ár verða liðin frá því að Laxness hlaut Nóbelsverðlaun verður haldin viðamikil dagsskrá í Þjóðmenningarhúsinu næstkomandi laugardag. Umsjónarmaður er Viðar Eggertsson, og þar sem hann vildi ekki að hátíðarhöldin "væru eins og líkkista" fékk hann Nýhilhópinn til að ljúka dagskránni, til að minna á framtíð íslenskrar ritlistar.

Menning

Minnkar líkur á heilabilun

Regluleg hreyfing fólks á miðjum aldri minnkar líkurnar á heilabilun í ellinni. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sænskra lækna benda til þess að þeir sem hreyfi sig í hálftíma minnst tvisvar í viku á fimmtugsaldri minnki líkurnar á heilabilun á eldri árum um helming.

Menning

Ungir á óperur

Efnilegur barnasöngvari varð til þess að Íslenska óperan ákvað að setja upp Tökin hert eftir Benjamin Britten í vetur. Ýmislegt fleira mun þó rata þar á svið, og er stefnt að því að meðalaldur óperugesta lækki umtalsvert, því að allir yngri en 26 ára fá helmingsafslátt á þessa vinsælu óperu Brittens.

Menning

Barnaleikhúsmessa í Borgarleikhúsi

22 leikverk voru kynnt á sérstakri barnaleikhúsmessu í Borgarleikhúsinu í dag. Barnaleikhúsmessan er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, sjálfstæðu leikhúsanna og samtaka um barna- og unglingaleikhús á Íslandi. Markmið hennar er meðal annars að efla sviðslistir í leik- og grunnskólastarfi og ala upp leikhúsgesti framtíðarinnar.

Menning

Barinn brýnn á Bókmenntahátíð

Fjöldi manns lagði leið sína í Norræna húsið og hlýddi á Mehmed Uzun og Margaret Atwood ræða um skáldverk sín á Bókmenntahátíð í hádeginu í gær. Alls taka þrjátíu skáld þátt í hátíðinni, þar af kemur 21 frá útlöndum.

Menning

Opnar síðu um Brynjólf Sveinsson

Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, opnar í dag heimasíðu um Brynjólf Sveinsson, biskup í Skálholti, í tilefni þess að fjögur hundruð ár eru liðin frá fæðingu hans. Brynjólfur gegndi mikilvægu hlutverki í sögu Íslands sem leiðtogi kirkjunnar, veraldlegur höfðingi, heimspekingur, fræðimaður, latínuskáld og frum­kvöðull á sviði mennta og kirkju­stjórnar.

Menning

Tuttugu og einn erlendur gestur

"Veðurguðirnir tóku vel á móti gestum Bókmenntahátíðar," segir Halldór Guðmundsson, formaður stjórnar Alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar.

Menning

Kabarettgestir sendir heim

Sýningargestir sem áttu miða á Kabarett í Íslensku óperunni í fyrrakvöld voru sendir heim áður en sýningin byrjaði. Felix Bergsson, sem fer með eitt aðalhlutverkanna í sýningunni, hafði tognað illa og á síðustu stundu var ákveðið að fella sýninguna niður.

Menning

Insúlín í æð liðin tíð?

Allt útlit er fyrir að fólk með sykursýki muni í nánustu framtíð ekki lengur þurfa að sprauta sig með insúlíni á hverjum degi. Lyfjanefnd á vegum stjórnvalda í Bandaríkjanna lagði í gær blessun sína yfir insúlín sem tekið er inn í gegnum munn í stað þess að sprauta því í æð.

Menning

Mikil aðsókn í listamiðstöð

Íslenskur arkitekt, Elísabet Gunnarsdóttir, stýrir Norrænu listamiðstöðinni í Vestur-Noregi. Aðsókn er gríðarleg og síðast bárust yfir fjögur hundruð umsóknir um sextán pláss.

Menning

Stórtónleikar hjá Gospelkórnum

Búast má við miklu fjöri hjá Gospelkórnum sem ætlar að halda stórtónleika í Laugardalshöll annað kvöld. Kórinn, sem stofnaður var fyrir kristnitökuhátíðina árið 2000, hefur notið mikillar hylli og er jafnan uppselt alls staðar þar sem þessi kór kemur fram. Undirleikarar hjá honum eru margir af færustu hljóðfæraleikurum landsins. Að sögn kunnugra verður gleðin slík að hún hrífur jafnt trúaða sem efasemdarmenn með sér.

