Erlent Þakkaði Benedikt fyrir að opna dyr fyrir aðra páfa Um fimmtíu þúsund manns tóku þátt í jarðarför Benedikts sextánda, fyrrverandi páfa, sem fer fram í Vatíkaninu í dag. Um tvö hundruð þúsund manns eru sagðir hafa vottað páfanum fyrrverandi virðingu sína. Frans páfi stýrði jarðarförinni en í hann hrósaði forvera sínum í hástert fyrir það að hafa sest í helgan stein og opnað þá leið fyrir öðrum páfum. Erlent 5.1.2023 11:50 Átta manna fjölskylda fannst skotin til bana á heimili sínu Fimm börn eru á meðal átta manns sem fundust skotnir til bana í heimahúsi í smábæ í Utah í Bandaríkjunum í gær. Lögreglumenn fundu líkin þegar þeir fylgdu eftir ábendingu um að ekki hefði spurst til fjölskyldunnar í einhvern tíma. Erlent 5.1.2023 10:25 Fyrsta bóluefnið fyrir býflugur fær leyfi í Bandaríkjunum Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út leyfi vegna bóluefnis líftæknifyrirtækisins Dalan Animal Health, sem er það fyrsta í heiminum sem er ætlað býflugum. Erlent 5.1.2023 09:25 Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. Erlent 5.1.2023 09:00 ESB mælir eindregið með því að Kínverjar verði skyldaðir í próf Evrópusambandið leggur eindregið til að aðildarþjóðir þess krefjist neikvæðs kórónuveiruprófs af kínverskum ferðamönnum áður en þeir komast inn í landið. Erlent 5.1.2023 06:44 Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. Erlent 5.1.2023 06:14 Flett ofan af umfangsmiklu peningaþvætti Rússa á Spáni Spænska lögreglan hefur flett ofan af rússneskri mafíu sem teygir sig víða um Spán, og reyndar víða um Evrópu. Glæpasamtökin stunda peningaþvætti og hafa fjárfest í fasteignum á Spáni fyrir 25 milljónir evra. Bandaríski kaupsýslumaðurinn Bill Browder hefur útvegað spænsku lögreglunni þúsundir skjala sem gerðu henni kleift að grípa til aðgerða. Erlent 4.1.2023 15:30 Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. Erlent 4.1.2023 14:23 Gæti sést til halastjörnu með berum augum frá Íslandi Halastjarna gæti sést með berum augum á norðurhveli jarðar, þar á meðal Íslandi, í byrjun næsta mánaðar. Umferðartími halastjörnunnar er svo langur að síðast þegar hún átti leið hjá jörðinni voru fyrstu nútímamennirnir að koma fram. Erlent 4.1.2023 12:04 Talinn hafa ekið viljandi niður þverhnípið með fjölskylduna innanborðs Lögregla í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna telur að ástæða sé til að ætla að ökumaður Tesla-bíls hafi ekið viljandi út af veginum við þverhníptar strendur Kyrrahafs, með fjölskyldu sína innanborðs. Ökumaðurinn hefur verið handtekinn vegna málsins. Erlent 4.1.2023 10:16 Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. Erlent 4.1.2023 09:10 Geimfari úr fyrsta mannaða Apollo-leiðangrinum látinn Bandaríski geimfarinn Walter Cunningham sem flaug út í geim í Apollo 7-leiðangrinum á sjöunda áratug síðustu aldar er látinn, níræður að aldri. Þó að Cunningham hafi aldrei fengið að fara til tunglsins sjálfur ruddi hann brautina fyrir seinni Apollo-leiðangrana sem héldu þangað. Erlent 4.1.2023 08:39 Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. Erlent 4.1.2023 07:33 Kínverjar hóta gagnaðgerðum vegna skimunar ferðamanna á Vesturlöndum Stjórnvöld í Pekíng hafa gagnrýnt fyrirætlanir annarra ríkja um að skima ferðamenn frá Kína og hóta gagnaðgerðum. Kórónuveirubylgja gengur nú yfir Kína, eftir að stjórnvöld þar í landi afléttu sóttvarnaaðgerðum. Erlent 4.1.2023 06:52 Mannskæður