Arnór hafði starfað samfleytt í 28 ár hjá Seðlabanka Íslands þegar hann lét af störfum sem aðstoðarseðlabankastjóri haustið 2018. Hann hélt þó áfram að vinna að vinna að ýmsum verkefnum, svo sem skýrsluskrifum, innan bankans.
Ætla má að Arnór hafi komið að því að skrifa ávarpið sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti á ársfundi Seðlabankans í gær. Í ávarpinu var kafað dýpra í alþjóðleg efnahagsmál en almennt má vænta af ráðherrum en Katrín kom meðal annars inn á eignakaupaáætlun evrópska seðlabankans.
Og þegar Katrín vék að kjaramálum virtist vera samhljómur með áherslum hennar og áherslum Seðlabankans. Katrín sagði að lífskjör réðust ekki aðeins af þeirri fjárhæð sem gefin er upp á launaseðli heldur ótalmörgum þáttum, til að mynda uppbyggingu skattkerfis, stuðnings- og afkomutryggingakerfa, húsnæðismarkaðar og almannaþjónustu og hvernig þessir þættir spila saman.
Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.