Erlent Árásir gerðar á hverfisverslanir og bensínstöðvar í Taílandi Sjö eru slasaðir eftir samanlagt sautján sprengingar og íkveikjur víðsvegar um sunnanvert Taíland í dag en árásirnar eru sagðar virðast samstilltar. Erlent 17.8.2022 19:13 Sextán ára munaðarlausri stúlku gert að fæða barn vegna þroskaleysis Bandarískir dómarar í Flórída komust að þeirri niðurstöðu í mánuðinum að sextán ára munaðarlaus stúlka sé ekki „nægilega þroskuð“ til að taka ákvörðun um að fara í þungunarrof. Hún verði að eignast barnið. Stúlkan hefur sagst vilja í þungunarrof og segist ekki tilbúin til að ala barn né hafa burði til þess. Erlent 17.8.2022 16:10 Komin á skotpall fyrir fyrstu tunglferðina Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) luku í dag við að flytja fyrstu eldflaug Artemis-áætlunarinnar á skotpall í Flórída. Var það gert fyrir fyrstu tunglferð áætlunarinnar en til stendur að skjóta eldflauginni á loft eftir tæpar tvær vikur. Erlent 17.8.2022 15:09 „Ég er mættur til að drepa drottninguna“ Maður sem handtekinn var við Windsor-kastala í Englandi á jóladag í fyrra, sagðist ætla að drepa Elísabetu drottningu. Maðurinn, sem heitir Jaswant Singh Chail og er tvítugur, var með grímu og vopnaður lásboga. Erlent 17.8.2022 13:57 Ummæli Abbas um „50 helfarir“ Ísrael falla í stórgrýttan jarðveg Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur vakið hörð viðbrögð og mikla reiði með ummælum sem hann lét falla á blaðamannafundi með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, á blaðamannafundi í Berlín í gær. Erlent 17.8.2022 12:22 Heilög á svört vegna skólps og úrgangs Hin heilaga Bagmati-á í Nepal hefur lengi verið talin búin þeim mætti að geta hreinsað sálir fólks. Uppruni árinnar er í Himalæjafjöllum og þykir áin einstaklega tær þar. Þegar neðar er komið er áin hins vegar orðin svört á lit og full af skólpi og sorpi. Erlent 17.8.2022 11:02 Lífstíðarfangelsi fyrir að keyra inn í mannþröng í Trier Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt karlmann í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið fimm að bana og slasað fjölda fólks með því að keyra bíl inn í mannþröng í borginni Trier fyrsta dag desembermánaðar 2020. Manninum verður jafnframt gert að afplána dóminn með því að sæta hámarksöryggisgæslu á réttargeðdeild. Erlent 17.8.2022 08:07 Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. Erlent 17.8.2022 07:40 Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að tísta Salma al-Shehab, 34 ára doktorsnemi við Leeds háskóla í Englandi og móðir tveggja ungra barna, hefur verið dæmd í 34 ára fangelsi í Sádi Arabíu fyrir að eiga Twitter aðgang og fylgja og birta tíst frá mótmælendum og aðgerðasinnum. Erlent 17.8.2022 07:26 Leita til almennings um nýtt heiti á apabólu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur efnt til samkeppni sem ætlað er að finna nýtt heiti fyrir sjúkdóminn apabólu. Talskona stofnunarinnar, væntanlega minnug úrslita sambærilegra opinberra nafnakeppna, segist viss um að stofnuninni takist að velja heiti sem er hlutlaust og við hæfi. Erlent 16.8.2022 23:03 Leikstjórinn Wolfgang Petersen allur Þýski kvikmyndaleikstjórinn Wolfgang Petersen er látinn, 81 árs að aldri. Hann var best þekktur fyrir kvikmyndir á borð við Das Boot, Air Force One og The Perfect Storm. Erlent 16.8.2022 21:04 Tíst verði merkt til þess að koma í veg fyrir dreifingu misvísandi upplýsinga Samfélagsmiðillinn Twitter er sagður hafa ákveðið að efni sem elur á upplýsingaóreiðu eða dreifi röngum og misvísandi upplýsingum muni vera merkt sem slíkt í aðdraganda miðkjörtímabilskosninga í Bandaríkjunum. Kosningarnar eru haldnar 8. nóvember næstkomandi. Erlent 16.8.2022 20:42 Hægrisinnaðir fá sitt eigið stefnumótaforrit Hægrisinnaðir Bandaríkjamenn geta í september skráð sig á stefnumótaforrit sem er einungis fyrir hægrisinnaða einstaklinga en forritið heitir, „The Right Stuff.