skotbardagi eftir flótta úr fangelsi Að minnsta kosti sjö eru fallnir eftir að til skotbardaga kom á milli lögreglumanna sem leita fanga sem flúðu úr fangelsi á nýársdag og hóps vopnaðra manna í Mexíkó. Þrjátíu fangar sluppu þegar félagar í glæpagengi réðust á fangelsið. Erlent 3.1.2023 15:51 Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Rússneski herinn á í basli með að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur þar sem „hvert hús er virki“, samkvæmt Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner Group málaliðahópsins. Hann og Wagner hafa leitt viðleitni Rússa við að ná tökum á bænum um mánaða skeið en víglínunum þar hefur verið lýst sem „hakkavél“. Erlent 3.1.2023 15:13 Björgunarafrek þegar fjölskylda í Teslu steyptist fram af bjargi Ljóst er að björgunarafrek var unnið í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna í gær þegar Tesla með fjögurra manna fjölskyldu innanborðs steyptist fram af 76 metra háu þverhnípi niður í grýtta fjöru. Erlent 3.1.2023 13:58 Þúsundir hitameta slegin í Evrópu yfir áramótin Hiti var allt frá tíu til tuttugu gráðum yfir meðaltali fyrir árstíma víða á í Evrópu um áramótin. Met var slegin í þúsundatali, sums staðar með margra gráða mun í einstaklega óvenjulegum hlýindum. Erlent 3.1.2023 12:08 Farsímanotkun sögð hafa leitt til einnar mannskæðustu árásar stríðsins Rússneskir ráðamenn í Donetsk-héraði í Úkraínu segja að þeir hermenn sem féllu í einni af mannskæðustu árásum stríðsins í Úkraínu á nýársnótt geti kennt sjálfum sér um. Úkraínumenn hafi fundið þá vegna þess hve margir af hermönnunum voru að nota farsíma sína. Erlent 3.1.2023 11:16 Reka sendiherra Frakklands úr landi og líta til Rússlands Herstjórn Búrkína Fasó hefur skipað sendiherra Frakklands að yfirgefa landið. Tvær vikur eru síðan að mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna í Búrkína Fasó var gert að yfirgefa landið. Herstjórnin hefur verið að styrkja samband Búrkína Fasó og Rússlands að undanförnu. Erlent 3.1.2023 10:08 Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. Erlent 3.1.2023 09:46 „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. Erlent 3.1.2023 08:06 Borga Tókýóbúum milljón krónur á barn fyrir að flytja frá borginni Stjórnvöld í Japan hyggjast nú bjóða fjölskyldum eina milljón króna á barn fyrir að flytja frá Tókýó til strjálbýlari svæða landsins. Markmiðið er að draga úr fólksfækkun á landsbyggðinni. Erlent 3.1.2023 07:28 Kynferðisbrotamenn óvelkomnir á verðlaunahátíð Skipuleggjendur César verðlaunanna í Frakklandi, sem eru helstu kvikmyndaverðlaunin þar í landi, hafa nú gefið það út að allir þeir sem eiga yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot eða hafa verið dæmdir fyrir slík brot séu ekki velkomnir á hátíðina sem haldin verður í næsta mánuði. Erlent 3.1.2023 07:27 Selenskí segir drónaárásir Rússa verða langvarandi Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar ætli sér augljóslega að beita írönskum drónum í meira mæli næstu mánuðina til að draga stríðið á langinn og að ætlun þeirra sé að vona að Úkraínumenn missi baráttuþrekið. Erlent 3.1.2023 07:18 Þingmenn í fangelsi fyrir að sparka í ólétta þingkonu Tveir þingmenn í Senegal hafa verið dæmdir í sex mánaða fangelsi fyrir að sparka í maga óléttrar þingkonu á senegalska þinginu. Upp úr sauð þegar umræður fjárlög stóðu yfir. Erlent 2.1.2023 23:21 Eltu sofandi ökumann í korter