Menning

Popup sýning opnar á morgun

Netgalleríið Muses.is sýnir á toppnum Skrifstofuhúsnæðið Höfðatorg í Borgartúni bætir reglulega við sig fyrirtækjum en glæsilegasta hæð hússins, efsta hæðin stendur ennþá tóm. Nú hefur netgalleríið Muses.is tekið hana yfir í þeim tilgangi að setja upp sjöundu svokölluðu popup- eða skyndisýningu þar sem 19 listamenn munu sýna verk sín.

Menning

Pippa gefur út bók fyrir jólin

Pippa Middleton, 29 ára, var glæsileg þegar hún var mynduð á hlaupum um götur Lundúna í gær með kaffi, sólgleraugu og rautt hliðarveski. Pippa situr ekki auðum höndum því fyrir jólin kemur út bók eftir hana "Celebrate: A Year of Festivities for Families and Friends" þar sem hún rifjar upp árið sem friðurinn varð úti og hún varð heimsþekkt eins og systir hennar sem gekk að eiga Vilhjálm Bretaprins.

Menning

Fyndið, fullorðins og frábært

Sirkús Íslands heldur enn eina fullorðinssirkússýninguna í Iðnó laugardagskvöldið 20. október. Sirkús Íslands hefur lengi sett upp vinsælar fjölskyldusýningar en vorið 2011 ákvað sirkúsinn að prófa að gera sýningu sem væri eingöngu fyrir fullorðna. Það gekk svo vel að nú eru haldin regluleg fulorðinssirkúskvöld sem kallast Skinnsemi - því þar er oft sýnt svo mikið skinn.

Menning

Háhyrningar stela senunni

Dögg Mósesdóttir, framkvæmdarstjóri alþjóðlegu stuttmyndahátíðarinnar Northern Wave þarf að færa hátíðina vegna þess að háhyrningar sem hafast við í firðinum á þessum tíma árs hafa nú stolið senunni.

Menning

Snilldar konutímarit á netinu

"BRANDit er þriggja daga persónuleg vinnustofa fyrir konur í viðskiptalífinu sem vilja hressa upp á eða bæta enn frekar ímynd síns persónulega vörumerkis og eða fyrirtækis síns. Skerpa á skilaboðunum og miðla vörumerki sínu," segir Anna M. Þorvaldsdóttir spurð út í glænýtt tímarit á netinu sem skoða má HÉR. "Niðurstaðan er birt í sérstakri útgáfu af rafræna BRANDit tímaritinu sem dreift er til kvenna í viðskiptalífinu um allan heim. Hver og einn þátttakandi fær persónulegan hlekk til nota í sjálvirkum e-mail undirskrift og á heimasíðu sinni," segir Anna.

Menning

Schwarzenegger mætti á svæðið

"Já meðan ég var að bíða eftir að fá að hitta Kai Green þá mætti Arnold sjálfur á svæðið og var bara við hliðina á mér allt í einu. Hann var umkringdur öryggisvörðum sem ýttu mér fljótlega frá. Það varð allt brjálað þegar hann mætti," segir Margrét Gnarr sem stödd er á Spáni.

Menning

Handverkið njóti sín

Keramik hönnuður sem opnar sýningu á morgunn í Herberginu, sýningarrými Kirsuberjatrésins að Vesturgötu 4.

Menning

Veltir fyrir sér tilgangi vefmyndavéla

Sýning Hallgerðar Hallgrímsdóttur, Landslag, verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á morgun. Á sýningunni veltir Hallgerður fyrir sér vefmyndavélum og tilgangi þeirra. Í texta segir: „Vélræn augu vefmyndavéla stara á landslag Íslands árið um kring, staðsettar í praktískum tilgangi en síður til að þjóna fagurfræðilegum tilgangi, eins og venja er í landslagsljósmyndun. Stundum geta vélarnar ekki annað en fangað fegurðina sem fyrir þær er lögð en yfirleitt er útsýni þeirra hversdagurinn einn. Viðfangsefni myndavélanna, bæði náttúra og manngert landslag, tekur sífelldum breytingum vegna veðurs, tíma dags og árs. Verkið er samansafn mislangra augnablika, söfnuðum úr hlýju umhverfi heimilis listamannsins, augnablik bjöguð af misgóðum upplausnum, birtuskilyrðum og fyrirfram ákveðnum römmum.“

Menning

Líttu inn í Salnum

Stutt kynning á verkum tónleikanna hefst klukkan tólf á fimmtudaginn en tónleikarnir sjálfir hefjast klukkan 12.15 og eru hálftíma langir.

Menning

Erfitt að mynda í 45 tíma á sjó

Heimildarmynd Jóns Karls Helgasonar, Sundið, verður frumsýnd í Bíó Paradís 18. október. Hún fjallar um æsilegar raunir tveggja Íslendinga, Benedikts Lafleur og Benedikts Hjartarsonar, sem keppa að því að verða fyrsti Íslendingurinn til að synda yfir Ermarsundið.

Menning

Sveiflast milli léttleika og dramatíkur

It is not a metaphor og Hel haldi sínu nefnast verkin tvö sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir í kvöld á Stóra sviði Borgarleikhússins. Seinna verkið sækir efnivið í norræna goðafræði og hið fyrra er samið við tónlist Johns Cage í tilefni af 100 ára afmæli hans. Höfundar verkanna eru Cameron Corbett og Jérome Delbey.

Menning

Djúpið miklu vinsælli en Frost

Djúpið, í leikstjórn Baltasars Kormáks, hefur fengið fyrirtaks dóma, þar á meðal fjórar stjörnur hér í Fréttablaðinu, en viðbrögðin við Frosti í leikstjórn Reynis Lyngdal hafa verið heldur dræmari.

Menning

Upplifði öld öfganna

Hobsbawm var 95 ára þegar hann lést. Hann var virkur höfundur fram á síðustu ár ævi sinnar. Einungis tvö ár eru síðan gaf hann út bókina How to Change the World þar sem hann færir rök fyrir gildi þess að þekkja og lesa kenningar Marx.

Menning