Áratugur öfga, uppgjörs, taps og sigra 6. desember 2012 11:00 Björn Þór segir áratuginn 2001 til 2010 hafa einkennst af miklum sveiflum, en ýmislegt jákvætt hafi unnist. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Áratugurinn frá 2001 til 2010 var sveiflukennt tímabil á Íslandi eins og fram kemur í bókinni Ísland í aldanna rás fyrir þann áratug. Höfundar bókarinnar eru blaðamennirnir Björn Þór Sigbjörnsson og Bergsteinn Sigurðsson. Í stuttu máli má segja að Bergsteinn hafi skrifað um það skemmtilega og ég það leiðinlega," segir Björn Þór glottandi. "Það skiptist að mestu eftir því hvar áhugasvið okkar liggja og viðfangsefnum okkar í blaðamennskunni á undanförnum árum. Ég skrifaði mikið um pólitík, efnahagsmál og viðskipti en Bergsteinn um menningarmál og hann sérhæfði sig einnig í glæpum í þessari bók." Þetta er gífurlegt verk. Tók þetta ekki langan tíma? "Þetta tók okkur um eitt og hálft ár. Við byrjuðum á því að fara yfir tímabilið, nálgast þá annála sem til eru, grufluðum í kollunum á okkur og teiknuðum þetta upp. Svo þurfti að velja mál og hafna og það var stundum dálítill hausverkur að velja hvað ætti að fara inn og hvað ekki. Margt átti augljóslega að vera í bókinni en svo var annað smærra sem þurfti að vega og meta eins og gengur."Áratugur öfganna Hvað bar hæst á þessum áratug? Hvað verður hann kallaður í sögubókum framtíðarinnar? "Við köllum hann áratug öfganna. Það skiptust á skin og skúrir. Í upphafi áratugarins voru hér dálitlir efnahagslegir örðugleikar en í kjölfar þess að bankarnir voru seldir og ráðist í virkjanaframkvæmdir fór allt af stað og hér voru allt í einu peningar út um allt. Síðan hrundi sú spilaborg öll, eins og við þekkjum, og það er auðvitað það sem stendur upp úr og áratugarins verður minnst fyrir. En það eru mörg önnur stórmál. Mér finnst til dæmis brottför hersins mjög merkilegt mál. Hann hafði verið hér í öll þessi ár og ýmsir barist hart á móti veru hans, en síðan bara fór hann, hvarf nánast á einni nóttu og síðan hefur lítið verið um það talað. Það reis þessi virkjun fyrir austan, sem er stórviðburður, og í tengslum við það braust umhverfisvakningin, sem hafði verið í gerjun, út af fullum krafti. Allt í einu voru það ekki bara einhverjir kverúlantar sem mótmæltu röskun á ósnortinni náttúru heldur bara venjulegt fólk sem gerði það með miklum látum og mjög lengi og í kjölfarið er þessi aukna umhverfisvitund í samfélaginu komin til að vera."Tími uppgjörs "Á þessum árum var líka áberandi að gömul mál voru gerð upp, þetta var tímabil uppgjörs. Það á við um mörg ofbeldismál eins og til dæmis Breiðavíkurmálið, Ólafs Skúlasonar málið og fleiri væri hægt að nefna. Það má segja að ríkt hafi andrúmsloft uppgjörs. Það var mikill vilji til að gera upp mál og margir sögðu sögu sína með ýmsum hætti. Fólk sem hafði orðið fyrir misnotkun eða einhverju slíku var tilbúið til að koma fram og segja frá og stjórnvöld voru opin fyrir því að málin væru gerð upp." Heldurðu að netvæðingin hafi átt þátt í þessari opnun? "Netvæðingin var náttúrulega ótrúleg á þessum áratug, nánast bylting. Það fóru allir að tjá sig um allt, fyrst í bloggi og síðan á Facebook og það hefur náttúrulega gríðarleg áhrif á samfélagið. Teygir anga sína með verulegum hætti inn í stjórnmálaumræðuna og út um allt."Glæpirnir, femínistahreyfingin, menningin Fleiri mál sem einkenna áratuginn? "Já, fjölmörg. Til dæmis verða glæpir mun stórfelldari, menn eru að flytja inn fíkniefni í ótrúlegu magni og hljóta fyrir það mjög þunga dóma. Glæpaheimurinn verður skipulegri og harkalegri, handrukkanir voru til dæmis ekki mjög þekktar fyrir þetta tímabil. Á jákvæðari nótum er að jafnréttismálin fengu byr undir báða vængi, femínistahreyfingin sprettur upp þar sem ungar konur láta virkilega til sín taka og hafa mikil áhrif. Þær beina sjónum að þessum miður skemmtilegu málum eins og vændi, mansali og kynferðisofbeldi, sem menn voru ekkert mikið að horfa á áður. Það endar með því að nektardans er bannaður, sem stútar öllum nektarbúllum og síðan er vændi bannað með lögum. Launamunur kynjanna er hins vegar enn til staðar og það hlýtur að vera næsta verkefni femínistahreyfingarinnar að berjast gegn því. Auk þess einkennist áratugurinn af sigrum Íslendinga á sviði íþrótta og menningar. Listir og menning nutu góðs af öllum peningunum sem voru í umferð, en ég held þó fyrst og fremst að útrásinni í viðskiptum hafi fylgt að fólk sá möguleika á öllum sviðum og að það væri hægt að hasla sér völl á hvaða sviði sem er alls staðar í heiminum. Björk ruddi brautina og aðrir fylgdu á eftir. Og í íþróttunum er það auðvitað með ólíkindum að við vinnum til silfurverðlauna í handbolta á Ólympíuleikum og að Eiður Smári spili með bestu fótboltaliðum í Evrópu svo dæmi séu