“ Hægrisinnaði milljarðamæringurinn Peter Thiel fjárfesti í forritinu fyrir eina og hálfa milljón dollara en Thiel er sjálfur samkynhneigður. Erlent 16.8.2022 17:09 Fer í framboð 95 ára Ítalska leikkonan Gina Lollobrigida ætlar að bjóða sig fram í þingkosningunum á Ítalíu sem fara fram á næstunni. Lollobrigida varð 95 ára á árinu en hún er þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Hringjarinn frá Notre Dame og Keisarinn Venus. Erlent 16.8.2022 16:50 Sátu föst á lítilli eyju í miðri á í tæpan mánuð 38 manna hópur flótta- og farandfólks fannst á smárri ónefndri eyju í á sem rennur með landamærum Grikklands og Tyrklands. Grískir björgunarmenn fundu 22 menn, níu konur og sjö börn á eyjunni í gær en þau höfðu verið á eyjunni frá því um miðjan júlí. Erlent 16.8.2022 16:03 Giuliani með stöðu grunaðs manns Rudolph W. Giuliani, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur verið tilkynnt að hann hafi stöðu grunaðs manns í rannsókn yfirvalda í Georgíu á afskiptum Trumps og bandamanna hans af forsetakosningunum árið 2020. Erlent 16.8.2022 14:59 Jill Biden með Covid Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur greinst smituð af Covid-19. Hún er bólusett og hefur einungis sýnt væg einkenni, samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu. Erlent 16.8.2022 13:57 Eistar fjarlægja alla sovéska minnisvarða Stjórnvöld í Eistlandi hafa ákveðið að fjarlægja alla sovéska minnisvarða úr almannarými í landinu. Erlent 16.8.2022 12:56 Fundu líkamsleifar í tösku sem þau keyptu á uppboði Fjölskylda sem keypti allt innihald yfirgefins geymslurýmis í Nýja-Sjálandi fann líkamsleifar í tösku sem geymd var þar inni. Lögreglan reynir nú að bera kennsl á líkið. Erlent 16.8.2022 11:59 A$AP Rocky ákærður fyrir að skjóta á mann Rapparinn A$AP Rocky var í gær ákærður fyrir að miða byssu að fyrrverandi vini sínum í Hollywood í fyrra og hleypa af tveimur skotum. Raunverulegt nafn rapparans er Rakim Athelaston Mayers og er hann 33 ára gamall. Erlent 16.8.2022 11:58 Rússar segja stórar sprengingar á Krímskaga skemmdarverk Stærðarinnar sprengingar urðu á Krímskaga í morgun þar sem skotfæra- og vopnageymsla rússneska hersins sprakk í loft upp. Rússar segja að tímabundin vopnageymsla sem reist var á sveitabæ í Dzhankoi-héraði hafi sprungið vegna skemmdarverks. Erlent 16.8.2022 11:17 Slagsmál brutust út eftir að úrslitin voru tilkynnt Slagsmál brutust út meðal diplómata og annarra starfsmanna keníska ríkisins eftir að tilkynnt var um úrslit forsetakosninganna þar í landi í gær. Fjórir meðlimir kjörnefndarinnar una ekki úrslitunum. Erlent 16.8.2022 10:56 Eldri kona drepin af krókódíl Lík 88 ára gamallar konu fannst í tjörn í Suður-Karólínu í gær en talið er að hún hafi verið drepin af krókódíl (flatmunna) er hún var í garði sínum. Konan er sögð hafa búið í íbúðakjarna fyrir eldra fólk í Hilton Head Island. Erlent 16.8.2022 10:40 Rannsóknarskipi lagt upp að bryggju í umdeildri höfn Kínversku rannsóknarskipi var í morgun lagt upp að bryggju í umdeildri höfn í Sri Lanka. Það var gert eftir að yfirvöld í landinu meinuðu áhöfn skipsins fyrst að koma að landi. Siglingar skipsins, sem er rekið af