Erlent Kanadíska árásarmannsins enn leitað Kanadíska lögreglan leitar enn Myles Sanderson, sem grunaður er að hafa banað ellefu og sært átján í röð hnífstunguárása í Kanada á sunnudag og mánudag. Lögregla segir hann ekki staddann á landi James Smith Cree þjóðarinnar en grunur var uppi um að til hans hafi sést á svæðinu í gær. Erlent 7.9.2022 08:31 Sjö drukknuðu í bílakjallara í Suður-Kóreu Sjö drukknuðu þegar þeir festust inni í bílakjallara í Suður-Kóreu. Mikið vatn hafði flætt inn í kjallarann vegna rigninga og flóða sem fellibylurinn Hinnamnor orsakaði. Fólkið er sagt hafa ætlað að færa bíla sína úr kjallaranum þegar flóðbylgja skall á og drekkti fólkinu. Erlent 7.9.2022 07:58 Enginn stuðningsmanna andstæðingsins fær sæti í ríkisstjórn Truss Liz Truss nýr forsætisráðherra Bretlands hefur skipað marga af sínum nánustu vinum, samstarfsmönnum og skoðanabræðrum í ríkisstjórn sína eftir að hún tók við embættinu af Boris Johnson í gær. Erlent 7.9.2022 07:34 Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. Erlent 7.9.2022 06:41 Hollenskir bakarar bangnir um eigið lifibrauð Félag hollenskra brauð- og sætabrauðsbakara er sagt hafa sent frá sér heilsíðu auglýsingu í dagblaði þar í landi á dögunum þar sem meðlimir lýsa yfir áhyggjum vegna hækkandi orkukostnaðar. Bakaríin séu í mikilli hættu. Erlent 6.9.2022 23:05 Truss heitir skattalækkunum og tafarlausum aðgerðum í orkumálum Liz Truss hét því í dag þegar hún tók við embætti forsætisráðherra að lækka skatta og grípa til aðgerða strax í næstu viku til að létta byrðarnar á breskum almenningi vegna hækkandi orkuverðs. Hún er fjórði forsætisráðherra Íhaldsflokksins á sex árum. Erlent 6.9.2022 19:20 Sekta Meta um 57,7 milljarða króna Írska persónuverndarstofnunin hefur sektað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, Instagram og WhatsApp um rúmlega 400 milljónir Bandaríkjadala eða um 57,7 milljarða króna. Sektin er gefin út vegna ófullnægjandi öryggisráðstafana Instagram hvað varðar notendur undir átján ára aldri. Erlent 6.9.2022 18:31 Sækja líka fram gegn Rússum í norðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu mun í ávarpi sínu í kvöld tilkynna „góðar fréttir“ varðandi nýja gagnsókn Úkraínumanna gegn hersveitum Rússlands í norðurhluta landsins. Hávær orðrómur gengur um á samfélagsmiðlum í Úkraínu og Rússlandi um að Úkraínumenn hafi náð góðum árangri í austurhluta Kharkív-héraðs. Erlent 6.9.2022 15:29 Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Dómari opinberaði í gær þá niðurstöðu sína að utanaðkomandi aðili myndi fara yfir gögnin sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Donalds Trumps í Flórída. Dómarinn hefur líka meinað dómsmálaráðuneytinu tímabundið að nota gögnin sem haldlögð voru við mögulega rannsókn sem beinist að Trump. Erlent 6.9.2022 14:31 „Feiti Leonard“ slapp úr stofufangelsi Leonard Glenn Francis, oftast kallaður, „Feiti Leonard“, slapp úr stofufangelsi í dag eftir að hann skar á ökklaband sitt. Dómsuppkvaðning í máli hans var á dagskrá eftir þrjár vikur. Erlent 6.9.2022 13:39 Fundu líkamsleifar í Eystrasalti Líkamsleifar hafa fundist í sjónum í Eystrasalti þar sem einkaþota brotlenti um helgina. Brak hefur einnig fundist en mikil óvissa ríkir varðandi það hvað leiddi til þess að flugvélin hrapaði í hafið. Erlent 6.9.2022 13:00 Sá eftir því að hafa flúið dýragarð þegar það fór að rigna Simpansi flúði dýragarð í borginni Karkív í Úkraínu í gær og hafði engan áhuga á því að snúa aftur þangað. Þegar það fór að rigna sá hann þó eftir því og fékk regnkápu hjá starfsmanni dýragarðsins sem fylgdi honum aftur heim á hjóli. Erlent 6.9.2022 11:41 Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. Erlent 6.9.2022 11:26 Bakar íslenskt rúgbrauð í bílnum sínum í Kaliforníu Eldfjallafræðingurinn Dr. Julian Lozoz bakar þessa stundina rúgbrauð í bíl