tekin. Þannig að það voru unnir miklir sigrar víða. Jólafréttir Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Áratugurinn frá 2001 til 2010 var sveiflukennt tímabil á Íslandi eins og fram kemur í bókinni Ísland í aldanna rás fyrir þann áratug. Höfundar bókarinnar eru blaðamennirnir Björn Þór Sigbjörnsson og Bergsteinn Sigurðsson. Í stuttu máli má segja að Bergsteinn hafi skrifað um það skemmtilega og ég það leiðinlega," segir Björn Þór glottandi. "Það skiptist að mestu eftir því hvar áhugasvið okkar liggja og viðfangsefnum okkar í blaðamennskunni á undanförnum árum. Ég skrifaði mikið um pólitík, efnahagsmál og viðskipti en Bergsteinn um menningarmál og hann sérhæfði sig einnig í glæpum í þessari bók." Þetta er gífurlegt verk. Tók þetta ekki langan tíma? "Þetta tók okkur um eitt og hálft ár. Við byrjuðum á því að fara yfir tímabilið, nálgast þá annála sem til eru, grufluðum í kollunum á okkur og teiknuðum þetta upp. Svo þurfti að velja mál og hafna og það var stundum dálítill hausverkur að velja hvað ætti að fara inn og hvað ekki. Margt átti augljóslega að vera í bókinni en svo var annað smærra sem þurfti að vega og meta eins og gengur."Áratugur öfganna Hvað bar hæst á þessum áratug? Hvað verður hann kallaður í sögubókum framtíðarinnar? "Við köllum hann áratug öfganna. Það skiptust á skin og skúrir. Í upphafi áratugarins voru hér dálitlir efnahagslegir örðugleikar en í kjölfar þess að bankarnir voru seldir og ráðist í virkjanaframkvæmdir fór allt af stað og hér voru allt í einu peningar út um allt. Síðan hrundi sú spilaborg öll, eins og við þekkjum, og það er auðvitað það sem stendur upp úr og áratugarins verður minnst fyrir. En það eru mörg önnur stórmál. Mér finnst til dæmis brottför hersins mjög merkilegt mál. Hann hafði verið hér í öll þessi ár og ýmsir barist hart á móti veru hans, en síðan bara fór hann, hvarf nánast á einni nóttu og síðan hefur lítið verið um það talað. Það reis þessi virkjun fyrir austan, sem er stórviðburður, og í tengslum við það braust umhverfisvakningin, sem hafði verið í gerjun, út af fullum krafti. Allt í einu voru það ekki bara einhverjir kverúlantar sem mótmæltu röskun á ósnortinni náttúru heldur bara venjulegt fólk sem gerði það með miklum látum og mjög lengi og í kjölfarið er þessi aukna umhverfisvitund í samfélaginu komin til að vera."Tími uppgjörs "Á þessum árum var líka áberandi að gömul mál voru gerð upp, þetta var tímabil uppgjörs. Það á við um mörg ofbeldismál eins og til dæmis Breiðavíkurmálið, Ólafs Skúlasonar málið og fleiri væri hægt að nefna. Það má segja að ríkt hafi andrúmsloft uppgjörs. Það var mikill vilji til að gera upp mál og margir sögðu sögu sína með ýmsum hætti. Fólk sem hafði orðið fyrir misnotkun eða einhverju slíku var tilbúið til að koma fram og segja frá og stjórnvöld voru opin fyrir því að málin væru gerð upp." Heldurðu að netvæðingin hafi átt þátt í þessari opnun? "Netvæðingin var náttúrulega ótrúleg á þessum áratug, nánast bylting. Það fóru allir að tjá sig um allt, fyrst í bloggi og síðan á Facebook og það hefur náttúrulega gríðarleg áhrif á samfélagið. Teygir anga sína með verulegum hætti inn í stjórnmálaumræðuna og út um allt."Glæpirnir, femínistahreyfingin, menningin Fleiri mál sem einkenna áratuginn? "Já, fjölmörg. Til dæmis verða glæpir mun stórfelldari, menn eru að flytja inn fíkniefni í ótrúlegu magni og hljóta fyrir það mjög þunga dóma. Glæpaheimurinn verður skipulegri og harkalegri, handrukkanir voru til dæmis ekki mjög þekktar fyrir þetta tímabil. Á jákvæðari nótum er að jafnréttismálin fengu byr undir báða vængi, femínistahreyfingin sprettur upp þar sem ungar konur láta virkilega til sín taka og hafa mikil áhrif. Þær beina sjónum að þessum miður skemmtilegu málum eins og vændi, mansali og kynferðisofbeldi, sem menn voru ekkert mikið að horfa á áður. Það endar með því að nektardans er bannaður, sem stútar öllum nektarbúllum og síðan er vændi bannað með lögum. Launamunur kynjanna er hins vegar enn til staðar og það hlýtur að vera næsta verkefni femínistahreyfingarinnar að berjast gegn því. Auk þess einkennist áratugurinn af sigrum Íslendinga á sviði íþrótta og menningar. Listir og menning nutu góðs af öllum peningunum sem voru í umferð, en ég held þó fyrst og fremst að útrásinni í viðskiptum hafi fylgt að fólk sá möguleika á öllum sviðum og að það væri hægt að hasla sér völl á hvaða sviði sem er alls staðar í heiminum. Björk ruddi brautina og aðrir fylgdu á eftir. Og í íþróttunum er það auðvitað með ólíkindum að við vinnum til silfurverðlauna í handbolta á Ólympíuleikum og að Eiður Smári spili með bestu fótboltaliðum í Evrópu svo dæmi séu tekin. Þannig að það voru unnir miklir sigrar víða.
Jólafréttir Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira