Golf

Ólafía Þórunn og Arnór Ingi Íslandsmeistarar í holukeppni

GR-ingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Arnór Ingi Finnbjörnsson urðu í kvöld Íslandsmeistarar í holukeppni en mótið fór fram á Strandarvelli á Hellu. Arnór Ingi vann heimamanninn Andra Má Óskarsson úr GHR í úrslitaleik eftir bráðabana en Ólafía Þórunn vann Signýju Arnórsdóttur úr Keili í úrslitaleik.

Golf

Stutta spilið að skila Ólafi Birni svona ofarlega

Ólafur Björn Loftsson þarf að treysta á stutta spilið hjá sér á PGA-mótinu í Greensboro í Norður-Karólínu. Þegar tölfræði fyrsta dagsins er skoðuð sést að það eru voru aðeins fjórir keppendur á mótinu sem slógu styttra að meðaltali en Ólafur á þessum fyrsta hring.

Golf

Ólafur Björn: Stefnan sett á sigur eins og ávallt

Ólafur Björn Loftsson fór vel af stað á Wyndham PGA-mótinu í Norður-Karólínuríki í gær og lék á tveimur höggum undir pari. Var hann vel fyrir ofan miðjan hóp og á góðan möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn ef hann heldur sig á sömu braut.

Golf

Ólafur Björn á tveimur undir eftir sextán holur

Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, stendur sig vel á PGA-mótinu á Sedgefield-vellinum í Norður-Karólínu. Hann hefur nú lokið sextán holum á fyrsta hring og er á tveimur höggum undir pari.

Golf

Ólafur með þrjá fugla á fyrstu sjö holunum

Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, virðist kominn í stuð á Wyndham PGA-mótinu. Ólafur Björn fékk skramba á fyrstu holu en hefur síðan þá fengið þrjá fugla og parað þrjár holur.

Golf

Ólafur Björn má ekki taka við verðlaunafénu

Áhugamaður hefur ekki sigrað á PGA-mótaröðinni í tvo áratugi. Phil Mickelson var sá síðasti sem afrekaði það, árið 1991. Ólafur Björn Loftsson getur ekki tekið við hundrað milljónum ef hann sigrar á PGA-mótinu í Norður-Karólínu.

Golf

Hækkaði sig um 300 sæti

Keegan Bradley, bandaríski kylfingurinn sem sigraði í PGA-meistaramótinu um helgina, hækkaði sig um 300 sæti á heimslistanum í golfi með sigrinum, eins og greint er frá á kylfingur.is.

Golf

Tvöfaldur sigur hjá GR

Golfklúbbur Reykjavíkur vann sigur í karla- og kvennaflokki í Sveitakeppni GSÍ sem fram fór um helgina Þetta er annað árið í röð sem GR vinnur tvöfalt.

Golf

Golfklúbbur Reykjavíkur í úrslit í karla- og kvennaflokki

Golfklúbbur Reykjavíkur, GR, og Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG, mætast í úrslitum í 1. deild karla í Sveitakeppni Golfsambands Íslands. Í úrslitum í 1. deild í kvennaflokki mætast GR og Keilir. GR á titil að verja í báðum flokkum.

Golf

Enn veldur Tiger Woods vonbrigðum

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er úr leik á PGA-meistaramótinu í golfi í Atlanta. Woods var samtals á tíu höggum yfir pari eftir tvo fyrstu hringina og var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Golf

Tiger í tómu tjóni á fyrsta degi á PGA-mótinu

Tiger Woods byrjaði skelfilega á PGA-meistaramótinu í golfi sem fram fer í Johns Creek í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Woods lék fyrstu 18 holurnar á 77 höggum eða sjö höggum yfir pari og er hann eins og er í 100. sæti á mótinu.

Golf

Ummæli Williams vekja mikla athygli

Það mætti halda að kylfusveinninn Steve Williams hafi unnið Bridgestone-golfmótið um helgina. Athygli fjölmiðla er ekki síður á kylfusveininum en kylfingnum Adam Scott sem spilaði frábært golf og stóð uppi sem sigurvegari.

Golf

Afmælisdagur sem gleymist ekki

Nökkvi Gunnarsson úr Nesklúbbnum fagnaði 35 ára afmælisdeginum með því að vinna Einvígið á Nesinu í gær. Hann er fyrsti heimamaðurinn sem vinnur mótið í heil tólf ár en Nesklúbbsfólk hefur margoft þurft að horfa upp á sína kylfinga rétt missa af sigri. Nö

Golf

Nökkvi vann Einvígið á Nesinu

Nökkvi Gunnarsson NK vann einvígið á Nesinu 2011. Hann tryggði sér sigur í bráðabana á lokaholunni en í öðru sæti var Ingi Rúnar Gíslason GKJ.

Golf