Íslenski boltinn

Mergsaug félagið en keyrir nú rútuna

Fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍR var í október á síðasta ári ákærður fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti, með því að hafa í starfi sínu dregið sér samtals tæpar 3,2 milljónir króna og greitt eigin reikninga með kreditkorti félagsins fyrir tæpar 1,6 milljónir króna. Hann var samt sem áður liðsstjóri liðsins um helgina og keyrði rútu liðsins til og frá leikstað.

Íslenski boltinn

Allt í blóma í Mosfellsbænum

Afturelding gerði góða ferð austur fyrir fjall og vann 1-4 sigur á Selfossi í 14. umferð Lengjudeildar karla í gær. Þetta var þriðji sigur Mosfellinga í röð en þeir eru komnir upp í 5. sæti deildarinnar.

Íslenski boltinn

FH hélt topp­sætinu með stór­sigri í Víkinni

Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjudeild kvenna í fótbolta í kvöld. FH heldur toppsæti deildarinnar þökk sé 3-0 sigri á Víkingum í Víkinni. HK vann góðan 1-0 sigur í Grafarvogi, Grindavík vann í Hafnafirði á meðan Tindastóll og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli.

Íslenski boltinn

Utan vallar: Hvernig ertu í lit?

„Þegar ég sé svona gæja eins og þig, finnst mér öll veröldin breyta um svip. Þú hefur þannig áhrif á mig, að ég fell í yfirlið“ sungu Dúkkulísurnar á níunda áratugnum í laginu Svarthvíta hetjan mín sem hefur reglulega verið leikið af stuðningsmönnum sem óður til hetjanna í liði KR þegar best lætur.

Íslenski boltinn

„Búin að vera skrýtin stemning“

Þorkell Máni Pétursson segir Valsmenn hafa valið besta kostinn í stöðunni með því að ráða Ólaf Jóhannesson sem þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta, eftir að ákveðið var að Heimir Guðjónsson myndi hætta.

Íslenski boltinn

„Við erum ekki betri en þetta eins og staðan er“

„Gríðarlega vonsvikinn, við vorum ömurlega lélegir. Skömminn skárri í seinni hálfleik en mjög slakir í fyrri hálfleik, þorðum ekki að spila og vorum ekki líkir sjálfum okkur ef við getum verið eitthvað,“ sagði svekktur Rúnar Kristinsson að loknu 1-1 jafntefli KR og Fram í lokaleik 13. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta.

Íslenski boltinn