Erlent Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Dönsk stjórnvöld hafa náð sögulegu samkomulagi sem meðal annars felur í sér að Danmörk mun fyrst ríkja í heimi skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrum, nái áformin fram að ganga. Danska ríkisstjórnin og breiður meirihluti flokka á danska þinginu hafa náð pólitísku samkomulagi um meiriháttar landslags- og umhverfisbreytingar í landinu. Græna þríhliða samkomulagið svokallaða hefur verið lengi í undirbúningi og var nánari útfærsla þess kynnt á blaðamannafundi í morgun. Erlent 18.11.2024 13:30 Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætli að tilnefna Brendan Carr í embætti formanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC). Þykir það til marks um að Trump ætli að herja gegn samskiptamiðlafyrirtækjum fyrir meinta ritskoðun og fjölmiðlum, en Trump hefur ítrekað talað um að svipta sjónvarpsstöðvar sem honum þykir fjalla illa um sig útsendingarleyfi. Erlent 18.11.2024 11:10 Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Magn fersksvatns á jörðinni hefur ekki komist í fyrra horf eftir að það tók dýfu fyrir rúmum tíu árum samkvæmt gervihnattamælingum. Ekki er talið tilviljun að hnignun ferskvatnsforðans eigi sér stað þegar níu af síðustu tíu árum voru þau hlýjustu sem um getur. Erlent 18.11.2024 10:05 Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Grímuklæddir menn klifruðu í síðustu viku yfir grindverk við Windsor kastala á meðan Vilhjálmur og Katrín, prinsinn og prinsessan af Wales, og þrjú börn þeirra voru sofandi í húsnæði þeirra á lóð kastalans en þau fluttu þangað árið 2022. Erlent 18.11.2024 09:57 Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. Erlent 18.11.2024 09:01 Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Krabbameinssérfræðingar í 40 löndum hyggjast taka höndum saman og rannsaka einstaklinga sem hafa greinst með alvarleg krabbamein og lifað lengur en vonir stóðu til. Erlent 18.11.2024 07:56 Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. Erlent 17.11.2024 20:13 Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Aðaltalsmaður Hezbollah-samtakanna féll í loftárás Ísraelshers á miðborg Beirút í Líbanon í dag. Ísraelar hafa gert harðar árásir á Líbanon undanfarnar vikur en fæstar þeirra hafa verið á miðborgina. Erlent 17.11.2024 14:21 Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Fjölskylda Malcolms X, blökkumannaleiðtoga sem var myrtur fyrir tæpum sextíu árum, stefndi bandarísku alríkislögreglunni og leyniþjónustunni auk lögreglunnar í New York fyrir að koma ekki í veg fyrir morðið. Erlent 17.11.2024 11:23 Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Siglingastofnun Noregs, Kystverket, hefur tilkynnt að formlegt útboðsferli skipaganganna við Stað hefjist 1. desember næstkomandi. Áformað er að framkvæmdir hefjist eftir rúmt ár og að skipagöngin verði tilbúin í árslok 2030. Erlent 17.11.2024 09:51 Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Rússar hafa látið sprengjum rigna úr lofti yfir orkuinnviði víðsvegar um Úkraínu í nótt og rafmagn hefur verið tekið af í þremur héruðum vegna þess. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu frá því í lok sumars. Erlent 17.11.2024 09:12 Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Vólódímír Selenskí, úkraínuforseti segist viss um að stríði Rússa og Úkraínu muni ljúka fyrr en ella í ljósi þess að Donald Trump sigraði bandarísku forsetakosningarnar. Erlent 16.11.2024 18:48 Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Eldur kviknaði á gjörgæsludeild fyrir nýbura á sjúkrahúsi í norðurhluta Indlands með þeim afleiðingum að tíu nýfædd börn fórust og sextán særðust, að sögn yfirvalda. Erlent 16.11.2024 15:05 Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Færst hefur í aukana að Rússar tilkynni pólitíska glæpi samborgara sinna til yfirvalda frá því að innrásin í Úkraínu hófst af fullu afli fyrir að nálgast þremur árum. Nýleg dæmi eru um að fólk hafi verið dæmt í fangelsi á grundvelli slíkra tilkynninga. Erlent 16.11.2024 09:01 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. Erlent 16.11.2024 08:03 Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Carlos Mazón, forseti Valensíuhéraðs á Spáni, neitar að segja af sér embætti þrátt fyrir hávær köll þess efnis frá íbúum héraðsins. Hamfaraflóð drógu 224 manns til bana þar í síðasta mánuði og viðbrögð stjórnvalda hafa verið