Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. Innlent 11.3.2025 17:41 Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talin tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. Innlent 11.3.2025 17:01 Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 11.3.2025 15:40 Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Kvikusöfnun heldur áfram á svipuðum hraða undir Svartsengi og hefur, samkvæmt Veðurstofunni, aldrei verið meira frá því að goshrina hófst á Reykjanesi í desember 2023. Veðurstofan spáir því að næsta eldgos gæti orðið sambærilegt eða stærra en það sem var í ágúst 2024 sem er það stærsta sem hefur orðið á svæðinu að rúmmáli. Innlent 11.3.2025 15:31 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Meðal aðgerða sem utanríkisráðherra hefur lagt til í öryggis- og varnarmálastefnu Íslands er að ómannaður eftirlitskafbátur verði tekinn í notkun. Sá bátur yrði starfræktur í samvinnu við Landhelgisgæsluna til að efla eftirlit með sæstrengjum og höfnum. Innlent 11.3.2025 15:19 Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur úthlutað styrkjum að upphæð 140 milljónum til þrettán verkefna á landsbyggðinni til að efla byggðir landsins. Níu af verkefnunum þrettán eru í kjördæmi ráðherrans. Innlent 11.3.2025 14:35 Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Bjarni Þór Sigurðsson, frambjóðandi til formanns VR, ritar grein á Vísi þar sem hann heldur því fram staðfastlega að þeir sem eru að hringja út fyrir Höllu Gunnarsdóttur mótframbjóðanda síns haldi því fram að hann sé of gamall. Innlent 11.3.2025 14:14 Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum: Hvað verður um tillöguna um að fella brott áminningar til opinberra starfsmanna? Innlent 11.3.2025 14:08 Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Maður um sextugt sem kastaðist út í sjó við höfnina á Akranesi í síðustu vikur er kominn á bataveg. Innlent 11.3.2025 13:55 Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Dæmi eru um að starfsfólk Ríkislögreglustjóra hafi veikst vegna myglu á tveimur mismunandi starfsstöðvum. Flytja hefur þurft starfsemi sérsveitarinnar í nýtt húsnæði, en ríkislögreglustjóri segir aðstöðu hennar hafa verið ómögulega um árabil. Innlent 11.3.2025 12:32 Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Í hádegisfréttum fjöllum við um þingkosningarnar á Grænlandi sem fram fara í dag. Íslensk-grænlensk kona segir að íbúar í Nuuk geti vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum sem séu út um allt. Innlent 11.3.2025 12:20 Stúlkan er fundin Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir ellefu ára stúlku úr Reykjanesbæ í hádeginu. Stúlkan fannst nokkruð síðar. Innlent 11.3.2025 12:12 Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Níu milljóna króna styrkur sem Landakotskirkja fær er sá langhæsti sem veittur var úr húsafriðunarsjóði Minjastofnunar í ár, meira en helmingi hærri en næsthæsti styrkurinn. Norræna húsið og verkamannabústaðirnir við Hringbraut eru á meðal verkefna sem hlutu styrki úr sjóðnum. Innlent 11.3.2025 09:51 Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund í dag þar sem fjallað verður um skýrslur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir árið 2024. Innlent 11.3.2025 08:24 Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvær brasilískar konur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa smyglað samtals rúmlega þremur og hálfu kílói af kókaíni til landsins með flugi í nóvember síðastliðnum. Innlent 11.3.2025 07:54 Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Eldfjallafræðingur telur að Sundhnjúksgígaröðin gæti kannski náð einu eldgosi í viðbót en segist þó frekar á því að goshrinunni þar sé lokið. Hann spáir því að Eldvörp og Reykjanestá verði næstu gossvæði. Innlent 10.3.2025 21:30 Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Trans kona sem sótt hefur árlega ráðstefnu í San Francisco í um áratug segist ekki hafa treyst sér í ferðina vegna nýrra reglna um skráð kyn í vegabréfi í Bandaríkjunum. Það sé ótrúlegt að sjá Bandaríkin skipa sér í hóp með öðrum löndum sem trans