Lífið

Miss Universe Iceland: Vill auka sjálfstraustið með því að keppa

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Þorbjörg Kristinsdóttir er Miss Grafarholt.
Þorbjörg Kristinsdóttir er Miss Grafarholt. Arnór Trausti

Þorbjörg Kristinsdóttir er meðal keppenda í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Grafarholt. Með þátttöku sinni vill hún verða sterkari einstaklingur og hefur nú þegar kynnst mörgum frábærum stelpum að eigin sögn. Þorbjörg hefur verið að þjálfa fótbolta síðastliðið ár og stefnir á kennaranám í Háskóla Íslands í haust.

Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í sjöunda sinn þann 24. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru sautján talsins og ætla lesendur Vísis að fá að kynnast stúlkunum sem keppast um titilinn betur.

Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni?

Ég sá að með því að taka þátt gæti ég lært eitthvað nýtt, aukið sjálfstraust mitt og komið út sem sterkari einstaklingur.

Hvað ert þú búin að læra í ferlinu?

Framkoma og svo hef ég kynnst fullt af flottum og skemmtilegum stelpum.

Arnór Trausti

Hvað borðar þú í morgunmat?

Sko þar sem cocoa puffs kom aftur þá hef ég eiginlega ekki borðað neitt annað en cheerios og cocoa puffs blandað saman síðustu daga.

Hver er uppáhalds maturinn þinn?

Pasta carbonara sem pabbi gerir.

Hvað ertu að hlusta á?

Podcastið sem ég hlusta á er Illverk. Í tónlist hlusta ég á playlistann minn Tobbu sumar sem er allt í bland af lögum. Bríet er samt alltaf mitt uppáhalds.

Hver er uppáhalds bókin þín?

Horfnar eftir frænda minn Stefán Mána.

Hver er þín fyrirmynd í lífinu?

Afi minn, Trausti Magnússon, sem barðist við Parkinson sjúkdóminn í rúm 30 ár.

Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?

Hef hitt David De Gea smellti í eina selfie með honum eftir Manchester United leik, en var í LA um daginn og var á sama skemmtistað og David Dobrik youtuber.

Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?

Lendi stundum í því ef ég er virkilega þreytt að vinna að bjóða viðskiptavin aftur góðan daginn þegar ég ætla að segja „Má bjóða þér afritið?“

Hverju ertu stoltust af?

Ég er stoltust af því þegar ég hitti krakkana sem ég hef þjálfað í fótboltanum undanfarið ár, þau verða alltaf jafn glöð og ánægð þegar þau hitta mig á förnum vegi.

Hver er þinn helsti ótti?

Lenda í flugslysi, er svo rosalega flughrædd.

Hvar sérðu þig eftir fimm ár?

Vonandi verð ég á endasprettinum í kennaranáminu í Háskóla Íslands sem ég er að hefja núna í haust.

Hvaða lag tekur þú í karókí?

Tek alltaf Blue (da ba dee).


Tengdar fréttir

Ætlar ekki að leyfa sjúkdómnum að stoppa sig

Alexandra Andreyeva Tomasdottir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár en með keppninni langaði hana meðal annars að komast út úr þægindarammanum. Alexöndru langar að ljúka háskólagráðu í lífeindafræði og fara erlendis í framhaldsnám og þrátt fyrir að hafa þurft að mæta ýmsum hindrunum á undanförnum árum tekst hún á við hlutina með jákvæðninni.

Miss Universe Iceland: Vandræðalegt og fyndið atvik á fyrstu æfingunni

Kolbrún Perla tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Akureyri. Kolbrún elskar humar og hljóðbækur og syngur alltaf Dancing Queen í karókí. Hún segir erfiðara en maður heldur að æfa gönguna í kvöldkjólunum og er stolt af því að hafa stigið út fyrir þægindarammann.

Miss Universe Iceland: Hannaði og saumaði heila fatalínu

Jónína Sigurðardóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Reykjavík. Jónína ætlar að vera fatahönnuður í framtíðinni en hún hefur nú þegar hannað og saumað heila fatalínu. Hún segir keppnisferlið meðal annars hafa kennt sér mikilvæg samskipti.

Miss Universe Iceland: Stoltust af því hvaða manneskja hún er í dag

Tinna Elísa tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Hafnafjörður. Tinna er alltaf til í að smakka framandi mat og segir mömmu sína vera fyrirmyndin sín í lífinu. Hún segir keppnina auka sjálfsöryggið og að hún sé búin að eignast vinkonur til lífstíðar.

„Mig hefur langað að taka þátt frá því að ég var lítil“

Erika Bjarkadóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Akranes. Erika elskar lasagne sem mamma hennar býr til, hlustar mikið á hip hop og sér sig fyrir sér í ferðamálafræði í framtíðinni. Hún segir keppnisferlið hafa aukið sjálfstraustið og kennt sér að elska sjálfa sig.

MUI: Stúlkurnar sem keppast um titilinn í ár

Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í sjöunda sinn þann 24. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru sautján talsins og eru á aldrinum átján til tuttugu og átta ára. Alþjóðleg dómnefnd sér um að velja þá stúlku sem stendur uppi sem sigurvegari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×