Erlent

Svara ekki spurningum um örlög hátt setts hershöfðingja

Stjórvöld í Kreml svara ekki spurningum um Sergei Surovikin, fyrrverandi yfirmann innrásarhersins í Úkraínu, sem ekkert hefur spurst til frá því að málaliðaforingi gerði uppreisn gegn hermálayfirvöldum um helgina. Óstaðfestar heimildir herma að Surovikin hafi verið handtekinn.

Erlent

Flutningur hælis­leit­enda til Rúanda dæmdur ó­lög­legur

Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu að Rúanda teldist ekki öruggt ríki og því væru áform stjórnvalda um að senda hælisleitendur þangað ólögleg í dag. Dómarar töldu verulega hættu á að hælisleitendur væru sendir til heimalands síns þaðan.

Erlent

Dæmdur í ó­tíma­bundið fangelsi fyrir morðið á Miu

Hinn 38 ára gamli Thomas Thom­sen sem fundinn var sekur í gær um morðið á Miu Skadhauge Stevn í Ála­borg í Dan­mörku á síðasta ári og fyrir til­raun til nauðgunar og ó­sæmi­lega með­ferð á líki hennar var í dag dæmdur í ó­tíma­bundið fangelsi. Um er að ræða dóm sem kveðinn er upp yfir föngum sem taldir eru sér­stak­lega hættu­legir.

Erlent

Heyrðu öldunið þyngdar­bylgna sem ganga um al­heiminn

Alheimurinn er fullur af þyngdarbylgjum sem ganga um tímarúmið samkvæmt niðurstöðum fimmtán ára langrar og byltingarkenndrar rannsóknar alþjóðlegs hóps vísindamanna. Uppgötvunin á þessum þyngdarbylgjubakgrunni alheimsins er sögð hjálpa fræðimönnum að skilja hvernig vetrarbrautir myndast og þróast.

Erlent

Óeirðir í Frakklandi aðra nóttina í röð

Að minnsta kosti 150 voru handteknir í nótt eftir mótmæli almennings aðra nóttina í röð í Frakklandi eftir að lögregla skaut sautján ára gamlan ökumann til bana sem hafði ekki sinnt stöðvunamerkjum.

Erlent

Fjórtán ára tvíburar meðal fallinna í árás Rússa

Tíu manns, þeirra á meðal fjórtán ára tvíburasystur, féllu í eldflaugaárás Rússa á veitingastað í borginni Kramatorsk í austurhluta Úkraínu í gærkvöldi. Tugir bygginga, þeirra á meðal fjöldi skóla og leikskóla eyðilögðust í árásinni.

Erlent

Dæmdur sekur fyrir morðið á Miu

Thomas Thom­sen, 38 ára gamall karl­maður, hefur verið dæmdur sekur vegna morðsins á hinni 22 ára gömlu Miu Skadhauge Stevn í Ála­borg í Dan­mörku á síðasta ári. Þá var hann fundinn sekur um til­raun til að nauðga henni og ó­sæmi­lega með­ferð á líki hennar sem hann sagaði í sundur í 231 búta.

Erlent

Telja hers­höfðingja hafa vitað af á­formum Prigoz­hin

Bandaríska leyniþjónustan telur að háttsettur rússneskur hershöfðingi hafi vitað af því að Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-málaliðahersins, ætlaði að gera uppreisn gegn hermálayfirvöld fyrir fram. Forseti Hvíta-Rússlands segist hafa komið í veg fyrir að Pútín Rússlandsforseti léti drepa Prigozhin.

Erlent

Meið­yrða­máli Niemann gegn Carl­sen vísað frá

Alríkisdómstóll í Missouri í Bandaríkjunum vísaði meiðyrðamáli Hans Niemann gegn norska stórmeistaranum Magnusi Carlsen og skákvefnum Chess.com frá dómi í gær. Niemann krafðist hundrað milljóna dollara í bætur vegna ásakana um að hann hefði haft rangt við þegar hann sigraði Carlsen á móti í fyrra.

Erlent

Prigoz­hin kominn á áfangastað

Aleksander Lúkasjenka, forseti Belarús, tilkynnti fyrir skömmu að Jevgeníj Prigozhin væri kominn til landsins. Útlegð hans til landsins var hluti af samkomulagi um endalok skammvinnrar uppreisnar Wagner-málaliðahóps hans um helgina.

Erlent

Skildi árs gamla dóttur eftir eina heima og fór í tíu daga frí

Móðir sem býr í borginni Cleveland í Ohio ríki í Bandaríkjunum hefur verið ákærð fyrir morð á dóttur sinni. Hún er sögð hafa farið í tíu daga frí og skilið dóttur sína, sem var sextán mánaða gömul, eftir eina heima á meðan með þeim afleiðingum að hún lést.

Erlent

Fann horn­stein líf­rænnar efna­fræði í sól­kerfi í fæðingu

Kolefnissameind sem er talin hornsteinn lífrænnar efnafræði fannst í fyrsta skipti í fjarlægu sólkerfi sem er verða til með athugunum James Webb-geimsjónaukans. Rannsóknin á frumsólkerfisskífunni er einnig sögð sýna fram á þátt útfjólublárrar geislunar í lífvænleika nýrra sólkerfa. 

Erlent

Fella niður rann­sókn á „svikaranum“ Prigoz­hin og Wagner

Rússneska leyniþjónustan FSB staðfesti að hún hefði bundið enda á sakamálarannsókn á Jevgeníj Prigozhin og Wagner-málaliðum hans fyrir skammvinna uppreisn þeirra um helgina þrátt fyrir að Pútín forseti hefði lýst honum sem „svikara“ í ávarpi í gær. Óljóst er hvar Prigozhin er niður kominn.

Erlent