sínum í San Fernando-dalnum í Kaliforníu-ríki. Hitinn í bílnum hans hefur náð allt að 86 gráðum. Erlent 6.9.2022 10:48 Hætta á að vatn úr stærsta stöðuvatni Pakistan flæði í borgir Yfirvöld í Pakistan gera nú það sem þau geta til þess að vatn úr Manchar-stöðuvatninu flæði ekki inn í nærliggjandi borgir og bæi. Rúmlega þrettán hundruð manns hafa látist vegna flóða þar í landi síðan um miðjan júní. Erlent 6.9.2022 08:59 Á fjórða tug almennra borgara féll í sprengjuárás Þrjátíu og fimm almennir borgarar féllu í sprengjuárás sem gerð var í norðurhluta Búrkína Fasó í gær og þrjátíu og sjö særðust. Sprengingin varð þegar bifreið í verndarfylgd keyrði á sprengju. Erlent 6.9.2022 08:00 Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. Erlent 6.9.2022 07:23 Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. Erlent 5.9.2022 22:54 Annar árásarmannanna fannst látinn Lögreglan í Kanada tilkynnti rétt í þessu að annar tveggja árásarmannanna, sem leitað hefur verið vegna fjölda stunguárása, hafi fundist látinn. Erlent 5.9.2022 22:26 Priti Patel segir af sér í kjölfar sigurs Truss Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur skilað afsagnarbréfi til Borisar Johnson, fráfarandi forsætisráðherra landsins. Hún segist vilja hætta í framlínunni núna, sinna almennum þingstörfum og síðan láta formlega af störfum um leið og nýr innanríkisráðherra hefur verið ráðinn. Erlent 5.9.2022 18:50 Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás í Osló Tveir menn eru þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir alvarlega stunguárás um hábjartan dag í Furuset, úthverfi Oslóar. Lögreglan kom að mönnunum tveimur, öðrum á bekk skammt frá lestarstöð og hinum í íbúð í hverfinu. Talið er að tenging sé á milli árásanna tveggja sem áttu sér stað með skömmu millibili. Erlent 5.9.2022 17:41 Segjast líklegast bera ábyrgð á dauða Akleh Ísraelski herinn segist líklegast bera ábyrgð á dauða blaðakonunnar Shireen Abu Akleh sem skotin var til bana á Vesturbakkanum í maí. Ísraelsmönnum hefur ekki tekist að rannsaka byssukúluna sem drap hana til þess að staðfesta það en Akleh var stödd á Vesturbakkanum til að flytja fréttir af átökum Ísrael og Palestínu. Erlent 5.9.2022 16:31 Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. Erlent 5.9.2022 16:28 Hæstiréttur Kenía staðfestir úrslit kosninganna Hæstiréttur Kenía hefur staðfest úrslit forsetakosninganna sem fram fóru þar í landi um miðjan ágúst. Einn frambjóðandi hafði kært kosningarnar og sakað mótframbjóðanda sinn um kosningasvindl. Erlent 5.9.2022 15:10 Fetar í fótspor átrúnaðargoðsins Thatcher Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. Erlent 5.9.2022 14:01 Á annan tug slösuð eftir að fallturn bilaði Tæplega tuttugu manns eru slasaðir eftir að fallturn bilaði og lenti á jörðinni í borginni Mohali í Punjab-héraði í Indlandi í gær. Myndband náðist af atvikinu og hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Erlent 5.9.2022 13:20 Alvarlega slösuð eftir hákarlaárás á Hawaii Rúmlega fimmtug frönsk kona er alvarlega slösuð orðið fyrir árás hákarls við strendur eyjunnar Maui á Hawaii á laugardaginn. Ströndinni var lokað í kjölfar árásarinnar. Erlent 5.9.2022 12:56 Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. Erlent 5.9.2022 12:16 Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. Erlent 5.9.2022 11:39 Sjálfsvígssprengjuárás við rússneska sendiráðið í Kabúl Tveir starfsmenn rússneska sendiráðsins eru látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás við sendiráð Rússa í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Ellefu aðrir eru slasaðir. Erlent 5.9.2022 10:23 « ‹ 244 245 246 247 248 249 250 251 252 … 334 ›
