Erlent Spacey segist saklaus Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér. Erlent 14.7.2022 10:21 Hulið verk Van Gogh fannst í Skotlandi Hulið verk eftir listamanninn Vincent Van Gogh fannst við röntgenskoðun á öðrum verkum á safni í Skotlandi. Erlent 14.7.2022 08:49 550 höfða mál gegn Uber vegna kynferðisbrota ökumanna 550 konur hafa höfðað mál gegn Uber vegna kynferðisbrota ökumanna á vegum fyrirtækisins. Glæpirnir sem ökumennirnir eru sagðir hafa framdir eru meðal annars mannrán, nauðganir, kynferðisofbeldi og áreitni. Erlent 14.7.2022 08:28 Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. Erlent 14.7.2022 08:15 Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku. Erlent 14.7.2022 07:23 Ákærður fyrir nauðgun á tíu ára stúlku sem fékk ekki að fara í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri var í gær ákærður fyrir nauðgun á tíu ára stúlku í Ohio í Bandaríkjunum. Stúlkan varð þunguð eftir manninn og neyddist til að fara í þungunarrof í öðru ríki eftir að henni var meinaður aðgangur að því í Ohio. Erlent 14.7.2022 07:15 Ákærðir fyrir að selja stolna texta af Hotel California Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa selt handskrifaða texta Don Henley, söngvara Eagles, af lögum plötunnar Hotel California. Textunum var stolið á áttunda áratug síðustu aldar. Erlent 13.7.2022 23:41 Borgarfulltrúi handtekinn í Moskvu vegna andstöðu við stríðið Saksóknari í Rússlandi lagði í dag fram ákæru á hendur Ilya Yashin borgarfulltrúa í Moskvu skömmu áður en láta átti hann lausan úr 15 daga varðhaldi fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Erlent 13.7.2022 22:09 Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka. Erlent 13.7.2022 19:45 Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. Erlent 13.7.2022 19:21 Þyrla hrapaði er barist var við skógarelda í Grikklandi Þyrla á vegum slökkviliðsins á eyjunni Samos í Grikkland hrapaði niður í Eyjahaf er unnið var að því að slökkva skógarelda á eyjunni. Fjórir voru í þyrlunni er hún hrapaði. Erlent 13.7.2022 18:31 Rishi Sunak vann í fyrstu umferðinni Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, sigraði í fyrstu umferð leiðtogakosninga breska Íhaldsflokksins í dag. Alls buðu átta manns sig fram og féllu tveir úr keppni. Erlent 13.7.2022 17:52 Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. Erlent 13.7.2022 14:48 Verði grýtt til dauða fyrir hjúskaparbrot Súdönsk kona hefur verið dæmd til að vera grýtt dauða fyrir hjúskaparbrot en dómurinn er sá fyrsti af þessu tagi í Súdan í níu ár. Mannréttindastofnanir segja dóminn brjóta innlend og alþjóðleg lög og krefjast frelsunar konunnar. Erlent 13.7.2022 14:46 4.000 dýrum bjargað í „hundaverksmiðju“ í Bandaríkjunum Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa bjargað 4.000 hundum í „hvolpaverksmiðju“ í Virginíu í kjölfar fjölda brota á lögum og reglum um dýravelferð. Þau hafa nú um tvo mánuði til að finna heimili fyrir dýrin. Erlent 13.7.2022 13:01 Frönsk yfirvöld staðfesta tengsl ristilkrabbameins og nítrata í unnum kjötvörum Frönsk yfirvöld hafa staðfest skaðsemi nítrata í unnum kjötvörum og tengsl þeirra við ristilkrabbamein. Matvælaöryggisyfirvöld í Frakklandi (ANSES) hafa hvatt til þess að neysla nítrata verði takmörkuð en nítrötin lengja líftíma ýmissa matvæla. Erlent 13.7.2022 12:24 Kuleba segir Rússa spila út hungurspilinu til að knýja fram afléttingu refsiaðgerða Utanríkisráðherra Úkraínu segir engan grundvöll til friðarviðræðna við Rússa fyrr en þeir láti af hernaði sínum í landinu. Þá verði að tryggja öruggar siglingar fyrir útflutning á korni um Svartahaf en í dag spili Rússar út hungurspilinu til að þrýsta á Vesturlönd að aflétta refsiaðgerðum þeirra. Erlent 13.7.2022 12:00 Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent í Bandaríkjunum árið 2020, á sama tíma og sýklalyfjum var ávísað til fjölda fólks vegna kórónuveirunnar og sýkinga hjá sjúklingum