kínverska hernum, þykja líklegar til að valda indverskum ráðamönnum áhyggjum. Erlent 16.8.2022 09:28 Kona skotin um borð í sporvagni í Gautaborg Kona á fertugsaldri var í morgun skotin í kviðinn um borð í sporvagni í sænsku borginni Gautaborg. Árásin átti sér stað í bæjarhlutanum Majorna. Erlent 16.8.2022 08:34 Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. Erlent 16.8.2022 07:56 Skipaði sjálfan sig margfaldan ráðherra á bak við tjöldin Í ljós hefur komið að Scott Morrison, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, útnefndi sjálfan sig ráðherra í fimm ráðuneytum til viðbótar á meðan hann var enn forsætisráðherra, án þess að upplýsa nokkurn mann. Erlent 16.8.2022 07:16 Myndir úr óleyfilegri myndavél varpa ljósi á hrap herflugvélar í Noregi Myndir úr myndskeiði sem tekið var upp með GoPro-myndavél sem smyglað var um borð í bandaríska herflugvél sem hrapaði í Noregi í mars þykja varpa ljósi á orsakir slyssins. Erlent 15.8.2022 23:30 Segjast hafa ráðist á höfuðstöðvar Wagner-hópsins Úkraínumenn segjast hafa gert stórskotaliðsárás á höfuðstöðvar Wagner-hópsins, hóps rússneskra málaliða, í austurhluta Úkraínu. Héraðsstjóri Luhansk segir Úkraínumenn hafa komist á snoðir um staðsetningu hópsins eftir að rússneskur fréttamaður birti mynd af nokkrum meðlimum hans. Erlent 15.8.2022 22:14 Versti vinnudagur í lífi bílstjórans Norski Terje Brenden hélt að líf sitt væri á enda þegar brú í bænum Tretten, hrundi í morgun. Brenden ók vörubíl sínum yfir brúna í þann mund sem hún hrundi. Hann segir þetta hafa verið versta vinnudag sem hann hafi upplifað. Erlent 15.8.2022 22:06 « ‹ 252 253 254 255 256 257 258 259 260 … 334 ›
Árásir gerðar á hverfisverslanir og bensínstöðvar í Taílandi Sjö eru slasaðir eftir samanlagt sautján sprengingar og íkveikjur víðsvegar um sunnanvert Taíland í dag en árásirnar eru sagðar virðast samstilltar. Erlent 17.8.2022 19:13
Sextán ára munaðarlausri stúlku gert að fæða barn vegna þroskaleysis Bandarískir dómarar í Flórída komust að þeirri niðurstöðu í mánuðinum að sextán ára munaðarlaus stúlka sé ekki „nægilega þroskuð“ til að taka ákvörðun um að fara í þungunarrof. Hún verði að eignast barnið. Stúlkan hefur sagst vilja í þungunarrof og segist ekki tilbúin til að ala barn né hafa burði til þess. Erlent 17.8.2022 16:10
Komin á skotpall fyrir fyrstu tunglferðina Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) luku í dag við að flytja fyrstu eldflaug Artemis-áætlunarinnar á skotpall í Flórída. Var það gert fyrir fyrstu tunglferð áætlunarinnar en til stendur að skjóta eldflauginni á loft eftir tæpar tvær vikur. Erlent 17.8.2022 15:09
„Ég er mættur til að drepa drottninguna“ Maður sem handtekinn var við Windsor-kastala í Englandi á jóladag í fyrra, sagðist ætla að drepa Elísabetu drottningu. Maðurinn, sem heitir Jaswant Singh Chail og er tvítugur, var með grímu og vopnaður lásboga. Erlent 17.8.2022 13:57
Ummæli Abbas um „50 helfarir“ Ísrael falla í stórgrýttan jarðveg Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, hefur vakið hörð viðbrögð og mikla reiði með ummælum sem hann lét falla á blaðamannafundi með Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, á blaðamannafundi í Berlín í gær. Erlent 17.8.2022 12:22
Heilög á svört vegna skólps og úrgangs Hin heilaga Bagmati-á í Nepal hefur lengi verið talin búin þeim mætti að geta hreinsað sálir fólks. Uppruni árinnar er í Himalæjafjöllum og þykir áin einstaklega tær þar. Þegar neðar er komið er áin hins vegar orðin svört á lit og full af skólpi og sorpi. Erlent 17.8.2022 11:02