harðlega gagnrýnd. Erlent 15.11.2024 21:21 Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, töluðu saman í síma í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir töluðust við í tæp tvö ár.Síðast töluðu þeir saman í lok árs 2022 en að þessu sinni mun símtalið hafa staðið yfir í um klukkustund. Erlent 15.11.2024 16:19 Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Flokkssystkini Olafs Scholz Þýskalandskanslara þrýsta nú hann að víkja fyrir varnarmálaráðherra sínum sem leiðtogi sósíaldemókrata fyrir þingkosningar í febrúar. Enginn kaslari Þýskalands hefur mælst eins óvinsæll í skoðanakönnunum og Scholz. Erlent 15.11.2024 15:06 Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Ísraelar vörpuðu sprengjum á leynilega rannsóknarstöð í Íran þar sem unnið er að þróun kjarnorkuvopna. Þessi árás var hluti af umfangsmikilli árás á Íran í október, eftir að Íranar skutu fjölmörgum skotflaugum að Ísrael. Erlent 15.11.2024 14:28 Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Áhrifavaldur í Angóla sem gagnrýndi forseta landsins á TikTok og 29 ára kona í Sádí-Arabíu sem birti myndir af sér án þess að klæðast kufli eru meðal manneskja í heiminum sem afplána fangelsisdóma. Amnesty berst fyrir lausn þeirra í herferð. Erlent 15.11.2024 10:10 Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Elon Musk átti fund á mánudag með sendiherra Íran við Sameinuðu þjóðirnar. Þetta hefur New York Times eftir írönskum embættismönnum. Erlent 15.11.2024 08:16 Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sérfræðingar og baráttufólk í loftslagsmálum segja loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna (Cop) ekki lengur þjóna tilgangi sínum. Kalla þeir eftir því að ráðstefnurnar verði aðeins haldnar í ríkjum sem styðja aðgerðir í loftlagsmálu. Erlent 15.11.2024 06:55 Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Bandaríska Alríkislögreglan leitar óþekkts einstaklings sem er grunaður um að kveikja í tveimur kjörkössum, annars vegar í Vancouver í Washington-ríki og hins vegar Portland í Oregon-ríki. Þess má geta að borgirnar tvær eru mjög skammt frá hvorri annarri. Erlent 14.11.2024 22:36 Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. Erlent 14.11.2024 21:28 Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Yfirvöld í Suður-Afríku ætla ekki að aðstoða allt að fjögur þúsund menn sem sitja í ólöglegri námu í norðvesturhluta landsins. Umsátursástand hefur ríkt við námuna þar sem búið er að loka á aðgang þeirra sem í námunni eru að vatni og öðrum nauðsynjum. Erlent 14.11.2024 16:00 The Onion kaupir InfoWars Útgáfufélag ádeilumiðilsins The Onion keypti í morgun rekstrarfélag InfoWars, sem var áður í eigu Alex Jones. Kaupin voru gerð með stuðningi fjölskyldna barna sem dóu í Sandy Hook árásinni á árum áður en Jones skuldar þeim á annan milljarð dala. Erlent 14.11.2024 14:53 Vill sýna þinginu hver ræður Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér. Erlent 14.11.2024 13:33 Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Karlmaður sem reyndi að komast inn í hús hæstaréttar í höfuðborg Brasilíu sprengdi sig í loft upp fyrir utan bygginguna í gærkvöldi. Aðeins fimm dagar eru þar til að leiðtogar G20-ríkjanna koma saman í Ríó de Janeiro. Erlent 14.11.2024 10:05 Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Fjöldi þeirra sem eru með sykursýki hefur tvöfaldast á síðustu 30 árum og telur nú um 800 milljónir manna. Fjórtán prósent af fullorðnum er nú með sykursýki, samanborið við sjö prósent árið 1990. Erlent 14.11.2024 09:15 Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Saksóknarar í París hafa farið fram á að Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, verði dæmd í fimm ára fangelsi og útilokuð frá því að bjóða sig fram í opinbert embætti í fimm ár. Erlent 14.11.2024 07:04 « ‹ 16 17 18 19 20 21 22 23 24 … 334 ›
Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Dönsk stjórnvöld hafa náð sögulegu samkomulagi sem meðal annars felur í sér að Danmörk mun fyrst ríkja í heimi skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrum, nái áformin fram að ganga. Danska ríkisstjórnin og breiður meirihluti flokka á danska þinginu hafa náð pólitísku samkomulagi um meiriháttar landslags- og umhverfisbreytingar í landinu. Græna þríhliða samkomulagið svokallaða hefur verið lengi í undirbúningi og var nánari útfærsla þess kynnt á blaðamannafundi í morgun. Erlent 18.11.2024 13:30
Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætli að tilnefna Brendan Carr í embætti formanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC). Þykir það til marks um að Trump ætli að herja gegn samskiptamiðlafyrirtækjum fyrir meinta ritskoðun og fjölmiðlum, en Trump hefur ítrekað talað um að svipta sjónvarpsstöðvar sem honum þykir fjalla illa um sig útsendingarleyfi. Erlent 18.11.2024 11:10
Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Magn fersksvatns á jörðinni hefur ekki komist í fyrra horf eftir að það tók dýfu fyrir rúmum tíu árum samkvæmt gervihnattamælingum. Ekki er talið tilviljun að hnignun ferskvatnsforðans eigi sér stað þegar níu af síðustu tíu árum voru þau hlýjustu sem um getur. Erlent 18.11.2024 10:05
Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Grímuklæddir menn klifruðu í síðustu viku yfir grindverk við Windsor kastala á meðan Vilhjálmur og Katrín, prinsinn og prinsessan af Wales, og þrjú börn þeirra voru sofandi í húsnæði þeirra á lóð kastalans en þau fluttu þangað árið 2022. Erlent 18.11.2024 09:57
Scholz ver símtal sitt við Pútín Enga hugarfarsbreytingu var að merkja hjá Vladímír Pútín gagnvart stríðsrekstri hans í Úkraínu í símtali við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, fyrir helgi. Scholz á í vök að verjast vegna símtalsins og er sakaður um að rjúfa samstöðu með Úkraínu. Erlent 18.11.2024 09:01
Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Krabbameinssérfræðingar í 40 löndum hyggjast taka höndum saman og rannsaka einstaklinga sem hafa greinst með alvarleg krabbamein og lifað lengur en vonir stóðu til. Erlent 18.11.2024 07:56
Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur veitt Úkraínumönnum heimild til þess að beita bandarískum langdrægum eldflaugum, svokölluðu ATACMS-vopnakerfi, á rússneskri grundu. Erlent 17.11.2024 20:13
Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Aðaltalsmaður Hezbollah-samtakanna féll í loftárás Ísraelshers á miðborg Beirút í Líbanon í dag. Ísraelar hafa gert harðar árásir á Líbanon undanfarnar vikur en fæstar þeirra hafa verið á miðborgina. Erlent 17.11.2024 14:21
Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Fjölskylda Malcolms X, blökkumannaleiðtoga sem var myrtur fyrir tæpum sextíu árum, stefndi bandarísku alríkislögreglunni og leyniþjónustunni auk lögreglunnar í New York fyrir að koma ekki í veg fyrir morðið. Erlent 17.11.2024 11:23
Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Siglingastofnun Noregs, Kystverket, hefur tilkynnt að formlegt útboðsferli skipaganganna við Stað hefjist 1. desember næstkomandi. Áformað er að framkvæmdir hefjist eftir rúmt ár og að skipagöngin verði tilbúin í árslok 2030. Erlent 17.11.2024 09:51
Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Rússar hafa látið sprengjum rigna úr lofti yfir orkuinnviði víðsvegar um Úkraínu í nótt og rafmagn hefur verið tekið af í þremur héruðum vegna þess. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu frá því í lok sumars. Erlent 17.11.2024 09:12
Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Vólódímír Selenskí, úkraínuforseti segist viss um að stríði Rússa og Úkraínu muni ljúka fyrr en ella í ljósi þess að Donald Trump sigraði bandarísku forsetakosningarnar. Erlent 16.11.2024 18:48
Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Eldur kviknaði á gjörgæsludeild fyrir nýbura á sjúkrahúsi í norðurhluta Indlands með þeim afleiðingum að tíu nýfædd börn fórust og sextán særðust, að sögn yfirvalda. Erlent 16.11.2024 15:05
Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Færst hefur í aukana að Rússar tilkynni pólitíska glæpi samborgara sinna til yfirvalda frá því að innrásin í Úkraínu hófst af fullu afli fyrir að nálgast þremur árum. Nýleg dæmi eru um að fólk hafi verið dæmt í fangelsi á grundvelli slíkra tilkynninga. Erlent 16.11.2024 09:01
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Úkraínumenn búast við enn umfangsmeiri árásum Rússa á næstu mánuðum í aðdraganda þess að Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, tekur aftur við völdum í lok janúar. Báðar fylkingar vilja styrkja stöðu sína áður en Trump kemur sér fyrir í Hvíta húsinu en hann hefur sagt að hann vilji binda skjótan enda á stríðið. Erlent 16.11.2024 08:03
Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Carlos Mazón, forseti Valensíuhéraðs á Spáni, neitar að segja af sér embætti þrátt fyrir hávær köll þess efnis frá íbúum héraðsins. Hamfaraflóð drógu 224 manns til bana þar í síðasta mánuði og viðbrögð stjórnvalda hafa verið harðlega gagnrýnd. Erlent 15.11.2024 21:21
Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, töluðu saman í síma í dag og var það í fyrsta sinn sem þeir töluðust við í tæp tvö ár.Síðast töluðu þeir saman í lok árs 2022 en að þessu sinni mun símtalið hafa staðið yfir í um klukkustund. Erlent 15.11.2024 16:19
Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Flokkssystkini Olafs Scholz Þýskalandskanslara þrýsta nú hann að víkja fyrir varnarmálaráðherra sínum sem leiðtogi sósíaldemókrata fyrir þingkosningar í febrúar. Enginn kaslari Þýskalands hefur mælst eins óvinsæll í skoðanakönnunum og Scholz. Erlent 15.11.2024 15:06
Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Ísraelar vörpuðu sprengjum á leynilega rannsóknarstöð í Íran þar sem unnið er að þróun kjarnorkuvopna. Þessi árás var hluti af umfangsmikilli árás á Íran í október, eftir að Íranar skutu fjölmörgum skotflaugum að Ísrael. Erlent 15.11.2024 14:28
Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Áhrifavaldur í Angóla sem gagnrýndi forseta landsins á TikTok og 29 ára kona í Sádí-Arabíu sem birti myndir af sér án þess að klæðast kufli eru meðal manneskja í heiminum sem afplána fangelsisdóma. Amnesty berst fyrir lausn þeirra í herferð. Erlent 15.11.2024 10:10
Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Auðjöfurinn og frumkvöðullinn Elon Musk átti fund á mánudag með sendiherra Íran við Sameinuðu þjóðirnar. Þetta hefur New York Times eftir írönskum embættismönnum. Erlent 15.11.2024 08:16
Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Sérfræðingar og baráttufólk í loftslagsmálum segja loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna (Cop) ekki lengur þjóna tilgangi sínum. Kalla þeir eftir því að ráðstefnurnar verði aðeins haldnar í ríkjum sem styðja aðgerðir í loftlagsmálu. Erlent 15.11.2024 06:55
Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Bandaríska Alríkislögreglan leitar óþekkts einstaklings sem er grunaður um að kveikja í tveimur kjörkössum, annars vegar í Vancouver í Washington-ríki og hins vegar Portland í Oregon-ríki. Þess má geta að borgirnar tvær eru mjög skammt frá hvorri annarri. Erlent 14.11.2024 22:36
Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hann ætli að velja Robert F. Kennedy yngri sem heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn hans. Erlent 14.11.2024 21:28
Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Yfirvöld í Suður-Afríku ætla ekki að aðstoða allt að fjögur þúsund menn sem sitja í ólöglegri námu í norðvesturhluta landsins. Umsátursástand hefur ríkt við námuna þar sem búið er að loka á aðgang þeirra sem í námunni eru að vatni og öðrum nauðsynjum. Erlent 14.11.2024 16:00
The Onion kaupir InfoWars Útgáfufélag ádeilumiðilsins The Onion keypti í morgun rekstrarfélag InfoWars, sem var áður í eigu Alex Jones. Kaupin voru gerð með stuðningi fjölskyldna barna sem dóu í Sandy Hook árásinni á árum áður en Jones skuldar þeim á annan milljarð dala. Erlent 14.11.2024 14:53
Vill sýna þinginu hver ræður Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur á dögunum opinberað hverja hann ætlar að tilnefna í nokkur mikilvæg embætti í ríkisstjórn sinni. Þrjár af þessum tilnefningum eru umdeildari en aðrar og er Trump sagður mana þingmenn Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni til að standa í vegi sér. Erlent 14.11.2024 13:33
Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Karlmaður sem reyndi að komast inn í hús hæstaréttar í höfuðborg Brasilíu sprengdi sig í loft upp fyrir utan bygginguna í gærkvöldi. Aðeins fimm dagar eru þar til að leiðtogar G20-ríkjanna koma saman í Ríó de Janeiro. Erlent 14.11.2024 10:05
Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Fjöldi þeirra sem eru með sykursýki hefur tvöfaldast á síðustu 30 árum og telur nú um 800 milljónir manna. Fjórtán prósent af fullorðnum er nú með sykursýki, samanborið við sjö prósent árið 1990. Erlent 14.11.2024 09:15
Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Saksóknarar í París hafa farið fram á að Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, verði dæmd í fimm ára fangelsi og útilokuð frá því að bjóða sig fram í opinbert embætti í fimm ár. Erlent 14.11.2024 07:04
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent