Erlent

Flugferðum aflýst á Heathrow vegna veðurs

Raskanir eru á Heathrow flugvelli í dag vegna frosts og þoku en British Airways hefur þurft að aflýsa um 80 flugferðum vegna veðurs. Nóttin var sú kaldasta í meira en áratug. Engar raskanir virðast vera á ferðum félagsins til og frá Íslandi í dag.

Erlent

Engin merki um sprengingu á skrokki Estonia

Engin merki eru um að farþegaferjan Estonia hafi rekist á skip eða annan fljótandi hlut áður en það sökk í miklu óveðri aðfaranótt 28. september 1994. Engin merki eru heldur um að sprenging hafi orðið og þannig grandað ferjunni. 852 fórust þegar ferjan sökk.

Erlent

Ritt Bjer­rega­ard er látin

Danska stjórnmálakonan Ritt Bjerregaard, sem meðal annars gegndi embætti ráðherra, yfirborgarstjóra í Kaupmannahöfn og framkvæmdastjóra í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, er látin, 81 árs að aldri.

Erlent

Yfirvöld loka Machu Picchu vegna mótmælanna

Stjórnvöld í Perú hafa lokað einum vinsælasta ferðamannastað landins, Machu Picchu, vegna yfirstandandi mótmæla gegn nýjum forseta landsins. Þau segja ákvörðunina tekna til að vernda ferðamenn og almenna borgara.

Erlent

Vatíkanið opnar rannsókn á 40 ára hvarfi unglingsstúlku

Páfagarður hefur heimilað að rannsókn verði hafin á hvarfi 15 ára stúlku sem hvarf fyrir 40 árum, sumarið 1983. Þetta er talið eitt dularfyllsta mannshvarf í sögu Vatíkansins og margar kenningar benda til tengsla á milli Vatíkansins og Mafíunnar.

Erlent

Skaut tíu til bana og gengur enn laus

Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum.

Erlent

Enn finnast leynileg skjöl hjá Biden

Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg.

Erlent

Telur hæpið að Rússar verði reknir á brott á þessu ári

Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, segist telja óraunhæft að búast við því að Úkraínumenn geti rekið allar rússneskar hersveitir út úr Úkraínu á þessu ári. Hann sagðist ekki telja það ómögulegt en sagðist telja að stríðið í Úkraínu myndi enda við samningaborðið, eins og flest önnur stríð.

Erlent

Konan ekki talin í lífs­hættu

Íslenska konan sem stungin var á fimmtudag af fyrrverandi eiginmanni sínum er ekki talin í lífshættu. Henni er þó haldið sofandi í öndunarvél.

Erlent

Maðurinn hafði í­trekað rofið nálgunar­bann

Íslendingurinn sem játað hefur að hafa stungið fyrrverandi eiginkonu sína í Noregi á fimmtudag hafði ítrekað rofið nálgunarbann sem konan hafði fengið gegn honum. Lögregla hafði síðast afskipti af honum aðeins um fjörutíu mínútum fyrir hnífstunguárásina.

Erlent

Sextíu ára fangelsi fyrir að kúga og misnota vini dóttur sinnar í áratug

Maður sem flutti inn á heimavist dóttur sinnar og níddist kynferðislega á vinum hennar í nærri því tíu ár hefur verið dæmdur til sextíu ára fangelsisvistar. Lawrence Ray, sem er 63 ára gamall, misnotaði vini og vinkonur dóttur sinnar í Sarah Lawrence háskólanum í New York í áratug og var sakaður um að stýra kynlífssértrúarsöfnuði.

Erlent

Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök

Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að skilgreina rússneska málaliðahópinn Wagner Group sem alþjóðleg glæpasamtök. Í kjölfar þess verður hópurinn beittur viðskiptaþvingunum sem takmarka eiga umsvif hópsins á heimsvísu.

Erlent

Hipkins tekur við af Ardern

Nýsjálenski þingmaðurinn Chris Hipkins gefur einn kost á sér í formannsstöðu nýsjálenska Verkamannaflokksins og mun því að öllum líkindum taka við sem forsætisráðherra á mánudag af Jacindu Ardern, sem tilkynnti afsögn sína í gær.

Erlent

Macr­on ætl­ar í mikl­a hern­að­ar­upp­bygg­ing­u

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar.

Erlent

Sam­þ­ykkj­­a ekki enn skrið­dr­ek­­a­­send­­ing­­ar til Úkra­­ín­­u

Boris Pistorius, nýr varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði við blaðamenn í Ramstein í Þýskalandi í dag að engin ákvörðun hefði verið tekin um það að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Hann sagði þó að ráðuneyti hans myndi fara yfir birgðastöðu Þjóðverja og kanna hve marga skriðdreka hægt væri að senda og hve fljótt, verði slík ákvörðun tekin á næstunni.

Erlent

Bíll Julian Sands er fundinn

Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag.

Erlent

Trump og lögmaður hans dæmdir til greiða milljón dala í sektir

Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og einum lögmanna hans að greiða sameiginlega nærri milljón Bandaríkjadala í sektir fyrir tilhæfulausa málsókn þar sem Hillary Clinton, landsnefnd Demókrataflokksins og aðrir meintir óvinir Trump voru sakaðir um umfangsmikið samsæri gegn honum.

Erlent

Serbar æfir vegna auglýsinga Wagner málaliðahópsins

Rússneskt fréttamyndskeið þar sem serbneskir sjálfboðaliðar eru sagðir undirbúa sig undir að berjast við hlið Rússa í Úkraínu hefur vakið mikla reiði í Serbíu. Um er að ræða myndskeið framleidd af Wagner-málaliðahópnum, þar sem Serbar eru hvattir til að ganga til liðs við hópinn.

Erlent

Tíu hand­teknir eftir of­beldis­öldu í Stokk­hólmi

Tíu manns hafa verið handteknir undanfarinn sólarhring í Stokkhólmi, grunaðir um að eiga aðild að skotárásum og sprengingum sem hafa átt sér stað í sænsku höfuðborginni síðustu vikur. Talsmaður lögreglunnar segir að handtökurnar eigi eftir að verða fleiri.

Erlent