Lífstíðarfangelsi fyrir að keyra inn í mannþröng í Trier Dómstóll í Þýskalandi hefur dæmt karlmann í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið fimm að bana og slasað fjölda fólks með því að keyra bíl inn í mannþröng í borginni Trier fyrsta dag desembermánaðar 2020. Manninum verður jafnframt gert að afplána dóminn með því að sæta hámarksöryggisgæslu á réttargeðdeild. Erlent 17.8.2022 08:07
Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. Erlent 17.8.2022 07:40
Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að tísta Salma al-Shehab, 34 ára doktorsnemi við Leeds háskóla í Englandi og móðir tveggja ungra barna, hefur verið dæmd í 34 ára fangelsi í Sádi Arabíu fyrir að eiga Twitter aðgang og fylgja og birta tíst frá mótmælendum og aðgerðasinnum. Erlent 17.8.2022 07:26
Leita til almennings um nýtt heiti á apabólu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur efnt til samkeppni sem ætlað er að finna nýtt heiti fyrir sjúkdóminn apabólu. Talskona stofnunarinnar, væntanlega minnug úrslita sambærilegra opinberra nafnakeppna, segist viss um að stofnuninni takist að velja heiti sem er hlutlaust og við hæfi. Erlent 16.8.2022 23:03
Leikstjórinn Wolfgang Petersen allur Þýski kvikmyndaleikstjórinn Wolfgang Petersen er látinn, 81 árs að aldri. Hann var best þekktur fyrir kvikmyndir á borð við Das Boot, Air Force One og The Perfect Storm. Erlent 16.8.2022 21:04
Tíst verði merkt til þess að koma í veg fyrir dreifingu misvísandi upplýsinga Samfélagsmiðillinn Twitter er sagður hafa ákveðið að efni sem elur á upplýsingaóreiðu eða dreifi röngum og misvísandi upplýsingum muni vera merkt sem slíkt í aðdraganda miðkjörtímabilskosninga í Bandaríkjunum. Kosningarnar eru haldnar 8. nóvember næstkomandi. Erlent 16.8.2022 20:42
Hægrisinnaðir fá sitt eigið stefnumótaforrit Hægrisinnaðir Bandaríkjamenn geta í september skráð sig á stefnumótaforrit sem er einungis fyrir hægrisinnaða einstaklinga en forritið heitir, „The Right Stuff.“ Hægrisinnaði milljarðamæringurinn Peter Thiel fjárfesti í forritinu fyrir eina og hálfa milljón dollara en Thiel er sjálfur samkynhneigður. Erlent 16.8.2022 17:09
Fer í framboð 95 ára Ítalska leikkonan Gina Lollobrigida ætlar að bjóða sig fram í þingkosningunum á Ítalíu sem fara fram á næstunni. Lollobrigida varð 95 ára á árinu en hún er þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Hringjarinn frá Notre Dame og Keisarinn Venus. Erlent 16.8.2022 16:50
Sátu föst á lítilli eyju í miðri á í tæpan mánuð 38 manna hópur flótta- og farandfólks fannst á smárri ónefndri eyju í á sem rennur með landamærum Grikklands og Tyrklands. Grískir björgunarmenn fundu 22 menn, níu konur og sjö börn á eyjunni í gær en þau höfðu verið á eyjunni frá því um miðjan júlí. Erlent 16.8.2022 16:03
Giuliani með stöðu grunaðs manns Rudolph W. Giuliani, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur verið tilkynnt að hann hafi stöðu grunaðs manns í rannsókn yfirvalda í Georgíu á afskiptum Trumps og bandamanna hans af forsetakosningunum árið 2020. Erlent 16.8.2022 14:59
Jill Biden með Covid Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur greinst smituð af Covid-19. Hún er bólusett og hefur einungis sýnt væg einkenni, samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu. Erlent 16.8.2022 13:57
Eistar fjarlægja alla sovéska minnisvarða Stjórnvöld í Eistlandi hafa ákveðið að fjarlægja alla sovéska minnisvarða úr almannarými í landinu. Erlent 16.8.2022 12:56
