Lífið

Steypti sér fram af þaki Hörpu

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson gerði sér lítið fyrir og steypti sér fram af Hörpu til þess að skemmta gestum á Menningarnótt. Hann virtist ekkert kippa sér upp við það að vera í 43 metra hæð og söng og spilaði fyrir áhorfendur líkt og ekkert væri eðlilegra.

Lífið

Meghan Markle gerist hlaðvarpsstjarna

Her­togaynjan Meghan Markle hefur ákveðið að stíga inn í hlaðvarpsheiminn með þáttunum sínum Archetypes. Fyrsti viðmælandi hennar er tennisstjarnan Serena Williams sem nýlega tilkynnti að hún væri að fara að setjast í helgan stein eftir stórfenglegan feril.

Lífið

Bein útsending: Miss Universe Iceland

Hægt er að fylgjast með Miss Universe Iceland keppninni í beinni útsendingu hér og á Stöð 2 Vísi. Í kvöld kemur í ljós hvaða stúlka hlýtur titilinn í ár og mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe 2022. 

Lífið

MUI verður í beinni á Vísi: „Þetta er algjör tilfinningabomba“

Miss Universe Iceland keppnin hefst klukkan 20:00 í kvöld og verður sýnd í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Manuela Ósk Harðardóttir, sem er framkvæmdarstjóri keppninnar, er afar spennt fyrir kvöldinu og segir undirbúninginn búinn að ganga eins og í sögu í samtali við Vísi.

Lífið

Bubbi vissi fyrstur að von væri á barni

Leik- og söngkonan Rakel Björk Björnsdóttir og tónlistarmaðurinn Garðar Borgþórsson eru að bæta við sig nýju hlutverki sem foreldrar. Það var enginn annar en tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sem vissi að barnið væri væntanlegt, jafnvel á undan foreldrunum sjálfum.

Lífið

Sandy er komin með nýjan Danny

Jóhanna Guðrún, sem fer með hlutverk Sandy, er komin með nýjan Danny í Grease tónleikasýningunni og er það enginn annar en Magnús Kjartan Eyjólfsson sem tekur við hlutverkinu. Leikstjórn sýningarinnar er í höndum Grétu Salóme.

Lífið

Markéta Irglová sótti innblástur í Bridgerton

Tónlistarhjónin Markéta Irglová og Sturla Mio Þórisson gáfu á dögunum út plötuna LILA sem er þeirra önnur plata í fullri lengd saman. Hún er gefin út í samstarfi við Secretly Canadian og Overcoat Recordings en sjálf reka þau útgáfuna Masterkey Sounds.

Lífið

Matreiða upp úr ruslagámum fyrir milljónir áhorfenda

Katrín Hersisdóttir, nemi í grafískri hönnun í Danmörku, hefur ásamt vinkonum sínum náð miklum vinsældum með matreiðslumyndböndum á samfélagsmiðlinum TikTok. Það eru hins vegar engin hefðbundin matreiðslumyndbönd sem þær stöllur framleiða þar sem hráefnið er allt fengið úr ruslagámum fyrir aftan matvöruverslanir.

Lífið

Sarah Hyland og Wells Adams gátu loksins gift sig

Leikkonan Sarah Hyland og Wells Adams, uppáhalds barþjónn Bachelor Nation eru loksins gift eftir að hafa þurft að fresta brúðkaupinu sínu í tvö ár. Modern Family fjölskyldan hennar Söruh var á svæðinu ásamt fjölskyldu og vinum parsins.

Lífið