Erlent

Skotar mega ekki kjósa um sjálfstæði aftur án leyfis

Æðsti dómstóll Bretlands bannað skosku heimstjórninni að halda aðra atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands án samþykkis breska þingsins í dag. Skoskir þjóðernissinnar vonuðust til þess að kjósa aftur um sjálfstæði á næsta ári.

Erlent

Skotar þurfa leyfi fyrir nýrri atkvæðagreiðslu

Skoska heimastjórnin má ekki halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði, án leyfis frá breska þinginu. Hæstiréttur Bretlands opinberaði þessa niðurstöðu í morgun en Nicola Sturgeon, oddviti heimastjórnarinnar, stefndi á atkvæðagreiðslu í október á næsta ári.

Erlent

Berjast um mikilvægan skaga við ósa Dniproár

Yfirvöld í Úkraínu segjast ætla að reka rússneska hermenn frá mikilvægum skaga vestur af Kherson-borg. Úkraínskir sérsveitarmenn eru þegar sagðir berjast við rússneska hermenn á Kinburn-skaga við ósa Dniproár við Svartahaf.

Erlent

Segja byssu­manninn í Kol­or­adó kyn­segin

Lögmenn byssumanns sem skaut fimm manns til bana á næturklúbbi samkynhneigðra í Koloradó í Bandaríkjunum fullyrða að hann sé kynsegin. Hán gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir hatursglæp og á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag.

Erlent

Mót­mælir form­lega niður­stöðum kosninganna

Jair Bolsonaro, fráfarandi forseti Brasilíu hefur sent formlega kvörtun til kosningayfirvalda þar í landi þar sem hann mótmælir niðurstöðum forsetakosninganna í október.  Þar beið hann naumlega lægri hlut gegn Luiz Inacio „Lula“ da Silva.

Erlent

For­dæma­laus sýn á and­rúms­loft fjar­reiki­stjörnu

Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur birt nýjar mynd sem tekin var með James Webb geimsjónaukanum. Um er að ræða litrófsgreiningu af andrúmslofti fjarlægs gasrisa en greiningin hefur varpað ljósi á hvaða efni finna má í andrúmslofti reikistjörnunnar og er það í fyrsta sinn sem geimvísindamenn öðlast svo nákvæm gögn af þessu tagi.

Erlent

Njósnararnir í Stokkhólmi eru rússnesk hjón á sjötugsaldri

Lögregluþjónar og hermenn handtóku í morgun rússnesk hjón í úthverfi Stokkhólms í Svíþjóð. Klukkan sex að staðartíma í morgun var tveimur herþyrlum flogið að heimili hjónanna og út streymdu menn sem handtóku þau en hjónin eru grunuð um njósnir í Svíþjóð og öðru ríki í um tíu ár.

Erlent

Ein for­ystu­kvenna mæðranna á Maí­torgi látin

Baráttukona sem átti þátt í að stofna samtökin Mæðurnar á Maítorgi sem kröfðust þess að fá að vita um afdrif fólks sem herforingjastjórn Argentínu lét hverfa er látin, 93 ára að aldri. Tveir synir hennar voru á meðal fórnarlamba stjórnarinnar. 

Erlent

Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar

Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni.

Erlent

Tveir handteknir fyrir njósnir í Svíþjóð

Svíar hafa handtekið tvo grunaða njósnara. Hinir meintu njósnarar voru handteknir í Stokkhólmi en annar þeirra er grunaður um njósnir gegn bæði Svíþjóð og öðru landi. Hinn er grunaður um að aðstoða þann fyrri við hinar meintu njósnir.

Erlent

Tæklaði á­rásar­manninn en tapaði tengda­syninum

Miðaldra fyrrverandi hermanni hefur verið hampað sem hetju eftir að hann afvopnaði og yfirbugaði árásarmann sem hóf skotárás á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum um helgina. Hann segist hafa farið ósjálfrátt í stríðsham þegar kúlunum byrjaði að rigna. Tengdasonur hermannsins er á meðal þeirra sem lést í árásinni.

Erlent

Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda

Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 

Erlent

Fjöldi látinna orðinn 162

Fjöldi látinna eftir jarðskjálftann í Indónesíu er nú orðinn 162. Rúmlega tvö hundruð manns eru slasaðir en þrettán þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Enn er tugi manna saknað.

Erlent

Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson

Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu.

Erlent

Uppgjöf varð að blóðbaði

Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á úkraínsku hermennina.

Erlent

Stjarna að fæðast í stunda­glasi

Frumstjarna í hjarta stundaglasslaga gasskýs sem James Webb-geimsjónaukinn náði nýlega mynd af er sögð veita innsýn í hvernig sólin og sólkerfið okkar leit út í frumbernsku sinni. Hún er talin á fyrsta stigi í myndunarferli sínu. 

Erlent

Kín­verjar minnka losun en toppnum enn ekki náð

Losun gróðurhúsalofttegunda í Kína hefur dregist saman frá því í fyrra en ekki er útlit fyrir að hún hafi enn náð hámarki sínu. Niðurstaða nýrrar rannsóknar er að núverandi stefna kommúnistastjórnarinnar samræmist ekki að fullu loftslagsmarkmiðum hennar.

Erlent

Bein útsending: Flogið upp að tunglinu

Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar.

Erlent

Mannskæður skjálfti í Indónesíu

Minnst 46 eru sagðir hafa dáið og minnst sjö hundruð eru slasaðir eftir að sterkur skjálfti skók eyjuna Jövu í Indónesíu í morgun. Tugir bygginga munu hafa skemmst í skjálftanum og íbúar Jakarta, höfuðborgar Indónesíu flúðu út á götu í massavís.

Erlent

Íranskar kvikmyndastjörnur fangelsaðar

Tvær Íranskar kvikmyndaleikkonur hafa verið handteknar í heimalandi sínu sakaðar um undirróðurstarfsemi gegn íranska ríkinu og fyrir að styðja við mótmælaölduna sem riðið hefur yfir landið síðustu mánuði.

Erlent