Fundu líkamsleifar í tösku sem þau keyptu á uppboði Fjölskylda sem keypti allt innihald yfirgefins geymslurýmis í Nýja-Sjálandi fann líkamsleifar í tösku sem geymd var þar inni. Lögreglan reynir nú að bera kennsl á líkið. Erlent 16.8.2022 11:59
A$AP Rocky ákærður fyrir að skjóta á mann Rapparinn A$AP Rocky var í gær ákærður fyrir að miða byssu að fyrrverandi vini sínum í Hollywood í fyrra og hleypa af tveimur skotum. Raunverulegt nafn rapparans er Rakim Athelaston Mayers og er hann 33 ára gamall. Erlent 16.8.2022 11:58
Rússar segja stórar sprengingar á Krímskaga skemmdarverk Stærðarinnar sprengingar urðu á Krímskaga í morgun þar sem skotfæra- og vopnageymsla rússneska hersins sprakk í loft upp. Rússar segja að tímabundin vopnageymsla sem reist var á sveitabæ í Dzhankoi-héraði hafi sprungið vegna skemmdarverks. Erlent 16.8.2022 11:17
Slagsmál brutust út eftir að úrslitin voru tilkynnt Slagsmál brutust út meðal diplómata og annarra starfsmanna keníska ríkisins eftir að tilkynnt var um úrslit forsetakosninganna þar í landi í gær. Fjórir meðlimir kjörnefndarinnar una ekki úrslitunum. Erlent 16.8.2022 10:56
Eldri kona drepin af krókódíl Lík 88 ára gamallar konu fannst í tjörn í Suður-Karólínu í gær en talið er að hún hafi verið drepin af krókódíl (flatmunna) er hún var í garði sínum. Konan er sögð hafa búið í íbúðakjarna fyrir eldra fólk í Hilton Head Island. Erlent 16.8.2022 10:40
Rannsóknarskipi lagt upp að bryggju í umdeildri höfn Kínversku rannsóknarskipi var í morgun lagt upp að bryggju í umdeildri höfn í Sri Lanka. Það var gert eftir að yfirvöld í landinu meinuðu áhöfn skipsins fyrst að koma að landi. Siglingar skipsins, sem er rekið af kínverska hernum, þykja líklegar til að valda indverskum ráðamönnum áhyggjum. Erlent 16.8.2022 09:28
Kona skotin um borð í sporvagni í Gautaborg Kona á fertugsaldri var í morgun skotin í kviðinn um borð í sporvagni í sænsku borginni Gautaborg. Árásin átti sér stað í bæjarhlutanum Majorna. Erlent 16.8.2022 08:34
Lula mælist með forskot á Bolsonaro við upphaf kosningabaráttunnar Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist í könnun með forskot á sitjandi forseta, Jair Bolsonaro, nú þegar kosningabaráttunni hefur formlega verið hleypt af stokkunum. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram þann 2. október næstkomandi. Erlent 16.8.2022 07:56
Skipaði sjálfan sig margfaldan ráðherra á bak við tjöldin Í ljós hefur komið að Scott Morrison, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, útnefndi sjálfan sig ráðherra í fimm ráðuneytum til viðbótar á meðan hann var enn forsætisráðherra, án þess að upplýsa nokkurn mann. Erlent 16.8.2022 07:16
Myndir úr óleyfilegri myndavél varpa ljósi á hrap herflugvélar í Noregi Myndir úr myndskeiði sem tekið var upp með GoPro-myndavél sem smyglað var um borð í bandaríska herflugvél sem hrapaði í Noregi í mars þykja varpa ljósi á orsakir slyssins. Erlent 15.8.2022 23:30
Segjast hafa ráðist á höfuðstöðvar Wagner-hópsins Úkraínumenn segjast hafa gert stórskotaliðsárás á höfuðstöðvar Wagner-hópsins, hóps rússneskra málaliða, í austurhluta Úkraínu. Héraðsstjóri Luhansk segir Úkraínumenn hafa komist á snoðir um staðsetningu hópsins eftir að rússneskur fréttamaður birti mynd af nokkrum meðlimum hans. Erlent 15.8.2022 22:14
Versti vinnudagur í lífi bílstjórans Norski Terje Brenden hélt að líf sitt væri á enda þegar brú í bænum Tretten, hrundi í morgun. Brenden ók vörubíl sínum yfir brúna í þann mund sem hún hrundi. Hann segir þetta hafa verið versta vinnudag sem hann hafi upplifað. Erlent 15.8.2022 22:06