Rússar að missa tökin á Kherson: Skilja eftir sig íbúa án matar, vatns og rafmagns Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. október 2022 00:24 Frá mannlífi í bænum Kostyantynivka í Donetsk héraði. Selenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að hafa áformað að sprengja upp vatnsaflsstíflu skammt frá borginni. Getty Rússar eru að missa tökin á stríðshrjáðu Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu. Flótti hefur verið frá borginni frá því að Úkraínumenn skipuðu íbúum að koma sér þaðan tafarlaust vegn gagnárasar. Sú árás hefur skilað árangri og um leið birtist hermönnum og blaðamönnum sviðin jörð sem Rússaher skilur eftir sig. Íbúar í bænum Kreshchenivka lýsa því í samtali við breska ríkisútvarpið að hermenn Rússa hafi sagt við þau að þeir væru frelsarar héraðsins og bæjarins. Annað kom á daginn. „Rússarnir hófu bara að ræna okkur,“ segir Fedir, íbúi í Kreshchenivka, í samtali við BBC. Hann segir hermenn hafa tekið bíl hans, húsgögn og rúmdýnur. Nánast hvert einasta hús á götu hans er eyðilagt. Þessi 69 ára gamli viðmælandi býr í suðurhluta Kherson sem Úkraínumenn náðu á sitt vald í upphafi októbermánaðar. „Mér er illt í höfðinu eftir allar sprengingarnar, við dóum næstum því úr hungri á fyrstu mánuðum stríðsins.“ Sögur líkt og þær frá íbúum Kreshchenivka minna á að á bak við hverja sprengdu borg í Úkraínu eru íbúar sem hafa orðið fyrir ólýsanlegu tjóni, ástvinamissi og áfalli. Í bænum er ekkert rafmagn eða vatn og íbúar reiða sig á matargjafir. Blaðamenn BBC lýsa því að akrarnir í kringum bæinn, þar sem áður var ræktað korn og vatnsmelónur, séu doppóttar að sjá en það sé vegna sprengja sem hafi ekki sprungið í mjúkum jarðveginum. Lesa má umfjöllun og viðtöl BBC í Kreshchenivka í heild sinni hér. Úkraínskir hermenn heilsa uppa á hunda í suðurhluta Kherson, sem Úkraínuher hefur endurheimt á síðustu vikum.getty Setið um Kherson-borg Guardian greinir frá því að leppstjórn Rússa í höfuðstað héraðsins, Kherson, hafi lýst því að mikill fjöldi óbreyttra borgara hefðu flúið borgina. Þeir hafi einnig hvatt íbúa til að taka með sér viðkvæm gögn og koma sér frá borginni. Samkvæmt hugveitunni Institute for the Study of War er það merki um að ekki sé búist við skjótri endurkomu íbúa til borgarinnar. Þetta sé gert til að koma höggi á „innviði og efnahag borgarinnar til lengri tíma,“ eins og það er orðað. Úkraínuher hefur lýst því yfir að þeim hafi tekist að frelsa hersveitir sínar í kringum Kherson-borg. Borgin er eina borgin vestan bakka Dnipro-ár sem Rússar náðu á sitt vald eftir innrásina. Nú hefur staða Rússa í Kherson versnað yfir nokkurra vikna skeið. Á tímabili virtust Kremlverjar ætla sér að að halda borginni á sínu valdi og kölluðu til um 20 þúsund hermenn til að verja borgina. Árangur Úkraínumanna á norðurhluta víglínunnar virðist hins vegar hafa orðið til þess að Rússum hefur snúist hugur. Í frétt Guardian er talið Rússar geti ekki haldið hersveitum sínum, vestar Dnipró-ár, gangandi mikið lengur. Með því sé teygt um of á herliði Rússa. Yfirvöld í Úkraínu hafa lýst yfir áhyggjum af því að Rússar muni sprengja stóra vatnsaflsstíflu við Nova Kakhovka, skammt frá Kherson. Varnarmálaráðuneyti Úkraínu varaði á föstudag við því að tveimur vörubílum fullum af sprengiefni hefði verið komið fyrir ofan 30 metra háa veggi stíflunnar. Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir „Það er mjög alvarleg staða komin upp“ Rússar hafa lagt sérstaka áherslu á orkuinnviði í árásum sínum í Úkraínu síðustu daga. Kynding er af skornum skammti í landinu og veturinn nálgast óðfluga. Prófessor segir að mjög alvarleg staða sé komin upp. 23. október 2022 15:01 Íbúar yfirgefi Kherson undir eins Íbúar í hafnarborginni Kherson hafa verið hvattir til að yfirgefa borgina tafarlaust. Rússar ráða ríkjum í borginni og segja að til átaka gæti komið í borginni vegna mögulegra gagnsókna Úkraínumanna. 22. október 2022 14:52 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. 14. október 2022 16:20 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Íbúar í bænum Kreshchenivka lýsa því í samtali við breska ríkisútvarpið að hermenn Rússa hafi sagt við þau að þeir væru frelsarar héraðsins og bæjarins. Annað kom á daginn. „Rússarnir hófu bara að ræna okkur,“ segir Fedir, íbúi í Kreshchenivka, í samtali við BBC. Hann segir hermenn hafa tekið bíl hans, húsgögn og rúmdýnur. Nánast hvert einasta hús á götu hans er eyðilagt. Þessi 69 ára gamli viðmælandi býr í suðurhluta Kherson sem Úkraínumenn náðu á sitt vald í upphafi októbermánaðar. „Mér er illt í höfðinu eftir allar sprengingarnar, við dóum næstum því úr hungri á fyrstu mánuðum stríðsins.“ Sögur líkt og þær frá íbúum Kreshchenivka minna á að á bak við hverja sprengdu borg í Úkraínu eru íbúar sem hafa orðið fyrir ólýsanlegu tjóni, ástvinamissi og áfalli. Í bænum er ekkert rafmagn eða vatn og íbúar reiða sig á matargjafir. Blaðamenn BBC lýsa því að akrarnir í kringum bæinn, þar sem áður var ræktað korn og vatnsmelónur, séu doppóttar að sjá en það sé vegna sprengja sem hafi ekki sprungið í mjúkum jarðveginum. Lesa má umfjöllun og viðtöl BBC í Kreshchenivka í heild sinni hér. Úkraínskir hermenn heilsa uppa á hunda í suðurhluta Kherson, sem Úkraínuher hefur endurheimt á síðustu vikum.getty Setið um Kherson-borg Guardian greinir frá því að leppstjórn Rússa í höfuðstað héraðsins, Kherson, hafi lýst því að mikill fjöldi óbreyttra borgara hefðu flúið borgina. Þeir hafi einnig hvatt íbúa til að taka með sér viðkvæm gögn og koma sér frá borginni. Samkvæmt hugveitunni Institute for the Study of War er það merki um að ekki sé búist við skjótri endurkomu íbúa til borgarinnar. Þetta sé gert til að koma höggi á „innviði og efnahag borgarinnar til lengri tíma,“ eins og það er orðað. Úkraínuher hefur lýst því yfir að þeim hafi tekist að frelsa hersveitir sínar í kringum Kherson-borg. Borgin er eina borgin vestan bakka Dnipro-ár sem Rússar náðu á sitt vald eftir innrásina. Nú hefur staða Rússa í Kherson versnað yfir nokkurra vikna skeið. Á tímabili virtust Kremlverjar ætla sér að að halda borginni á sínu valdi og kölluðu til um 20 þúsund hermenn til að verja borgina. Árangur Úkraínumanna á norðurhluta víglínunnar virðist hins vegar hafa orðið til þess að Rússum hefur snúist hugur. Í frétt Guardian er talið Rússar geti ekki haldið hersveitum sínum, vestar Dnipró-ár, gangandi mikið lengur. Með því sé teygt um of á herliði Rússa. Yfirvöld í Úkraínu hafa lýst yfir áhyggjum af því að Rússar muni sprengja stóra vatnsaflsstíflu við Nova Kakhovka, skammt frá Kherson. Varnarmálaráðuneyti Úkraínu varaði á föstudag við því að tveimur vörubílum fullum af sprengiefni hefði verið komið fyrir ofan 30 metra háa veggi stíflunnar.
Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir „Það er mjög alvarleg staða komin upp“ Rússar hafa lagt sérstaka áherslu á orkuinnviði í árásum sínum í Úkraínu síðustu daga. Kynding er af skornum skammti í landinu og veturinn nálgast óðfluga. Prófessor segir að mjög alvarleg staða sé komin upp. 23. október 2022 15:01 Íbúar yfirgefi Kherson undir eins Íbúar í hafnarborginni Kherson hafa verið hvattir til að yfirgefa borgina tafarlaust. Rússar ráða ríkjum í borginni og segja að til átaka gæti komið í borginni vegna mögulegra gagnsókna Úkraínumanna. 22. október 2022 14:52 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. 14. október 2022 16:20 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
„Það er mjög alvarleg staða komin upp“ Rússar hafa lagt sérstaka áherslu á orkuinnviði í árásum sínum í Úkraínu síðustu daga. Kynding er af skornum skammti í landinu og veturinn nálgast óðfluga. Prófessor segir að mjög alvarleg staða sé komin upp. 23. október 2022 15:01
Íbúar yfirgefi Kherson undir eins Íbúar í hafnarborginni Kherson hafa verið hvattir til að yfirgefa borgina tafarlaust. Rússar ráða ríkjum í borginni og segja að til átaka gæti komið í borginni vegna mögulegra gagnsókna Úkraínumanna. 22. október 2022 14:52
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín segist ekki sjá eftir neinu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir sextán þúsund menn sem skikkaðir voru til herþjónustu hafa verið senda á vígstöðvarnar í Úkraínu. Gagnrýni í garð herkvaðningarinnar hefur aukist í Rússlandi og fregnir hafa borist af dauðsföllum meðal kvaðmanna en Pútín segist ekki sjá eftir neinu í tengslum við innrásina í Úkraínu. 14. október 2022 16:20