Lögreglan í Bæjarlandi í Þýskalandi átti í eftirför í síðustu viku sem verður að teljast óhefðbundin. Ítrekaðar tilraunir til að reyna að fá ökumann Teslu rafmagnsbíls til að stöðva gengu ekki eftir en ökumaðurinn reyndist steinsofandi við stýrið. Bílinn var þó stilltur á sjálfstýringu. Erlent 2.1.2023 16:53 McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. Erlent 2.1.2023 14:05 Trump hafði tekjur í fjölda landa á meðan hann var forseti Skattskýrslur Donalds Trump sýna að hann hafði tekjur í á öðrum tug landa á meðan hann var forseti Bandaríkjanna og að hann átti bankareikning í Kína. Trump greiddi enga alríkisskatta síðasta ár sitt sem forseti. Erlent 2.1.2023 12:20 Tengdur við morðin dularfullu eftir langferð á hvítum Hyundai DNA-sönnunargögn og hvítur Hyundai Elantra bíll í eigu Bryan Christopher Kohberger leiddu til þess að lögregla beindi sjónum sínum að hinum tæplega þrítuga doktorsnema í afbrotafræði í dularfullu morðmáli í Idaho í Bandaríkjunum. Erlent 2.1.2023 11:53 « ‹ 202 203 204 205 206 207 208 209 210 … 334 ›
Þakkaði Benedikt fyrir að opna dyr fyrir aðra páfa Um fimmtíu þúsund manns tóku þátt í jarðarför Benedikts sextánda, fyrrverandi páfa, sem fer fram í Vatíkaninu í dag. Um tvö hundruð þúsund manns eru sagðir hafa vottað páfanum fyrrverandi virðingu sína. Frans páfi stýrði jarðarförinni en í hann hrósaði forvera sínum í hástert fyrir það að hafa sest í helgan stein og opnað þá leið fyrir öðrum páfum. Erlent 5.1.2023 11:50
Átta manna fjölskylda fannst skotin til bana á heimili sínu Fimm börn eru á meðal átta manns sem fundust skotnir til bana í heimahúsi í smábæ í Utah í Bandaríkjunum í gær. Lögreglumenn fundu líkin þegar þeir fylgdu eftir ábendingu um að ekki hefði spurst til fjölskyldunnar í einhvern tíma. Erlent 5.1.2023 10:25
Fyrsta bóluefnið fyrir býflugur fær leyfi í Bandaríkjunum Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út leyfi vegna bóluefnis líftæknifyrirtækisins Dalan Animal Health, sem er það fyrsta í heiminum sem er ætlað býflugum. Erlent 5.1.2023 09:25
Niðurlæging þingforsetaefnis repúblikana hélt áfram Pattstaða ríkir enn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings eftir að Kevin McCarthy, leiðtoga repúblikana, mistókst enn og aftur að tryggja sér nógu mörg atkvæði flokkssystkina sinna til þess að ná kjöri sem forseti deildarinnar. Ekkert liggur fyrir um hvernig hægt verður að skera á hnútinn. Erlent 5.1.2023 09:00
ESB mælir eindregið með því að Kínverjar verði skyldaðir í próf Evrópusambandið leggur eindregið til að aðildarþjóðir þess krefjist neikvæðs kórónuveiruprófs af kínverskum ferðamönnum áður en þeir komast inn í landið. Erlent 5.1.2023 06:44
Segir Vilhjálm hafa ráðist á sig í kjölfar samtals um Meghan árið 2019 Harry Bretaprins lýsir því í væntanlegum endurminningum sínum hvernig Vilhjálmur bróðir hans, sem mun að óbreyttu verða konunugur að föður þeirra gengnum, réðst á hann á heimili Harry og Meghan Markle árið 2019. Erlent 5.1.2023 06:14
Flett ofan af umfangsmiklu peningaþvætti Rússa á Spáni Spænska lögreglan hefur flett ofan af rússneskri mafíu sem teygir sig víða um Spán, og reyndar víða um Evrópu. Glæpasamtökin stunda peningaþvætti og hafa fjárfest í fasteignum á Spáni fyrir 25 milljónir evra. Bandaríski kaupsýslumaðurinn Bill Browder hefur útvegað spænsku lögreglunni þúsundir skjala sem gerðu henni kleift að grípa til aðgerða. Erlent 4.1.2023 15:30
