Woods spilaði á fjórum undir pari - Daly strunsaði af velli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2011 10:15 Daly, í hvítu, gengur hér af velli ásamt kylfusveini sínum. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods er þremur höggum á eftir fremsta manni eftir fyrsta keppnisdag opna ástralska meistaramótsins í golfi. Hann lék á fjórum höggum undir pari, 68 höggum, í gær. Heimamaðurinn Jarrod Lyle er efstur á sjö höggum undir pari en landi hans, Adam Scott, lék á þremur undir pari í gær. Hann fékk reyndar albatrossa á 8. holu, sem er 557 jarda löng og par fimm. Það var þó líklega John Daly sem vakti einna mesta athyglina í gær en hann gekk af velli í miðri keppni og hætti leik. Það gerðist á tíundu holu, eftir að hann hafði slegið rangan bolta upp úr sandglompu og fékk fyrir það tveggja högga víti. Daly tók sig til og sló 6-7 bolta í nærliggjandi vatn, tilkynnti svo að hann væri hættur og gekk af velli. Forráðamenn mótsins í Ástralíu voru brjálaðir og báðu Daly vinsamlegast að halda sér frá mótinu í framtíðinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Daly lendir í óvenjulegu atviki í Ástralíu en á sama móti fyrir tveimur árum síðan hrifsaði hann til sín farsíma eins áhorfenda og kastaði honum í tré. Sagði hann að áhorfandinn hafi farið í taugarnar á sér. Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods er þremur höggum á eftir fremsta manni eftir fyrsta keppnisdag opna ástralska meistaramótsins í golfi. Hann lék á fjórum höggum undir pari, 68 höggum, í gær. Heimamaðurinn Jarrod Lyle er efstur á sjö höggum undir pari en landi hans, Adam Scott, lék á þremur undir pari í gær. Hann fékk reyndar albatrossa á 8. holu, sem er 557 jarda löng og par fimm. Það var þó líklega John Daly sem vakti einna mesta athyglina í gær en hann gekk af velli í miðri keppni og hætti leik. Það gerðist á tíundu holu, eftir að hann hafði slegið rangan bolta upp úr sandglompu og fékk fyrir það tveggja högga víti. Daly tók sig til og sló 6-7 bolta í nærliggjandi vatn, tilkynnti svo að hann væri hættur og gekk af velli. Forráðamenn mótsins í Ástralíu voru brjálaðir og báðu Daly vinsamlegast að halda sér frá mótinu í framtíðinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Daly lendir í óvenjulegu atviki í Ástralíu en á sama móti fyrir tveimur árum síðan hrifsaði hann til sín farsíma eins áhorfenda og kastaði honum í tré. Sagði hann að áhorfandinn hafi farið í taugarnar á sér.
Golf Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Leik lokið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira