Lífið

Undir­búningur hafinn fyrir Þjóð­há­tíð en ekkert meitlað í stein í ljósi reynslunnar

Undirbúningur er hafinn fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar en hátíðinni var aflýst árið 2020 og 2021 vegna kórónuveirufaraldursins. Fiskideginum mikla á Dalvík hefur aftur á móti verið aflýst. Framkvæmdastjóri ÍBV reiknar með að Þjóðhátíð fari fram með eðlilegu sniði og vonar að Dalvíkingar reynist ekki sannspáir um stöðu mála.

Lífið

Smith biður Chris Rock af­sökunar á kinn­hestinum

Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi.

Lífið

Vildu gefa strákunum sínum ítölskuna

„Þetta var erfiðara en maður bjóst við,” segir Hinrik Ingólfsson, 19 ára nemi í listaframhaldsskóla í Róm, sem flutti ásamt foreldrum sínum og bróður til Ítalíu fyrir rúmum áratug. Foreldrar hans, þau Hildur Hinriksdóttir hönnuður og Ingólfur Árnason leikstjóri, voru sjálf forfallnir aðdáendur Ítalíu og þegar drengirnir voru orðnir 4 og 9 ára ákváðu þau að flytja til fyrirheitna landsins og gefa drengjunum sínum ítölskuna.

Lífið

Sigurvegarar Óskarsins 2022: „Þetta er okkar stund“

Óskarsverðlaunahátíðin 2022 fer líklega í sögubækurnar sem ein viðburðarríkasta og jafnvel undarlegasta hátíðin hingað til. Dune vann flest verðlaun kvöldsins, alls sex, en þó ekki sem besta myndin. Hátíðin var í beinni útsendingu á Stöð 2 auk þess sem fylgst var grannt með gangi mála í vaktinni, eins og sjá má neðst í fréttinni.

Lífið

Óskarsvaktin 2022

Óskarinn fer fram í Dolby leikhúsinu í kvöld þar sem allar stærstu stjörnurnar mæta og vonast eftir gullstyttunni. Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að halda uppi vaktinni í nótt og fara með lesendum í gegnum rauða dregilinn og hátíðina. 

Lífið

Þegar snókeræði greip um sig á Íslandi

Það vita allir hvað pool er en færri vita hvaða í­þrótt ball­skák, eða snóker, er. En fyrir um þremur ára­tugum síðan vissu það allir á Ís­landi enda hafði þá gripið um sig gríðar­legt æði fyrir sportinu hér á landi.

Lífið

Stökkið: Vírusinn reyndist vera atvinnutilboð

Axel Þorsteinsson er búsettur í Kúveit eftir að hafa upphaflega flutt til Dubai árið 2016 þar sem hann starfar sem sérhæfður bakari. Axel býr úti með hundinum sínum Murphy og hélt fyrst að um vírus væri að ræða þegar hann var uppgötvaður á Instagram.

Lífið

Hlátur og grátur í frumsýningarpartýi Fyrsta bliksins

Fyrsti þáttur í nýrri þáttaröð af Fyrsta blikinu verður sýndur á Stöð 2 klukkan 18:55. Ása Ninna Pétursdóttir þáttastjórnandi hélt viðburð á Sjálandi þar sem aðstandendur þáttanna og vinir og fjölskylda fengu forskot á sæluna. 

Lífið

Tim Burton endurvekur Addams fjölskylduna

Tim Burton mun glæða Addams fjölskylduna lífi í nýrri þáttaseríu fyrir Netflix en þetta verður í fyrsta skipti sem hann leikstýrir seríu. Þættirnir bera heitir Wednesday og er það tilvitnun í dóttur Addams fjölskyldunnar sem Jenna Ortega mun leika. 

Lífið

Svart klósett og fjórar tegundir af flísum

Ljósmyndarinn Kári Sverrisson og innanhússarkitektinn Ragnar Sigurðsson fóru af stað með nýja þætti á Stöð 2 á árinu sem bera heitið Bætt um betur en í þáttunum taka þeir ýmiskonar rými í gegn og gera fallegri.

Lífið