Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fyrrverandi hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun faglegar á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en tíðkist hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent

Svipar til gamalla óupplýstra rána

Þjófarnir tveir, sem taldir eru hafa stolið spilakassafé að andvirði hátt í þrjátíu milljóna króna á mánudagsmorgun, ganga enn lausir. Peningarnir eru þá enn ófundnir þó töskurnar sjö, sem þá geymdu, hafi fundist. Ránið er eitt nokkurra þaulskipulagðra rána í Íslandssögunni og eru nokkur líkindi með þeim. 

Innlent

Sýknaður af á­kæru um að hafa tekið í háls barns

Maður var í gær sýknaður af ákæru um líkamsárás og barnaverndarlagabrot í Héraðsdómi Reykjaness. Honum var gefið að sök að hafa beitt barn líkamlegum refsingum og sýnt af sér ruddalega háttsemi í garð þess í sameiginlegu húsnæði þeirra að Ásbrú.

Innlent

Vilja koma böndum á bók­hald trú­fé­laga

Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem ætlað er að auka kröfur á forsvarsmenn trúfélaga, lífsskoðunarfélaga, sjóða og stofnana varðandi utanumhald reksturs. Það regluverk sem gildir um slík félög hér á landi þykir skapa verulega hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Innlent

Veru­lega brugðið yfir Hamraborgarmálinu

Lögregla leitar enn að tveimur þjófum sem stálu tugum milljóna króna úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í fyrradag. Þónokkrar vísbendingar hafa borist en lögregla virðist engu nær. Forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands, sem á féð, er verulega brugðið og reiknar með að verklagi verði breytt vegna málsins.

Innlent

Felldu úr gildi frið­lýsingu en mátu Mumma ekki van­hæfan

Hæstirétt­ur hef­ur fellt úr gildi friðlýs­ingu vatna­sviðs Jök­uls­ár á Fjöll­um fyr­ir orku­vinnslu og sneri þar með við ákvörðun Héraðsdóms Aust­ur­lands sem hafði staðfest friðlýs­ing­una. Dómurinn mat fyrrverandi ráðherra ekki vanhæfan vegna fyrri starfa hans hjá Landvernd.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hátt í hundrað manns hafa látist vegna alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu á síðustu þremur árum. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu.

Innlent

Býr á Ís­landi en dæmd í sex ára fangelsi í Rúss­landi

Liudmilu „Lucy“ Shtein, meðlimur Pussy Riot og íslenskur ríkisborgari, hefur verið dæmd í sex ára fangelsi í Rússlandi. Shtein, sem er 27 ára gömul, er ekki í Rússlandi en hún var dæmd vegna færslna á samfélagsmiðlum þar sem hún talaði gegn innrás Rússa í Úkraínu.

Innlent

Eldur í Hafnar­firði

Eldur kviknaði í gámi á Óseyrarbraut í Hafnafirði rétt fyrir klukkan fimm í dag. Eldurinn var minniháttar og er búið að slökkva hann.

Innlent

Haraldur mátti ekki hækka launin en Sig­ríður ekki heldur lækka þau

Embætti ríkislögreglustjóra þarf að greiða fjórum yfirlögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. Hæstiréttur telur Harald hafa skort heimild til að hækka laun lögregluþjónanna en þeir hafi tekið við hækkun í góðri trú og því mætti ekki lækka launin á ný.

Innlent

Baldur mælist með lang­mest fylgi

Baldur Þórhallsson mælist með 37 prósent fylgi í könnun Prósents um hvern frambjóðanda fólk vilji að verði næsti forseti Íslands. Næsti frambjóðandi, Halla Tómasdóttir, mælist með 15 prósent fylgi en 34 prósent svarenda segjast ekki vita hvern þeir vilja í embætti forseta.

Innlent

Stálu áli í Grinda­vík en gómaðir af lög­reglu

Óprúttnir aðilar gerðu tilraun til að stela brotajárni og áli frá Vélsmiðju Grindavíkur í gærkvöldi. Ómar Davíð Ólafsson, eigandi Vélsmiðjunnar, segir að lögreglan hafi nappað þjófana þegar þeir voru komnir með tvö kör af áli inn í bílinn hjá sér.

Innlent

Út­lit fyrir að gasmengun berist til vesturs og suð­vesturs

Enn er hætta á gasmengun og er útlit fyrir að mengunin berist til vesturs og suðvesturs í dag, meðal annars yfir Svartsengi, Hafnir og Grindavík. Huga þarf að loftgæðum. Virkni eldgossins er enn stöðug og hefur verið þar frá mánudegi. Enn mælist landris en það er hægara en áður.

Innlent

Hæsti­réttur bannar síþrotamanni að stunda rekstur

Hæstiréttur hefur staðfest þriggja ára atvinnurekstrarbann manns sem hefur verið í forsvari fyrir níu félög sem enduðu í gjaldþroti. Þrotabú einkahlutafélags sem maðurinn átti einn fór fram á bannið en lýstar kröfur í búið nema ríflega 300 milljónum króna.

Innlent

Flestir öryggis­hnappar vegna heimilis­of­beldis

Eftir því sem næst verður komist eru 106 öryggishnappar í umferð hér á landi og eru ýmsar ástæður fyrir notkun þeirra af ýmsum toga. Fólk sem er með slíka hnappa á það þó sameiginlegt að óttast um öryggi sitt.

Innlent

Fá 82 þúsund fyrir að vinna frá átta til 23

Reykjavíkurborg leitar nú að fólki til að taka að sér setu í undirkjörstjórnum við forsetakosningarnar sem fram fara 1. júní. Vaktin hefst klukkan átta og lýkur í fyrsta lagi klukkan 23 en kjörstöðum er lokað klukkan 22. Launin eru 82 þúsund krónur fyrir skatt.

Innlent

Mikil­vægt að upp­lýsa málið svo aðrir sjái sér ekki leik á borði

Þjófarnir sem stálu milljónum úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í fyrradag ganga enn lausir. Féð sem þeir höfðu á brott með sér er sömuleiðis ófundið. Afbrotafræðingur segir mjög mikilvægt að málið verði upplýst, svo þeim skilaboðum verði komið á framæri að rán sem þessi borgi sig ekki.

Innlent

Helga hellir sér í forsetaslaginn

Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ætlar að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Helga upplýsti um þetta á blaðamannafundi á heimili sínu í Fossvoginum í hádeginu.

Innlent