Innlent

Tekjur mestar í Vest­manna­eyjum og minnstar í Tjör­nes­hreppi

Heildartekjur einstaklinga á Íslandi voru rúmar 9,2 milljónir króna að meðaltali árið 2023, eða um 770 þúsund krónur á mánuði. Það er rúm 10 prósent hækkun frá fyrra ári. Sé horft til verðlagsleiðréttingar er raunhækkunin um 1,3 prósent. Meðaltal heildarteknanna var hæst í Vestmannaeyjum, 13,9 milljónir, en lægst í Tjörneshreppi, 6,5 milljónir.

Innlent

Of lítið fjár­magn til við­halds hafi kostað manns­líf

Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa miklar áhyggjur af tíðum bikblæðingum sem hafa verið í klæðningu á vegum landsins undanfarin ár. Haldinn var kynningarfundur á vegum Vegagerðarinnar 10. júlí þar sem meðal annars kom fram að ástæða tíðra blæðinga síðastliðinna ára sé vegna mikillar aukningar þungaflutninga og stærri bíla á vegum með klæðningu. Sniglar taka undir með Vegagerðinni og krefjast úrbóta með auknu fjárframlagi.

Innlent

Ungir menn sem veðja stjórn­laust hafi varann á

Um sjötíu prósent landsmanna hafa spilað fjárhættuspil síðastliðna tólf mánuði. Ungir karlmenn veðja mun meira á erlendum veðmálasíðum en áður. Sérfræðingur í spilafíkn segir þá sem spila á netinu vera líklegri til að þróa með sér spilafíkn en aðrir.

Innlent

„Það er allt búið að vera á floti hérna“

Gífurleg úrkoma hefur verið víða um vestanvert landið síðustu daga. Í Grundarfirði er úrkoman „algerlega fáheyrð“ þar sem úrkoma mældist 227,1 mm frá kl 9 í gær til 9 í dag. Víða hefur flætt yfir tún og vegi. Bóndi í Dölum segir „fína og snyrtilega lindará“ við bæ hennar nú líta út eins og heljarinnar jökulsá. Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar hefur áhyggjur af ástandi vega og álagi á fráveitukerfinu.

Innlent

Leysingar hugsan­leg or­sök E.coli bakteríu

E.coli baktería greindist í einu sýni Heilbrigðiseftirlitsins á neysluvatni sem tekið var í íbúðarhúsi á Siglufirði í gær. Í kjölfarið voru fjögur sýni tekin til viðbótar, og er niðurstaðna að vænta úr þeim á morgun. Heilbrigðisfulltrúi segir að erfitt sé að vera með vangaveltur þegar maður hefur ekki heildarmyndina fyrir framan sig. Íbúar eru hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu.

Innlent

Bustarfellsdagurinn í glæsi­legum torf­bæ

Það er ótrúlegt en dagsatt en sama ættin hefur búið á bænum Bustarfelli í Vopnafirði frá 1532 eða í 492 ár en í dag er einmitt Bustarfellsdagurinn í einum besta varðveitta torfbæ landsins, sem er fullur af munum fortíðar.

Innlent

Skot­á­rás gegn Trump, baktería í neyslu­vatni og veð­mála­starf­semi

Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti varð fyrir skoti í árás á kosningafundi í Pennsylvaníu í gær. Árásin er rannsökuð sem morðtilræði en einn lést í árásinni auk árásarmannsins sem var drepinn á vettvangi. Líklegt þykir að árásin komi til með að styrkja kosningabaráttu Trumps sem sækist eftir embætti forseta á ný í kosningunum í nóvember.

Innlent

Fræðir á­huga­sama um mann­át

„Það virðist vera algengt að það sem vekur hjá okkur óhug er á sama tíma eitthvað svo spennandi,“ segir Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur. Í október næstkomandi mun hún leiða námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands og viðfangsefnið er vægast sagt óvenjulegt: mannát.

Innlent

Leituðu að manni í sjónum í nótt

Tilkynning barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um eittleytið í nótt, um að hugsanlega hefði maður farið í sjóinn við Granda í Reykjavík. Leitin stóð langt frameftir nóttu, en bar ekki árangur. Kafarar, bátar og þyrla Landhelgisgæslunnar tóku þátt í leitinni.

Innlent

Biskupsbústaðurinn brátt falur

Séra Guðrún Karls Helgudóttir nýkjörinn biskup Íslands mun ekki flytja í biskupsbústaðinn að Bergstaðastræti 75. Til stendur að setja húsið á söluskrá. 

Innlent

Dæmi um meintan hagsmunaárekstur við mat á sak­hæfi

Dæmi eru um að sömu geðlæknar leggi mat á sakhæfi einstaklinga fyrir dómstólum og sem sinna myndu þeim á réttargeðdeild. Þetta skapar óeðlilegan hagsmunaárekstur að mati formanns Afstöðu. Alvarlegt ástand ríki í geðheilbrigðismálum fanga.

Innlent

Segir fá­rán­­legt að enginn axli á­byrgð á bana­slysinu

Hópur mótorhjólamanna hefur efnt til mótmæla næstkomandi mánudag til að mótmæla því að enginn ætli að bera ábyrgð á mistökum við vegagerð, sem leiddu til banaslyss tveggja mótorhjólamanna á Kjalarnesi fyrir fjórum árum. Hópurinn ætlar að hittast á Korputorgi klukkan 19, aka saman upp á Kjalarnes, og stöðva þar hjólin á báðum akreinum í stutta stund í mótmælaskyni. Skipuleggjandi segir fáránlegt að enginn taki ábyrgð.

Innlent

Myndi engan skaða þótt veð­mála­fyrir­tæki fengju að starfa

Sigurður Guðni Guðjónsson lögmaður, segir að löggjöfin um veðmálastarfssemi svipi til áfengisbannsins sem sett var á laggirnar árið 1909. Íslensk stjórnvöld geti ekki hindrað að auglýsingar erlendra veðmálafyrirtækja komi fyrir augu Íslendinga fyrir tilstilli erlendra samfélagsmiðla. Sennilega myndi það ekki skaða neinn, þó erlend veðmálafyrirtæki fengju að starfa hér.

Innlent