Kanadíska árásarmannsins enn leitað Kanadíska lögreglan leitar enn Myles Sanderson, sem grunaður er að hafa banað ellefu og sært átján í röð hnífstunguárása í Kanada á sunnudag og mánudag. Lögregla segir hann ekki staddann á landi James Smith Cree þjóðarinnar en grunur var uppi um að til hans hafi sést á svæðinu í gær. Erlent 7.9.2022 08:31
Sjö drukknuðu í bílakjallara í Suður-Kóreu Sjö drukknuðu þegar þeir festust inni í bílakjallara í Suður-Kóreu. Mikið vatn hafði flætt inn í kjallarann vegna rigninga og flóða sem fellibylurinn Hinnamnor orsakaði. Fólkið er sagt hafa ætlað að færa bíla sína úr kjallaranum þegar flóðbylgja skall á og drekkti fólkinu. Erlent 7.9.2022 07:58
Enginn stuðningsmanna andstæðingsins fær sæti í ríkisstjórn Truss Liz Truss nýr forsætisráðherra Bretlands hefur skipað marga af sínum nánustu vinum, samstarfsmönnum og skoðanabræðrum í ríkisstjórn sína eftir að hún tók við embættinu af Boris Johnson í gær. Erlent 7.9.2022 07:34
Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. Erlent 7.9.2022 06:41
Hollenskir bakarar bangnir um eigið lifibrauð Félag hollenskra brauð- og sætabrauðsbakara er sagt hafa sent frá sér heilsíðu auglýsingu í dagblaði þar í landi á dögunum þar sem meðlimir lýsa yfir áhyggjum vegna hækkandi orkukostnaðar. Bakaríin séu í mikilli hættu. Erlent 6.9.2022 23:05
Truss heitir skattalækkunum og tafarlausum aðgerðum í orkumálum Liz Truss hét því í dag þegar hún tók við embætti forsætisráðherra að lækka skatta og grípa til aðgerða strax í næstu viku til að létta byrðarnar á breskum almenningi vegna hækkandi orkuverðs. Hún er fjórði forsætisráðherra Íhaldsflokksins á sex árum. Erlent 6.9.2022 19:20
Sekta Meta um 57,7 milljarða króna Írska persónuverndarstofnunin hefur sektað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, Instagram og WhatsApp um rúmlega 400 milljónir Bandaríkjadala eða um 57,7 milljarða króna. Sektin er gefin út vegna ófullnægjandi öryggisráðstafana Instagram hvað varðar notendur undir átján ára aldri. Erlent 6.9.2022 18:31
Sækja líka fram gegn Rússum í norðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu mun í ávarpi sínu í kvöld tilkynna „góðar fréttir“ varðandi nýja gagnsókn Úkraínumanna gegn hersveitum Rússlands í norðurhluta landsins. Hávær orðrómur gengur um á samfélagsmiðlum í Úkraínu og Rússlandi um að Úkraínumenn hafi náð góðum árangri í austurhluta Kharkív-héraðs. Erlent 6.9.2022 15:29
Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Dómari opinberaði í gær þá niðurstöðu sína að utanaðkomandi aðili myndi fara yfir gögnin sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Donalds Trumps í Flórída. Dómarinn hefur líka meinað dómsmálaráðuneytinu tímabundið að nota gögnin sem haldlögð voru við mögulega rannsókn sem beinist að Trump. Erlent 6.9.2022 14:31
„Feiti Leonard“ slapp úr stofufangelsi Leonard Glenn Francis, oftast kallaður, „Feiti Leonard“, slapp úr stofufangelsi í dag eftir að hann skar á ökklaband sitt. Dómsuppkvaðning í máli hans var á dagskrá eftir þrjár vikur. Erlent 6.9.2022 13:39
Fundu líkamsleifar í Eystrasalti Líkamsleifar hafa fundist í sjónum í Eystrasalti þar sem einkaþota brotlenti um helgina. Brak hefur einnig fundist en mikil óvissa ríkir varðandi það hvað leiddi til þess að flugvélin hrapaði í hafið. Erlent 6.9.2022 13:00
Sá eftir því að hafa flúið dýragarð þegar það fór að rigna Simpansi flúði dýragarð í borginni Karkív í Úkraínu í gær og hafði engan áhuga á því að snúa aftur þangað. Þegar það fór að rigna sá hann þó eftir því og fékk regnkápu hjá starfsmanni dýragarðsins sem fylgdi honum aftur heim á hjóli. Erlent 6.9.2022 11:41
Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. Erlent 6.9.2022 11:26
Bakar íslenskt rúgbrauð í bílnum sínum í Kaliforníu Eldfjallafræðingurinn Dr. Julian Lozoz bakar þessa stundina rúgbrauð í bíl sínum í San Fernando-dalnum í Kaliforníu-ríki. Hitinn í bílnum hans hefur náð allt að 86 gráðum. Erlent 6.9.2022 10:48
Hætta á að vatn úr stærsta stöðuvatni Pakistan flæði í borgir Yfirvöld í Pakistan gera nú það sem þau geta til þess að vatn úr Manchar-stöðuvatninu flæði ekki inn í nærliggjandi borgir og bæi. Rúmlega þrettán hundruð manns hafa látist vegna flóða þar í landi síðan um miðjan júní. Erlent 6.9.2022 08:59
Á fjórða tug almennra borgara féll í sprengjuárás Þrjátíu og fimm almennir borgarar féllu í sprengjuárás sem gerð var í norðurhluta Búrkína Fasó í gær og þrjátíu og sjö særðust. Sprengingin varð þegar bifreið í verndarfylgd keyrði á sprengju. Erlent 6.9.2022 08:00
Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. Erlent 6.9.2022 07:23
Mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti Liz Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og næsti forsætisráðherra Bretlands. Hún lofar skattalækkunum á sama tíma og óðaverðbólga er í landinu og er sökuð um að vera frekar umhugað um fyrirtækjaskatt en heimilin. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að með valdaskiptunum sé kominn mun venjulegri stjórnmálamaður í Downing stræti. Erlent 5.9.2022 22:54
Annar árásarmannanna fannst látinn Lögreglan í Kanada tilkynnti rétt í þessu að annar tveggja árásarmannanna, sem leitað hefur verið vegna fjölda stunguárása, hafi fundist látinn. Erlent 5.9.2022 22:26
Priti Patel segir af sér í kjölfar sigurs Truss Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, hefur skilað afsagnarbréfi til Borisar Johnson, fráfarandi forsætisráðherra landsins. Hún segist vilja hætta í framlínunni núna, sinna almennum þingstörfum og síðan láta formlega af störfum um leið og nýr innanríkisráðherra hefur verið ráðinn. Erlent 5.9.2022 18:50
Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás í Osló Tveir menn eru þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir alvarlega stunguárás um hábjartan dag í Furuset, úthverfi Oslóar. Lögreglan kom að mönnunum tveimur, öðrum á bekk skammt frá lestarstöð og hinum í íbúð í hverfinu. Talið er að tenging sé á milli árásanna tveggja sem áttu sér stað með skömmu millibili. Erlent 5.9.2022 17:41
Segjast líklegast bera ábyrgð á dauða Akleh Ísraelski herinn segist líklegast bera ábyrgð á dauða blaðakonunnar Shireen Abu Akleh sem skotin var til bana á Vesturbakkanum í maí. Ísraelsmönnum hefur ekki tekist að rannsaka byssukúluna sem drap hana til þess að staðfesta það en Akleh var stödd á Vesturbakkanum til að flytja fréttir af átökum Ísrael og Palestínu. Erlent 5.9.2022 16:31
Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. Erlent 5.9.2022 16:28
Hæstiréttur Kenía staðfestir úrslit kosninganna Hæstiréttur Kenía hefur staðfest úrslit forsetakosninganna sem fram fóru þar í landi um miðjan ágúst. Einn frambjóðandi hafði kært kosningarnar og sakað mótframbjóðanda sinn um kosningasvindl. Erlent 5.9.2022 15:10
Fetar í fótspor átrúnaðargoðsins Thatcher Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. Erlent 5.9.2022 14:01
Á annan tug slösuð eftir að fallturn bilaði Tæplega tuttugu manns eru slasaðir eftir að fallturn bilaði og lenti á jörðinni í borginni Mohali í Punjab-héraði í Indlandi í gær. Myndband náðist af atvikinu og hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Erlent 5.9.2022 13:20
Alvarlega slösuð eftir hákarlaárás á Hawaii Rúmlega fimmtug frönsk kona er alvarlega slösuð orðið fyrir árás hákarls við strendur eyjunnar Maui á Hawaii á laugardaginn. Ströndinni var lokað í kjölfar árásarinnar. Erlent 5.9.2022 12:56
Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. Erlent 5.9.2022 12:16
Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. Erlent 5.9.2022 11:39
Sjálfsvígssprengjuárás við rússneska sendiráðið í Kabúl Tveir starfsmenn rússneska sendiráðsins eru látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás við sendiráð Rússa í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Ellefu aðrir eru slasaðir. Erlent 5.9.2022 10:23