Menning

Spriklar í golfi á sumrin

Jón Ingi Hákonarson, leikari, mun stjórna íslenska Bachelornum á SKJÁEINUM í haust, en stressar sig þó ekki á því að koma sér í form fyrir það.</font /></b />

Menning

Innblástur er allt

Undirbúningshópur fyrir Íslandsbanka Reykjavíkurmaraþon hefur hlaupið í einar tólf vikur og á laugardaginn uppsker hópurinn árangur erfiðis síns.</font /></b />

Menning

Yfir 200 vilja spila á Airwaves

Yfir 200 umsóknir hafa borist skipuleggjendum Airwaves-tónlistarhátíðarinnar frá listamönnum og hljómsveitum sem vilja spila á hátíðinni sem fram fer í Reykjavík dagana 19. til 23. október. Um 100 innlendir listamenn munu koma fram á hátíðinni og 25 munu koma að utan. Þetta er í sjötta sinn sem tónlistarhátíðin er haldin hér á landi, en hún hefur vakið mikla athygli erlendis.

Menning

Íslenskt landslag heillar forvörð

Þeir sem leggja leið sína á Skriðuklaustur á næstunni gætu komið við í Gallerí Klaustri, þar sem einn virtasti forvörður Evrópu heldur myndlistarsýningu.

Menning

Partý, stuð og sviti í ræktinni

Líkamsrækarstöðvarnar Bjarg á Akureyri og Hress í Hafnarfirði bjóða nú upp á kennslu í Body Jam. Um er að ræða nýtt líkamsræktarprógramm sem er um það bil að slá í gegn. </font /></b />

Menning

Ætlar að ná tveggja stafa tölu

Davíð Smári Harðarson, Idol-stjarna og tónlistarmaður, hefur tekið sig rækilega í gegn síðan Idol-keppninni lauk og hefur svo sannarlega breytt um lífsstíl.</font /></b />

Menning

Duran Duran lofa góðri skemmtun

Liðsmenn bresku hljómsveitarinnar Duran Duran lentu á Reykjavíkurflugvelli í dag. Þeir segjast ánægðir með að vera loks komnir til Íslands og lofa skemmtilegum tónleikum í Egilshöll annað kvöld.

Menning

Fjölmenni við upphaf Kirkjudaga

Fjölmenni var við upphaf Kirkjudaga en á sjötta hundrað manns fylltu Hallgrímskirkju á opnunarhátíð í gærkvöldi. Þar flutti Björn Bjarnason kirkjumálaráðherra ávarp og biskup lúthersku kirkjunnar í Winnepeg bar kveðju frá Vestur-Íslendingum. Dagskráin í dag hófst nú klukkan tíu með morguntíðum í Hallgrímskirkju og Pílagrímagöngu frá Fella- og Hólakirkju. Klukkan tólf hefjast málstofur, kynningar, listsýningar, götuleikhús og fleira á Skólavörðuholti.

Menning

Bíldudals grænar baunir hafin

Arnfirðingahátíðin Bíldudals grænar baunir var sett í gær á Bíldudal. Að hátíðinni standa Arnfirðingafélagið í Reykjavík og félagasamtök á Bíldudal. Margt verður í boði á hátíðinni þar sem markmiðið er að kynna menningarstarf Arnfirðinga. Hátíðinni lýkur á sunnudag.

Menning

Sojabaunir slæva frjósemina

Ný bresk rannsókn bendir til þess að frjósemi karlmanna kunni að minnka ef þeir borða sojabaunir og tófú. Þessi matvæli innihalda efni sem virðist hafa mjög sterk áhrif á sæði í karlmönnum.

Menning

Terra Borealis í Norræna húsinu

Í andyri Norræna hússins stendur nú yfir sýning á ljósmyndum Andys Horners, ljósmyndara og listfræðings. Sýningin ber heitið Terra Borealis og hefur farið vítt og breitt um norðurhvel, þ.á.m. til Eystrasaltslandanna, Skotlands og Færeyja og liggur leiðin til Grænlands að lokinni sýningu hér á landi. Það er barrskógabeltið í Noraðustur-Finnlandi, beykiskógar Danmerkur, víðátta Lapplands og innlandsísinn við Grænland sem fanga athygli Horners, svo eitthvað sé nefnt.

Menning

Afstaða tekin til lífs og dauða

Unnið er að því hjá Landlæknisembættinu að koma á fót sérstakri líknaskrá undir heitinu Lífsskrá sem mun meðal annars geyma upplýsingar um viljuga líffæragjafa.</font /></b />

Menning

Fá útrás fyrir keppnisskapið

Hjónin Brynja og Jón iðka veggtennis daglega ásamt börnum sínum þremur: Rósu, Þorbirni og Matthíasi. Þau eru sammála um að veggtennis sé hin besta líkamsrækt. </font /> </font /></b /></b />

Menning