Innherji

Markaðir rétta úr kútnum, Brim hækkar um meira en 11 prósent

Eftir einn svartasta dag í Kauphöllinni frá fjármálahruninu 2008 varð mikill viðsnúningur á hlutabréfamörkuðum í dag og hækkaði Úrvalsvísitalan um rúmlega 3,6 prósent eftir að hafa fallið um nærri 6 prósent daginn áður. Öll félögin á aðalmarkaði hækkuðu í verði, mest Brim, en gengi bréfa sjávarútvegsfélagsins hækkaði um 11,5 prósent og hefur virði þess á markaði aldrei verið meira.

Innherji

Íslensk fyrirtæki sett í vonlausa stöðu þegar landlæknir fylgir ekki lögum

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Kara Connect sem kærði landlækni fyrir að brjóta gegn lögum um opinber innkaup og hafði betur segir yfirvöld þurfa að svara því hvernig framtíðarfyrirkomulag í heilsutækni eigi að líta út. Ráðamenn hafi tjáð sig með skýrum hætti en lítið hafi verið að gert. Landlæknir segir að farið verði ítarlega yfir úrskurðinn áður en embættið tjáir sig frekar um málið.

Innherji

Tilkynningarskyld viðskipti samkvæmt MAR

Gildistaka MAR hefur í för með sér töluverðar breytingar hvað varðar viðskipti æðstu stjórnenda einkum í ljósi þess að þeir þurfa ekki að óska eftir heimild til viðskipta og hafa að auki rýmri tíma til þess að upplýsa um slík viðskipti. Þá hverfur sú krafa sem gerð var til skráðra félaga um að þau haldi úti sérstökum lista yfir innherja.

Umræðan

Landlækni gert að greiða sekt vegna milljarðsviðskipta án útboðs

Kærunefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu í úrskurði sem birtur var málsaðilum í gær, að innkaup landlæknis af Origo hf. er lúta að þróun á Heklu heilbrigðisneti, gerð og þróun Heilsuveru og þróun fjarfundarlausnar til notkunar á heilbrigðissviði, hafi verið ólögmæt og í andstöðu við lög um opinber innkaup. Innherji hefur úrskurðinn undir höndum.

Innherji

Athugun fjármálaeftirlitsins leiddi í ljós „víðtæka veikleika“ hjá SaltPay

Ákvörðun sektar upp á 44 milljónir króna í sátt fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og SaltPay vegna brota félagsins á ákvæðum peningaþvættislaga var byggð á því að athugun eftirlitsstofnunarinnar leiddi í ljós „víðtæka veikleika“ hjá SaltPay. Færsluhirðirinn hefur áður bent á að veikleikarnir tengist kerfum sem voru til staðar þegar félagið tók yfir Borgun vorið 2020.

Innherji

Sala eigna og uppstokkun á rekstri hækkar verðmatsgengi Skeljungs um þriðjung

Sala eigna, meðal annars á rúmlega helmingshlut í færeyska olíufélaginu Magn, og mikil umbreyting á efnahag Skeljungs gerir það að verkum að nýtt verðmatsgengi Jakobsson Capital á félaginu er hækkað um 31 prósent frá fyrra mati og er nú 14,5 krónur á hlut. Það er samt um 7 prósentum lægra en núverandi markaðsgengi sem stóð í 15,5 krónum á hlut við lokun markaða í dag.

Innherji

Af hneykslum og reginhneykslum

Borgarstjóri hefur enn á ný gert það að umtalsefni að Reykjavíkurborg hafi ekki fengið nægilega mikið fyrir sinn snúð þegar tæplega 46% eignarhlutur borgarinnar í Landsvirkjun var seldur til ríkisins. Hann gerði slíkt hið sama árið 2015 og kallaði söluna reginhneyksli. Í morgun sló hann aðeins úr og lét nægja að kalla söluna hneyksli.

Umræðan

Allir studdu 75 punkta vaxtahækkun, óttast „hringrás verðlags- og launahækkana“

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands viðraði áhyggjur af „mögulegum annarrar umferðar áhrifum af verðhækkun innfluttrar vöru og launahækkunum“ á fundi sínum í byrjun þessarar mánaðar. Afleiðingarnar gætu birst í meiri og almennari verðhækkunum á vöru og þjónustu til þess að bregðast við auknum innfluttum verðbólguþrýstingi og hærri launakostnaði sem gæti „framkallað hringrás verðlags- og launahækkana.“

Innherji

Bankarnir ekki lánað minna til íbúðakaupa frá upphafi faraldursins

Hækkandi vextir Seðlabankans, ásamt sögulega litlu framboði fasteigna á höfuðborgarsvæðinu, er farið að hægja verulega á útlánavexti bankanna vegna íbúðakaupa heimilanna. Ný lán þeirra með veði í íbúð námu þannig 13,3 milljörðum króna í janúar á þessu ári og hafa ekki aukist minna í einum mánuði frá því í apríl 2020.

Innherji

Samkeppnismál stóru tæknifyrirtækjanna

Það er ljóst að viðhorf bæði almennings og yfirvalda gagnvart stóru tæknifyrirtækjunum hefur breyst umtalsvert á örfáum árum. Umrædd viðhorfsbreyting endurspeglast ekki síst í víðtækum rannsóknum samkeppnisyfirvalda á starfsemi tæknifyrirtækjanna og fjölda sektarákvarðana á hendur þeim, auk fyrirhugaðrar lagasetningar beggja vegna Atlantshafsins.

Umræðan

Rafmyntir sem fjárfestingakostur

Internetið gjörbreytti upplýsingamiðlun og samskiptum okkar til framtíðar. Í dag stöndum við frammi fyrir annarri byltingu með tilkomu bálkakeðjutækni. Á sama hátt og internetið breytti upplýsingamiðlun og samskiptum þá mun bálkakeðjutæknin gjörbylta skráningu og umsýslu verðmæta.

Umræðan

„Ég held að enginn vilji snúa aftur til Verbúðardaganna"

„Sjávarútvegur dagsins í dag snýst um svo margt annað og fleira en bara veiðar, vinnslu og þras á göngum Alþingis um veiðigjald," segir Agnes Guðmundsdóttir, hjá Icelandic Asia og formaður félagsins Konur í sjávarútvegi. Hún ræðir Verbúðina, veiðigjöld og nýja rannsókn um stöðu kvenna í greininni. 

Innherji

Ærandi þögn um ofríki í Kanada

Atburðarás síðustu vikna er söguleg og hún er áminning um það hversu brothætt frjálslynda lýðræðissamfélagið er þegar á reynir. Stjórnmálamenn sem gefa sig út fyrir að vera talsmenn frjálslyndis, jafnt ráðherrar sem þingmenn, geta því ekki látið hjá líða að tala gegn ofríkinu í Kanada.

Umræðan

Nýsköpunarfyrirtækið Taktikal með nýja lausn í rafrænum undirskriftum

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Taktikal gaf út fyrr í þessum mánuði nýja lausn í alþjóðlegum rafrænum undirritunum fyrir fyrirtæki og stofnanir sem ekki hefur verið í boði hér á landi áður. Er lausnin sérstaklega ætluð fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við erlenda aðila eða starfa á alþjóða vettvangi.

Innherji

Dagur í lífi Rósu: Þéttir dagar og engir tveir eins

Rósa Kristinsdóttir er yfirlögfræðingur og regluvörður Akta, sjóðastýringarfélags. Hún segir dagana einkar fjölbreytta en vill helst ekki sleppa morgunbollanum með vinkonunum og auglýsir eftir fleiri stöðum sem opna eldsnemma. Hún segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist baðkar.

Innherji