Lífið

Dæma snyrti­vöru­fyrir­tæki Hail­ey Bieber í vil

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hailey Bieber var lögsótt vegna snyrtivörufyrirtækis síns.
Hailey Bieber var lögsótt vegna snyrtivörufyrirtækis síns. Getty/Gotham / Contributor

Dómstólar í Bandaríkjunum hafa dæmt Hailey Bieber í vil en hún getur nú haldið áfram rekstri á húðvörumerki sínu „Rhode“ án vandkvæða.

Í júní síðastliðnum kynnti Bieber nýja húðvörumerkið sitt sem ber einnig nafnið Rhode, nafnið eiga hún og móðir hennar sameiginlegt en þær bera það sem millinafn.

Tískufyrirtækið Rhode kærði Bieber í kjölfarið fyrir notkun á skrásettu vörumerki þeirra en tískufyrirtækið var stofnað árið 2013.

Stofnendur tískufyrirtækisins Rhode segja að Bieber hafi nálgast sig og reynt að eignast vörumerki þeirra en þær hafi hafnað tilboðinu. Þær segja Bieber hafa gert sér grein fyrir því að erfitt yrði fyrir merkin tvö að deila nafninu. Einnig héldu þær því fram að samfélagsmiðlaherferð Bieber myndi drekkja fyrirtæki þeirra þar sem lítið verði úr viðveru vörumerkisins hvað varðar sýnileika.

TMZ greinir frá því að dómstólar vestanhafs hafi dæmt Bieber í vil, þá þurfi Bieber ekki að breyta starfsemi sinni. Tískufyrirtækið gæti þó enn fært rök fyrir að viðvera beggja merkja á markaði rugli neytendur, en það gæti reynst þeim erfitt.

Á dögunum birti Bieber heimildamynd um stofnun húðvörumerkisins en tískufyrirtækið reyndi að koma í veg fyrir sýningu hennar. Heimildamyndin er tæplega sautján mínútur og má sjá hana hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×