Leikjavísir

PlayStation 4 kynnt til leiks eftir 16 daga?

Japanski tölvuleikjaframleiðandinn Sony kynnir nýjustu útgáfuna af PlayStation tölvunni í New York þann 20. febrúar næstkomandi. Tölvan mun bera nafnið PlayStation 4 og er nýjasta kynslóð leikjatölvunnar.

Leikjavísir

Almenningi veittur aðgangur að Dust 514

Dust 514, annar tölvuleikurinn sem íslenska hugbúnaðarfyrirtækið CCP hefur búið til, var opnaður almenningi í gær. Leikurinn er ekki alveg fullbúinn en í gær hófst svokölluð beta-prófun á leiknum sem er síðasta þróunarstig hans.

Leikjavísir

Áhugavert tölvuleikjaleikhús

Grafík, útlit og hljóð Black Knight Sword minna óneitanlega á teiknimyndabrotin frægu eftir Terry Gilliam úr bresku grínþáttunum Monty Python's Flying Circus.

Leikjavísir

Nota leiki til að freista notenda

Tölvuþrjótar nota tölvuleiki fyrir snjallsíma til að freista notenda til að hlaða niður vírusum. Vírusarnir nota í kjölfarið símann til að senda út SMS-skilaboð á mikinn fjölda símanúmera, samkvæmt frétt BBC.

Leikjavísir

Nýja Nintendo tölvan kemur hingað á föstudag

Nýjasta kynslóð hinnar vinsælu Nintendo leikjatölvu, Wii U, verður kynnt til leiks hjá Ormsson í Lágmúla næstkomandi föstudag 30. nóvember klukkan 10. Mikil eftirvænting hefur verið eftir Nintendo Wii U sem hefur verið hampað sem nýrri og byltingarkenndri kynslóð leikjatölva. Nintendo Wii U fer í almenna sölu um alla Evrópu næstkomandi föstudag.

Leikjavísir

Wii U hittir í mark

Svo virðist sem að neytendur vestanhafs hafi tekið nýjustu leikjatölvu Nintendo, Wii U, með opnum örmum. Leikjatölvan fór í almenna sölu í nóvember. Japanska tæknifyrirtækið hefur nú birt fyrstu sölutölur.

Leikjavísir

Nintendo kynnir Wii U í Bretlandi

Nú styttist í nýjasta leikjatölva japanska tæknifyrirtækisins Nintendo fari í almenna sölu. Fyrirtækið hefur nú frumsýnt nýja auglýsingu þar sem einstakir eiginleikar Wii U leikjatölvunnar eru kynntir.

Leikjavísir

Norrænir tölvuleikjaframleiðendur taka höndum saman

Samtök norrænna leikjaframleiðenda, Nordic Game Institude, verða stofnuð á mánudaginn næstkomandi. Fulltrúar samtaka leikjaframleiðenda í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi skrifa undir stofnsamninginn. Formaður IGI, Icelandic Game Industry, skrifar undir fyrir hönd Íslands.

Leikjavísir

Wii U lendir í nóvember

Nýjasta leikjatölva Nintendo, Wii U, fer í almenna sölu 30. nóvember næstkomandi. Með þessu vill fyrirtækið skjóta samkeppnisaðilum sínum, Sony og Microsoft, ref fyrir rass en rúm fimm ár eru síðan fyrirtækin tvö opinberuðu núverandi kynslóð leikjatölva.

Leikjavísir

Brautryðjendur í tölvuleikjagerð

Milljónum tölvuleikjaunnenda um allan heim verður á næstu mánuðum gefinn kostur á að hala niður glænýjum tölvuleik CCP að nafni DUST 514. Leikurinn er að mörgu leyti einstakur en hann er beintengdur EVE-online tölvuleiknum sem CCP hefur haldið úti síðastliðin níu ár. Magnús Þorlákur Lúðvíksson ræddi við Hilmar Veigar Pétursson , framkvæmdastjóra CCP, um nýja leikinn og áskoranirnar fram undan.

Leikjavísir

DUST 514 einn af þeim efnilegustu

PlayStation Official Magazine hefur valið nýjasta tölvuleik CCP, DUST 514, einn af tíu efnilegustu og gróðavænlegustu leikjum E3 ráðstefnunnar (Electronic Entertainment Expo), sem er stærsta tölvuleikjaráðstefnu heims og fer nú fram í Los Angeles. CCP stendur þar fyrir kynningu á leiknum fyrir blaðamönnum. Ráðgert er að DUST 514 komi á markað síðar í ár fyrir PlayStation leikjatölvur SONY.

Leikjavísir

Hogwarts vaknar til lífsins í Galdrabókinni

Tæknifyrirtækið Sony opinberaði nýtt jaðartæki fyrir PlayStation 3 leikjatölvuna á E3 leikjaráðstefnunni í Los Angeles í dag. Tækið er kallað Wonderbook og er í raun gagnvirk bók sem spilarar nota samhliða leikjatölvunni.

Leikjavísir

CCP fer mikinn á E3

Tölvuleikjafyrirtækið CCP tekur nú þátt í einni stærstu leikjaráðstefnu veraldar, E3, í Los Angeles. Fjöldi blaðamanna og talsmanna tölvuleikjafyrirtækja eru á ráðstefnunni en kaupendur og dreifingaraðilar eru einnig á staðnum.

Leikjavísir

"Besta Fanfestið til þessa"

„Þetta var besta Fanfestið til þessa," segir Oddur Örn Halldórsson, Fanfest stjórnandi og viðburðarstjóri CCP. Rúmlega þúsund EVE Online spilarar og tölvuleikjaaðdáendur heimsóttu Hörpuna um helgina og áttu þar góða stund saman.

Leikjavísir

Árshátíð CCP - DUST 514 heimsfrumsýndur

"Við erum beinlínis að taka yfir Hörpuna," segir Eldar Ástþórsson, verkefnastjóri markaðsdeildar CCP. Fanfest hátíðin hófst í dag en þar mun tölvuleikjaframleiðandinn CCP heimsfrumsýna nýjustu afurð sína - DUST 514.

Leikjavísir