sem dvöldu langdvölum á heilbrigðisstofnunum. Erlent 13.7.2022 11:07 Biðu á ganginum í meira en klukkustund þrátt fyrir skothljóð úr kennslustofunni Myndbönd úr öryggismyndavélum skóla í Uvalde í Texas, þar sem ungur maður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í maí, sýna lögregluþjóna hörfa frá árásarmanninum og bíða á göngum skólans í meira en klukkustund. Erlent 13.7.2022 11:03 Íkveikja ekki sönnuð í bruna sem varð Íslendingi að bana Ekki hefur tekist að sanna að um íkveikju hafi verið að ræða þegar Íslendingur lést í bruna á Amager í Kaupmannahöfn í nóvember í fyrra. Erlent 13.7.2022 10:51 Sérfræðingar fylgjast með nýju afbrigði af afbrigði Sérfræðingar hafa nú augun á nýju afbrigði af afbrigði kórónuveirunnar, BA.2.75, sem hefur fengið viðurnefnið „Centaurus“. Það er afbirgði Ómíkron-afbrigðisins BA.2 og breiðist nú hratt út á Indlandi. Þá hefur það einnig greinst á Bretlandseyjum. Erlent 13.7.2022 10:02 Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið útnefndur starfandi forseti landsins eftir að forsetinn Gotabaya Rajapaksa flúði í herflugvél til Maldíveyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu en mótmælendur freista þess nú að komast inn á skrifstofu forsætisráðherrans. Erlent 13.7.2022 08:14 Átta í framboði í leiðtogakjörinu sem hefst í dag Leiðtogakjör breska íhaldsflokksins hefst um hádegisbil í dag en átta eru í framboði sem vilja taka við stjórnartaumunum í flokknum af Boris Johnson. Erlent 13.7.2022 06:43 Lúðrasveit veittist að manni sem kastaði ruslatunnu í meðlimi Lúðrasveit í Norður-Írlandi veittist í dag að karlmanni sem kastaði ruslatunni í meðlimi sveitarinnar er þeir tóku þátt í skrúðgöngu. Maðurinn lokaði sig inni og brutu meðlimir sveitarinnar rúðu á fjölbýlishúsinu sem maðurinn býr í. Erlent 12.7.2022 23:22 Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. Erlent 12.7.2022 22:42 Kviknað í bar við Trafalgar-torg Eldur logar á barnum The Admiralty við Trafalgar-torg í London. Alls reyna 125 slökkviliðsmenn nú að slökkva eldinn. Erlent 12.7.2022 21:20 Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. Erlent 12.7.2022 19:21 Heathrow-flugvöllur setur takmörk á fjölda farþega Heathrow-flugvöllur hefur sett hámark á þann fjölda farþega sem flýgur frá vellinum næstu þrjá mánuði. Af því tilefni hafa stjórnendur flugvallarins sagt flugfélögum að hætta að selja sumarmiða. Fari fjöldi daglegra farþega fram úr 100 þúsund gæti þurft að aflýsa einhverjum flugum. Erlent 12.7.2022 17:03 Felldu nýja leiðtoga ISIS í loftárás Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að leiðtogi Íslamska ríkisins hefði verið felldur í loftárás. Maher al-Agal, er þriðji leiðtogi samtakanna sem fellur í árás Bandaríkjanna á undanförnum árum en hann var felldur í drónaárás í morgun. Erlent 12.7.2022 16:57 Útbreiðsla apabólu í Bretlandi tvöfaldist á tveggja vikna fresti Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segja 1.735 tilfelli af apabólu nú hafa verið staðfest þar í landi. Þar af hafi 75 prósent tilfellanna greinst í Lundúnum. Vísindamenn segja engin merki þess að faraldur apabólu sé í hnignun á Bretlandi og telja þeir útbreiðslu faraldursins tvöfaldast á tveggja vikna fresti. Erlent 12.7.2022 15:22 « ‹ 252 253 254 255 256 257 258 259 260 … 334 ›
Spacey segist saklaus Kevin Spacey, hinn víðfrægi bandaríski leikari, lýsti yfir sakleysi sínu í dómssal í Lundúnum í morgun en hann hefur verið ásakaður um að brjóta kynferðislega gegn þremur mönnum fyrir áratug og rúmlega það. Spacey, sem er 62 ára gamall, sagðist saklaus af öllum fimm ákæruliðunum gegn sér. Erlent 14.7.2022 10:21
Hulið verk Van Gogh fannst í Skotlandi Hulið verk eftir listamanninn Vincent Van Gogh fannst við röntgenskoðun á öðrum verkum á safni í Skotlandi. Erlent 14.7.2022 08:49
