Tiger spilaði vel annan daginn í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2011 12:15 Tiger Woods í mótinu í gær. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods lék þriðja hringinn á Frys.com-mótinu á PGA-mótaröðinni á 68 höggum í gær, rétt eins og hann gerði á öðrum keppnisdegi. Er það í fyrsta sinn síðan í upphafi ársins sem hann spilar undir 70 höggum tvo daga í röð. Árangurinn dugar þó Woods ekki til að blanda sér í toppbaráttuna en hann er nú í 38. sæti ásamt fleiri kylfingum á fjórum höggum undir pari samanlagt. Bandaríkjamaðurinn Briny Baird er í efsta sæti fyrir lokadaginn á þrettán höggum undir pari. Hann spilaði stórkostlega í gær og skilaði sér í hús á 64 höggum. Paul Casey frá Englandi og Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els koma næstir á ellefu höggum undir pari. Tiger er að spila á sínu fyrsta móti í sjö vikur en hann hefur verið frá vegna meiðsla. Hann vann síðast mót árið 2009 og hefur ekki unnið risamót í þrjú ár auk þess sem hann féll í vikunni úr hópi efstu 50 kylfinga á heimslistanum í fyrsta sinn í fimmtán ár. „Þetta er allt að koma núna,“ sagði hann. „Ég er að bæta mig á hverjum degi sem er hið besta mál. Það er augljóst að ég þarf að spila mjög vel á morgun (í dag), bæta mig mjög mikið, pútta vel og ná virkilega lágu skori.“ Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods lék þriðja hringinn á Frys.com-mótinu á PGA-mótaröðinni á 68 höggum í gær, rétt eins og hann gerði á öðrum keppnisdegi. Er það í fyrsta sinn síðan í upphafi ársins sem hann spilar undir 70 höggum tvo daga í röð. Árangurinn dugar þó Woods ekki til að blanda sér í toppbaráttuna en hann er nú í 38. sæti ásamt fleiri kylfingum á fjórum höggum undir pari samanlagt. Bandaríkjamaðurinn Briny Baird er í efsta sæti fyrir lokadaginn á þrettán höggum undir pari. Hann spilaði stórkostlega í gær og skilaði sér í hús á 64 höggum. Paul Casey frá Englandi og Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els koma næstir á ellefu höggum undir pari. Tiger er að spila á sínu fyrsta móti í sjö vikur en hann hefur verið frá vegna meiðsla. Hann vann síðast mót árið 2009 og hefur ekki unnið risamót í þrjú ár auk þess sem hann féll í vikunni úr hópi efstu 50 kylfinga á heimslistanum í fyrsta sinn í fimmtán ár. „Þetta er allt að koma núna,“ sagði hann. „Ég er að bæta mig á hverjum degi sem er hið besta mál. Það er augljóst að ég þarf að spila mjög vel á morgun (í dag), bæta mig mjög mikið, pútta vel og ná virkilega lágu skori.“
Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira