Erlent

Banksy staddur í Úkraínu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Verkið sem Banksy birti mynd af á Instagram.
Verkið sem Banksy birti mynd af á Instagram. Getty/Ed Ram

Dularfulli listamaðurinn Banksy er staddur í Úkraínu um þessar mundir. Hann birti í gær myndir af verki sínu á Instagram. 

Banksy hafði ekki birt mynd af listaverki á Instagram síðan í ágúst á síðasta ári. Listaverkið sem hann birti mynd af í gær er í borginni Borodyanka í Úkraínu en borgin er vestur af Kænugarði, höfuðborg landsins. Rússar sprengdu borgina í gríð og erg við upphaf innrásar sinnar. 

Listaverkið gerði Banksy á vegg eyðilagðrar byggingar. Á neðri hluta veggsins eru brotnir steypuklumpar. Verkið sjálft er af fimleikakonu sem stendur á höndum á steypuklumpunum. 

Talið er að Banksy beri ábyrgð á fleiri verkum í Borodyanka. Eitt þeirra er mynd af litlum strák í júdó-galla að henda fullorðnum manni í jörðina. Fullorðni maðurinn líkist Vladímír Pútín, forseta Rússlands, ansi mikið. Annað verk er af tveimur börnum að nota skriðdrekagildru sem vegasalt. 

Ekki er vitað hvort þetta verk sé eftir Banksy sjálfan.Getty/Ed Ram

Tengdar fréttir

Banksy hyllir heilbrigðisstarfsfólk

Nýtt listaverk eftir breska götulistamanninn Banksy hefur dúkkað upp á spítalanum í Southampton í Bretlandi. Listaverkið hyllir heilbrigðisstarfsmenn á sama tíma og þeir eru í framlínunni í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum.

Jón Gnarr mátti taka Banksy-verkið með sér heim

Það er álit borgarlögmanns að Jón Gnarr hafi haft heimild til þess að fjarlægja listaverk sem hann fék að gjöf frá breska götulistamanninum Banksy er Jón gegndi embætti borgarstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×