fólk forðist að ferðast til. Innlent 10.3.2025 21:03 „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Forseti borgarstjórnar segir það ekki sitt að svara fyrir það hvort borgarstjóri sitji áfram sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, en borgarstjóri fær fyrir formennskuna tæpar 900 þúsund krónur á mánuði. Skoða þurfi launamun milli hæst og lægst launuðu starfsmanna borgarinnar, en það verði ekki gert á þessu kjörtímabili. Innlent 10.3.2025 20:55 Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Hæstiréttur mun ekki taka fyrir mál sjö manna sem voru sakfelldir fyrir hlutdeild að líkamsárás í hinu svokallaða Bankastrætismáli. Innlent 10.3.2025 20:33 Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Ríkissjóður verður í áratugi að greiða upp ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða skuldir Íbúðalánasjóðs að sögn ráðherra. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör þeirra verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. Við ræðum við fjármálaráðherra um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 10.3.2025 18:00 Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál tveggja manna sem voru sakfelldir fyrir hópnauðgun í Landsrétti. Áður höfðu þeir verið sýknaðir í Héraðsdómi Reykjaness. Innlent 10.3.2025 15:59 Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin eru ákærðir ásamt fjórtán öðrum fyrir skjalafals, þjófnað, fíkniefnalagabrot og fleiri brot. Á meðal ákærðu í málinu er móðir bræðranna. Innlent 10.3.2025 15:54 Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, hefur verið skipuð formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu næstu fjögur árin. Lögmennirnir Flosi Hrafn Sigurðsson og Kristín Edwald lögmaður verða með Margréti í nefndinni. Innlent 10.3.2025 14:50 Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Borgarráð Reykjavíkur hefur gefið grænt ljós á umfangsmikla endurgerð hraðahindrana í borginni á árinu 2025. Verkefnið verður boðið út í tveimur áföngum og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist í maí og ljúki í september. Innlent 10.3.2025 14:42 Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Öðrum þeirra manna sem fór í sjóinn við Akraneshöfn í óveðrinu um þarsíðustu helgi er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans. Innlent 10.3.2025 14:11 Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Afstaða sveitarfélaganna tveggja við Hvalfjörð til fyrirhugaðrar tilraunar með basalausn í sumar er gerólík. Hvalfjarðarsveit leggst ekki gegn því að leyfi verði veitt fyrir tilrauninni en Kjósarhreppur er alfarið á móti. Bæði Hafró og Umhverfisstofnun hafa mælt með því að leyfið verði veitt. Innlent 10.3.2025 14:01 Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Sá sem lést í árekstri tveggja bíla á Hringveginum á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur í gær var íslendingur á áttræðisaldri. Aðrir sem lentu í slysinu eru ekki í lífshættu. Innlent 10.3.2025 12:18 Heiða liggur enn undir feldi Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún ætli að halda áfram sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga samhliða starfi borgarstjóra. Laun Heiðu Bjargar hafa vakið mikil viðbrögð, en um helgina kom fram í fréttum að laun fyrir formennsku hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga hafi hækkað um fimmtíu prósent frá árinu 2023. Innlent 10.3.2025 12:15 „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Margrét Ólöf A. Sanders bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ er verulega ósátt við nýja kjarasamninga kennara og sérstaklega aðkomu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur nýs borgarstjóra að þeim. Heiða Björg gegnir jafnframt embætti formanns Samtaka íslenskra sveitarfélaga. Innlent 10.3.2025 12:06 Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera „Við getum aftur orðið fremst meðal þjóða í tóbaksvörnum en til þess þurfum við hugrakka stjórnmálamenn sem þora að taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir.“ Innlent 10.3.2025 12:05 « ‹ 20 21 22 23 24 25 26 27 28 … 334 ›
Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. Innlent 11.3.2025 17:41
Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talin tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. Innlent 11.3.2025 17:01
Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Innlent 11.3.2025 15:40
Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Kvikusöfnun heldur áfram á svipuðum hraða undir Svartsengi og hefur, samkvæmt Veðurstofunni, aldrei verið meira frá því að goshrina hófst á Reykjanesi í desember 2023. Veðurstofan spáir því að næsta eldgos gæti orðið sambærilegt eða stærra en það sem var í ágúst 2024 sem er það stærsta sem hefur orðið á svæðinu að rúmmáli. Innlent 11.3.2025 15:31
Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Meðal aðgerða sem utanríkisráðherra hefur lagt til í öryggis- og varnarmálastefnu Íslands er að ómannaður eftirlitskafbátur verði tekinn í notkun. Sá bátur yrði starfræktur í samvinnu við Landhelgisgæsluna til að efla eftirlit með sæstrengjum og höfnum. Innlent 11.3.2025 15:19
Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur úthlutað styrkjum að upphæð 140 milljónum til þrettán verkefna á landsbyggðinni til að efla byggðir landsins. Níu af verkefnunum þrettán eru í kjördæmi ráðherrans. Innlent 11.3.2025 14:35
Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Bjarni Þór Sigurðsson, frambjóðandi til formanns VR, ritar grein á Vísi þar sem hann heldur því fram staðfastlega að þeir sem eru að hringja út fyrir Höllu Gunnarsdóttur mótframbjóðanda síns haldi því fram að hann sé of gamall. Innlent 11.3.2025 14:14
Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum: Hvað verður um tillöguna um að fella brott áminningar til opinberra starfsmanna? Innlent 11.3.2025 14:08
Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Maður um sextugt sem kastaðist út í sjó við höfnina á Akranesi í síðustu vikur er kominn á bataveg. Innlent 11.3.2025 13:55
Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Dæmi eru um að starfsfólk Ríkislögreglustjóra hafi veikst vegna myglu á tveimur mismunandi starfsstöðvum. Flytja hefur þurft starfsemi sérsveitarinnar í nýtt húsnæði, en ríkislögreglustjóri segir aðstöðu hennar hafa verið ómögulega um árabil. Innlent 11.3.2025 12:32
Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Í hádegisfréttum fjöllum við um þingkosningarnar á Grænlandi sem fram fara í dag. Íslensk-grænlensk kona segir að íbúar í Nuuk geti vart fótað sig fyrir erlendum blaðamönnum sem séu út um allt. Innlent 11.3.2025 12:20
Stúlkan er fundin Lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir ellefu ára stúlku úr Reykjanesbæ í hádeginu. Stúlkan fannst nokkruð síðar. Innlent 11.3.2025 12:12
Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Níu milljóna króna styrkur sem Landakotskirkja fær er sá langhæsti sem veittur var úr húsafriðunarsjóði Minjastofnunar í ár, meira en helmingi hærri en næsthæsti styrkurinn. Norræna húsið og verkamannabústaðirnir við Hringbraut eru á meðal verkefna sem hlutu styrki úr sjóðnum. Innlent 11.3.2025 09:51
Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund í dag þar sem fjallað verður um skýrslur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir árið 2024. Innlent 11.3.2025 08:24
Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvær brasilískar konur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa smyglað samtals rúmlega þremur og hálfu kílói af kókaíni til landsins með flugi í nóvember síðastliðnum. Innlent 11.3.2025 07:54
Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Eldfjallafræðingur telur að Sundhnjúksgígaröðin gæti kannski náð einu eldgosi í viðbót en segist þó frekar á því að goshrinunni þar sé lokið. Hann spáir því að Eldvörp og Reykjanestá verði næstu gossvæði. Innlent 10.3.2025 21:30
Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Trans kona sem sótt hefur árlega ráðstefnu í San Francisco í um áratug segist ekki hafa treyst sér í ferðina vegna nýrra reglna um skráð kyn í vegabréfi í Bandaríkjunum. Það sé ótrúlegt að sjá Bandaríkin skipa sér í hóp með öðrum löndum sem trans fólk forðist að ferðast til. Innlent 10.3.2025 21:03
„Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Forseti borgarstjórnar segir það ekki sitt að svara fyrir það hvort borgarstjóri sitji áfram sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, en borgarstjóri fær fyrir formennskuna tæpar 900 þúsund krónur á mánuði. Skoða þurfi launamun milli hæst og lægst launuðu starfsmanna borgarinnar, en það verði ekki gert á þessu kjörtímabili. Innlent 10.3.2025 20:55
Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Hæstiréttur mun ekki taka fyrir mál sjö manna sem voru sakfelldir fyrir hlutdeild að líkamsárás í hinu svokallaða Bankastrætismáli. Innlent 10.3.2025 20:33
Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Ríkissjóður verður í áratugi að greiða upp ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða skuldir Íbúðalánasjóðs að sögn ráðherra. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör þeirra verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. Við ræðum við fjármálaráðherra um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 10.3.2025 18:00
Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál tveggja manna sem voru sakfelldir fyrir hópnauðgun í Landsrétti. Áður höfðu þeir verið sýknaðir í Héraðsdómi Reykjaness. Innlent 10.3.2025 15:59
Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Tvíburabræðurnir Elías og Jónas Shamsudin eru ákærðir ásamt fjórtán öðrum fyrir skjalafals, þjófnað, fíkniefnalagabrot og fleiri brot. Á meðal ákærðu í málinu er móðir bræðranna. Innlent 10.3.2025 15:54
Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor í lögum við Háskólann í Reykjavík, hefur verið skipuð formaður nefndar um eftirlit með störfum lögreglu næstu fjögur árin. Lögmennirnir Flosi Hrafn Sigurðsson og Kristín Edwald lögmaður verða með Margréti í nefndinni. Innlent 10.3.2025 14:50
Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Borgarráð Reykjavíkur hefur gefið grænt ljós á umfangsmikla endurgerð hraðahindrana í borginni á árinu 2025. Verkefnið verður boðið út í tveimur áföngum og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist í maí og ljúki í september. Innlent 10.3.2025 14:42
Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Öðrum þeirra manna sem fór í sjóinn við Akraneshöfn í óveðrinu um þarsíðustu helgi er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans. Innlent 10.3.2025 14:11
Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Afstaða sveitarfélaganna tveggja við Hvalfjörð til fyrirhugaðrar tilraunar með basalausn í sumar er gerólík. Hvalfjarðarsveit leggst ekki gegn því að leyfi verði veitt fyrir tilrauninni en Kjósarhreppur er alfarið á móti. Bæði Hafró og Umhverfisstofnun hafa mælt með því að leyfið verði veitt. Innlent 10.3.2025 14:01
Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Sá sem lést í árekstri tveggja bíla á Hringveginum á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur í gær var íslendingur á áttræðisaldri. Aðrir sem lentu í slysinu eru ekki í lífshættu. Innlent 10.3.2025 12:18
Heiða liggur enn undir feldi Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún ætli að halda áfram sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga samhliða starfi borgarstjóra. Laun Heiðu Bjargar hafa vakið mikil viðbrögð, en um helgina kom fram í fréttum að laun fyrir formennsku hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga hafi hækkað um fimmtíu prósent frá árinu 2023. Innlent 10.3.2025 12:15
„Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Margrét Ólöf A. Sanders bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ er verulega ósátt við nýja kjarasamninga kennara og sérstaklega aðkomu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur nýs borgarstjóra að þeim. Heiða Björg gegnir jafnframt embætti formanns Samtaka íslenskra sveitarfélaga. Innlent 10.3.2025 12:06
Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera „Við getum aftur orðið fremst meðal þjóða í tóbaksvörnum en til þess þurfum við hugrakka stjórnmálamenn sem þora að taka ákvarðanir og fylgja þeim eftir.“ Innlent 10.3.2025 12:05