Trump kallar eftir stuðningi við McCarthy Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, kallar eftir því að Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fylki liði við bak Kevin McCarthy, leiðtoga þingflokksins. McCarthy vill verða forseti fulltrúadeildarinnar en mistókst það í þremur atkvæðagreiðslum í gær. Erlent 4.1.2023 14:23
Gæti sést til halastjörnu með berum augum frá Íslandi Halastjarna gæti sést með berum augum á norðurhveli jarðar, þar á meðal Íslandi, í byrjun næsta mánaðar. Umferðartími halastjörnunnar er svo langur að síðast þegar hún átti leið hjá jörðinni voru fyrstu nútímamennirnir að koma fram. Erlent 4.1.2023 12:04
Talinn hafa ekið viljandi niður þverhnípið með fjölskylduna innanborðs Lögregla í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna telur að ástæða sé til að ætla að ökumaður Tesla-bíls hafi ekið viljandi út af veginum við þverhníptar strendur Kyrrahafs, með fjölskyldu sína innanborðs. Ökumaðurinn hefur verið handtekinn vegna málsins. Erlent 4.1.2023 10:16
Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. Erlent 4.1.2023 09:10
Geimfari úr fyrsta mannaða Apollo-leiðangrinum látinn Bandaríski geimfarinn Walter Cunningham sem flaug út í geim í Apollo 7-leiðangrinum á sjöunda áratug síðustu aldar er látinn, níræður að aldri. Þó að Cunningham hafi aldrei fengið að fara til tunglsins sjálfur ruddi hann brautina fyrir seinni Apollo-leiðangrana sem héldu þangað. Erlent 4.1.2023 08:39
Leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni niðurlægður í atkvæðagreiðslum í gær Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, varð í gær fyrstur manna í hundrað ár til að ná ekki að tryggja sér embætti forseta fulltrúadeildarinnar í fyrstu atkvæðagreiðslu. Erlent 4.1.2023 07:33
Kínverjar hóta gagnaðgerðum vegna skimunar ferðamanna á Vesturlöndum Stjórnvöld í Pekíng hafa gagnrýnt fyrirætlanir annarra ríkja um að skima ferðamenn frá Kína og hóta gagnaðgerðum. Kórónuveirubylgja gengur nú yfir Kína, eftir að stjórnvöld þar í landi afléttu sóttvarnaaðgerðum. Erlent 4.1.2023 06:52
Mannskæður skotbardagi eftir flótta úr fangelsi Að minnsta kosti sjö eru fallnir eftir að til skotbardaga kom á milli lögreglumanna sem leita fanga sem flúðu úr fangelsi á nýársdag og hóps vopnaðra manna í Mexíkó. Þrjátíu fangar sluppu þegar félagar í glæpagengi réðust á fangelsið. Erlent 3.1.2023 15:51
Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Rússneski herinn á í basli með að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur þar sem „hvert hús er virki“, samkvæmt Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner Group málaliðahópsins. Hann og Wagner hafa leitt viðleitni Rússa við að ná tökum á bænum um mánaða skeið en víglínunum þar hefur verið lýst sem „hakkavél“. Erlent 3.1.2023 15:13
Björgunarafrek þegar fjölskylda í Teslu steyptist fram af bjargi Ljóst er að björgunarafrek var unnið í Kaliforníu-ríki Bandaríkjanna í gær þegar Tesla með fjögurra manna fjölskyldu innanborðs steyptist fram af 76 metra háu þverhnípi niður í grýtta fjöru. Erlent 3.1.2023 13:58
Þúsundir hitameta slegin í Evrópu yfir áramótin Hiti var allt frá tíu til tuttugu gráðum yfir meðaltali fyrir árstíma víða á í Evrópu um áramótin. Met var slegin í þúsundatali, sums staðar með margra gráða mun í einstaklega óvenjulegum hlýindum. Erlent 3.1.2023 12:08