550 höfða mál gegn Uber vegna kynferðisbrota ökumanna 550 konur hafa höfðað mál gegn Uber vegna kynferðisbrota ökumanna á vegum fyrirtækisins. Glæpirnir sem ökumennirnir eru sagðir hafa framdir eru meðal annars mannrán, nauðganir, kynferðisofbeldi og áreitni. Erlent 14.7.2022 08:28
Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. Erlent 14.7.2022 08:15
Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku. Erlent 14.7.2022 07:23
Ákærður fyrir nauðgun á tíu ára stúlku sem fékk ekki að fara í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri var í gær ákærður fyrir nauðgun á tíu ára stúlku í Ohio í Bandaríkjunum. Stúlkan varð þunguð eftir manninn og neyddist til að fara í þungunarrof í öðru ríki eftir að henni var meinaður aðgangur að því í Ohio. Erlent 14.7.2022 07:15
Ákærðir fyrir að selja stolna texta af Hotel California Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa selt handskrifaða texta Don Henley, söngvara Eagles, af lögum plötunnar Hotel California. Textunum var stolið á áttunda áratug síðustu aldar. Erlent 13.7.2022 23:41
Borgarfulltrúi handtekinn í Moskvu vegna andstöðu við stríðið Saksóknari í Rússlandi lagði í dag fram ákæru á hendur Ilya Yashin borgarfulltrúa í Moskvu skömmu áður en láta átti hann lausan úr 15 daga varðhaldi fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Erlent 13.7.2022 22:09
Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka. Erlent 13.7.2022 19:45
Róstursamt á breska þinginu og þingmönnum hent út Róstursamt var á breska þinginu í dag og hart sótt að fráfarandi forsætisráðherra. Þingforseti lét henda tveimur þingmönnum skorska aðskilnaðarflokksins Alba út úr þingsalnum. Sex eru eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins eftir fyrstu umferð í dag. Erlent 13.7.2022 19:21
Þyrla hrapaði er barist var við skógarelda í Grikklandi Þyrla á vegum slökkviliðsins á eyjunni Samos í Grikkland hrapaði niður í Eyjahaf er unnið var að því að slökkva skógarelda á eyjunni. Fjórir voru í þyrlunni er hún hrapaði. Erlent 13.7.2022 18:31
Rishi Sunak vann í fyrstu umferðinni Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, sigraði í fyrstu umferð leiðtogakosninga breska Íhaldsflokksins í dag. Alls buðu átta manns sig fram og féllu tveir úr keppni. Erlent 13.7.2022 17:52
Biður herinn um að tryggja frið í Srí Lanka Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur skipað her landsins að gera það sem nauðsynlegt er til að koma á röð og reglu. Hann er nú starfandi forseti eyríkisins eftir að forsetinn flúði til Malíveyja. Erlent 13.7.2022 14:48
Verði grýtt til dauða fyrir hjúskaparbrot Súdönsk kona hefur verið dæmd til að vera grýtt dauða fyrir hjúskaparbrot en dómurinn er sá fyrsti af þessu tagi í Súdan í níu ár. Mannréttindastofnanir segja dóminn brjóta innlend og alþjóðleg lög og krefjast frelsunar konunnar. Erlent 13.7.2022 14:46
4.000 dýrum bjargað í „hundaverksmiðju“ í Bandaríkjunum Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa bjargað 4.000 hundum í „hvolpaverksmiðju“ í Virginíu í kjölfar fjölda brota á lögum og reglum um dýravelferð. Þau hafa nú um tvo mánuði til að finna heimili fyrir dýrin. Erlent 13.7.2022 13:01
Frönsk yfirvöld staðfesta tengsl ristilkrabbameins og nítrata í unnum kjötvörum Frönsk yfirvöld hafa staðfest skaðsemi nítrata í unnum kjötvörum og tengsl þeirra við ristilkrabbamein. Matvælaöryggisyfirvöld í Frakklandi (ANSES) hafa hvatt til þess að neysla nítrata verði takmörkuð en nítrötin lengja líftíma ýmissa matvæla. Erlent 13.7.2022 12:24
Kuleba segir Rússa spila út hungurspilinu til að knýja fram afléttingu refsiaðgerða Utanríkisráðherra Úkraínu segir engan grundvöll til friðarviðræðna við Rússa fyrr en þeir láti af hernaði sínum í landinu. Þá verði að tryggja öruggar siglingar fyrir útflutning á korni um Svartahaf en í dag spili Rússar út hungurspilinu til að þrýsta á Vesturlönd að aflétta refsiaðgerðum þeirra. Erlent 13.7.2022 12:00
Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent Dauðsföllum af völdum sýklalyfjaónæmra baktería fjölgaði um 15 prósent í Bandaríkjunum árið 2020, á sama tíma og sýklalyfjum var ávísað til fjölda fólks vegna kórónuveirunnar og sýkinga hjá sjúklingum sem dvöldu langdvölum á heilbrigðisstofnunum. Erlent 13.7.2022 11:07
Biðu á ganginum í meira en klukkustund þrátt fyrir skothljóð úr kennslustofunni Myndbönd úr öryggismyndavélum skóla í Uvalde í Texas, þar sem ungur maður skaut nítján börn og tvo kennara til bana í maí, sýna lögregluþjóna hörfa frá árásarmanninum og bíða á göngum skólans í meira en klukkustund. Erlent 13.7.2022 11:03
Íkveikja ekki sönnuð í bruna sem varð Íslendingi að bana Ekki hefur tekist að sanna að um íkveikju hafi verið að ræða þegar Íslendingur lést í bruna á Amager í Kaupmannahöfn í nóvember í fyrra. Erlent 13.7.2022 10:51
Sérfræðingar fylgjast með nýju afbrigði af afbrigði Sérfræðingar hafa nú augun á nýju afbrigði af afbrigði kórónuveirunnar, BA.2.75, sem hefur fengið viðurnefnið „Centaurus“. Það er afbirgði Ómíkron-afbrigðisins BA.2 og breiðist nú hratt út á Indlandi. Þá hefur það einnig greinst á Bretlandseyjum. Erlent 13.7.2022 10:02
Forsætisráðherrann orðinn forseti og neyðarástandi lýst yfir Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka, hefur verið útnefndur starfandi forseti landsins eftir að forsetinn Gotabaya Rajapaksa flúði í herflugvél til Maldíveyja. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu en mótmælendur freista þess nú að komast inn á skrifstofu forsætisráðherrans. Erlent 13.7.2022 08:14
Átta í framboði í leiðtogakjörinu sem hefst í dag Leiðtogakjör breska íhaldsflokksins hefst um hádegisbil í dag en átta eru í framboði sem vilja taka við stjórnartaumunum í flokknum af Boris Johnson. Erlent 13.7.2022 06:43
Lúðrasveit veittist að manni sem kastaði ruslatunnu í meðlimi Lúðrasveit í Norður-Írlandi veittist í dag að karlmanni sem kastaði ruslatunni í meðlimi sveitarinnar er þeir tóku þátt í skrúðgöngu. Maðurinn lokaði sig inni og brutu meðlimir sveitarinnar rúðu á fjölbýlishúsinu sem maðurinn býr í. Erlent 12.7.2022 23:22
Forseti Srí Lanka hefur flúið land Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur náð að flýja land. Fyrr í dag hafði honum mistekist að flýja er flugvallarstarfsmenn komu í veg fyrir að hann gæti notað sérútgang á flugvellinum í Colombo. Erlent 12.7.2022 22:42
Kviknað í bar við Trafalgar-torg Eldur logar á barnum The Admiralty við Trafalgar-torg í London. Alls reyna 125 slökkviliðsmenn nú að slökkva eldinn. Erlent 12.7.2022 21:20
Úkraínuforseti gagnrýnir að látið sé undan hryðjuverkaríki Úkraínuforseti gagnrýnir Kanadamenn harðlega fyrir að ætla að skila túrbínu úr Nord Stream eitt gasleiðslu Rússa, sem þar var í viðgerð, og segir það brot á refsiaðgerðum. Herinn í Úkraínu segist hafa eytt hergagnabirgðastöð Rússa með nýlega fengnum eldflaugum frá Bandaríkjamönnum. Erlent 12.7.2022 19:21
Heathrow-flugvöllur setur takmörk á fjölda farþega Heathrow-flugvöllur hefur sett hámark á þann fjölda farþega sem flýgur frá vellinum næstu þrjá mánuði. Af því tilefni hafa stjórnendur flugvallarins sagt flugfélögum að hætta að selja sumarmiða. Fari fjöldi daglegra farþega fram úr 100 þúsund gæti þurft að aflýsa einhverjum flugum. Erlent 12.7.2022 17:03
Felldu nýja leiðtoga ISIS í loftárás Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að leiðtogi Íslamska ríkisins hefði verið felldur í loftárás. Maher al-Agal, er þriðji leiðtogi samtakanna sem fellur í árás Bandaríkjanna á undanförnum árum en hann var felldur í drónaárás í morgun. Erlent 12.7.2022 16:57
Útbreiðsla apabólu í Bretlandi tvöfaldist á tveggja vikna fresti Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi segja 1.735 tilfelli af apabólu nú hafa verið staðfest þar í landi. Þar af hafi 75 prósent tilfellanna greinst í Lundúnum. Vísindamenn segja engin merki þess að faraldur apabólu sé í hnignun á Bretlandi og telja þeir útbreiðslu faraldursins tvöfaldast á tveggja vikna fresti. Erlent 12.7.2022 15:22