Farsímanotkun sögð hafa leitt til einnar mannskæðustu árásar stríðsins Rússneskir ráðamenn í Donetsk-héraði í Úkraínu segja að þeir hermenn sem féllu í einni af mannskæðustu árásum stríðsins í Úkraínu á nýársnótt geti kennt sjálfum sér um. Úkraínumenn hafi fundið þá vegna þess hve margir af hermönnunum voru að nota farsíma sína. Erlent 3.1.2023 11:16
Reka sendiherra Frakklands úr landi og líta til Rússlands Herstjórn Búrkína Fasó hefur skipað sendiherra Frakklands að yfirgefa landið. Tvær vikur eru síðan að mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna í Búrkína Fasó var gert að yfirgefa landið. Herstjórnin hefur verið að styrkja samband Búrkína Fasó og Rússlands að undanförnu. Erlent 3.1.2023 10:08
Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. Erlent 3.1.2023 09:46
„Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. Erlent 3.1.2023 08:06
Borga Tókýóbúum milljón krónur á barn fyrir að flytja frá borginni Stjórnvöld í Japan hyggjast nú bjóða fjölskyldum eina milljón króna á barn fyrir að flytja frá Tókýó til strjálbýlari svæða landsins. Markmiðið er að draga úr fólksfækkun á landsbyggðinni. Erlent 3.1.2023 07:28
Kynferðisbrotamenn óvelkomnir á verðlaunahátíð Skipuleggjendur César verðlaunanna í Frakklandi, sem eru helstu kvikmyndaverðlaunin þar í landi, hafa nú gefið það út að allir þeir sem eiga yfir höfði sér fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot eða hafa verið dæmdir fyrir slík brot séu ekki velkomnir á hátíðina sem haldin verður í næsta mánuði. Erlent 3.1.2023 07:27
Selenskí segir drónaárásir Rússa verða langvarandi Selenskí Úkraínuforseti sagði í reglulegu ávarpi sínu í nótt að Rússar ætli sér augljóslega að beita írönskum drónum í meira mæli næstu mánuðina til að draga stríðið á langinn og að ætlun þeirra sé að vona að Úkraínumenn missi baráttuþrekið. Erlent 3.1.2023 07:18
Þingmenn í fangelsi fyrir að sparka í ólétta þingkonu Tveir þingmenn í Senegal hafa verið dæmdir í sex mánaða fangelsi fyrir að sparka í maga óléttrar þingkonu á senegalska þinginu. Upp úr sauð þegar umræður fjárlög stóðu yfir. Erlent 2.1.2023 23:21
Eltu sofandi ökumann í korter Lögreglan í Bæjarlandi í Þýskalandi átti í eftirför í síðustu viku sem verður að teljast óhefðbundin. Ítrekaðar tilraunir til að reyna að fá ökumann Teslu rafmagnsbíls til að stöðva gengu ekki eftir en ökumaðurinn reyndist steinsofandi við stýrið. Bílinn var þó stilltur á sjálfstýringu. Erlent 2.1.2023 16:53
McCarthy í erfiðri stöðu og líkur á óreiðu á þingi Nýtt kjörtímabil hefst í Bandaríkjunum á morgun og munu Demókratar þá formlega missa meirihluta í fulltrúadeildinni. Kevin McCarthy, leiðtogi Repúblikana í fulltrúadeildinni, hefur unnið hörðum höndum að því að tryggja sér atkvæði 218 þingmanna svo hann geti orðið þingforseti en svo virðist sem hann nái því ekki. Erlent 2.1.2023 14:05
Trump hafði tekjur í fjölda landa á meðan hann var forseti Skattskýrslur Donalds Trump sýna að hann hafði tekjur í á öðrum tug landa á meðan hann var forseti Bandaríkjanna og að hann átti bankareikning í Kína. Trump greiddi enga alríkisskatta síðasta ár sitt sem forseti. Erlent 2.1.2023 12:20
Tengdur við morðin dularfullu eftir langferð á hvítum Hyundai DNA-sönnunargögn og hvítur Hyundai Elantra bíll í eigu Bryan Christopher Kohberger leiddu til þess að lögregla beindi sjónum sínum að hinum tæplega þrítuga doktorsnema í afbrotafræði í dularfullu morðmáli í Idaho í Bandaríkjunum. Erlent 2.1.2023 11:53