Stríð glæpagengja í Svíþjóð: Vill fá herinn til að aðstoða lögregluna Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2023 11:31 Magdalena Andersson er fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu. EPA Magdalena Andersson, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur hvatt til þess að sænski herinn verður kallaður til til að aðstoða lögregluna í baráttu sinni við glæpagengin í landinu. Sjaldan hafa ofbeldisverk sem tengjast átökum glæpagengja verið eins áberandi í Svíþjóð og nú. Síðasta sólarhringinn eru þrjú dauðsföll rakin til átakanna og er septembermánuður orðinn sá mannskæðasti í fjögur ár. Það sem af er mánuðinum hafa ellefu dauðsföll verið rakin til átaka glæpagengja. Andersson, sem gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 2021 til 2022, segir í samtali við Aftonbladet að morgunljóst sé að sænska ríkisstjórnin verði að bregðast við og það harkalega. Hún segir nauðsynlegt að ráðast hratt í lagabreytingar til að opna á að herinn geti aðstoðað lögreglu í vinnu þeirra gegn glæpagengjunum. „Eftirlit sem lögregla sinnir gæti herinn sinnt. Þar fyrir utan sé tæknileg þekking í hernum sem gæti nýst,“ segir Andersson. Dómsmálaráðherrann Gunnar Strömmer segir að það sem Svíar hafi upplifað síðasta sólarhringinn sé nokkuð sem ekki eigi að þurfa að þola í opnu samfélagi. Ríkisstjórnin hefur nýverið fyrirskipað að fangelsismálayfirvöld ráðist í gerð sérstakra unglingafangelsa sem eigi að vera tilbúin 2026. Stór hluti þeirra sem standa fyrir skotárásum og sprengingum eru ungir piltar, undir lögaldri. Þrennt sem þarf til Andersson er ekki eini leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem krefst harðra aðgerða. Þannig segir Nooshi Dadgostar, leiðtogi Vinstriflokksins, að þrennt þurfi til að stöðva ofbeldisölduna sem nú ríður yfir landið. „Það snýst um að fá manneskjur eins og Rawa Majid framseldan, brjóta fíkniefnamarkaðinn á bak aftur, og stöðva allan niðurskurð til skólamála og félagsþjónustu til að koma í veg fyrir að ungt fólk leiðist inn á þessa braut,“ segir Dadgostar. Rawa Majid, sem Dadgostar, vísar til er leiðtogi Foxtrot-glæpagengisins, einu umfangsmesta glæpagengi Svíþjóðar. Hann gengur undir nafninu „Kúrdíski refurinn“ og stýrir veldi sínu frá Tyrklandi. Muharrem Demirok, formaður Miðflokksins, segir að stjórnmálamenn verði sömuleiðis að axla ábyrgð, hætta öllu rifrildi og koma sameinuð fram. „Ég er reiðubúinn að hreinsa dagskrána mína til að okkur takist að stöðva þetta.“ Svíþjóð Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Sjaldan hafa ofbeldisverk sem tengjast átökum glæpagengja verið eins áberandi í Svíþjóð og nú. Síðasta sólarhringinn eru þrjú dauðsföll rakin til átakanna og er septembermánuður orðinn sá mannskæðasti í fjögur ár. Það sem af er mánuðinum hafa ellefu dauðsföll verið rakin til átaka glæpagengja. Andersson, sem gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 2021 til 2022, segir í samtali við Aftonbladet að morgunljóst sé að sænska ríkisstjórnin verði að bregðast við og það harkalega. Hún segir nauðsynlegt að ráðast hratt í lagabreytingar til að opna á að herinn geti aðstoðað lögreglu í vinnu þeirra gegn glæpagengjunum. „Eftirlit sem lögregla sinnir gæti herinn sinnt. Þar fyrir utan sé tæknileg þekking í hernum sem gæti nýst,“ segir Andersson. Dómsmálaráðherrann Gunnar Strömmer segir að það sem Svíar hafi upplifað síðasta sólarhringinn sé nokkuð sem ekki eigi að þurfa að þola í opnu samfélagi. Ríkisstjórnin hefur nýverið fyrirskipað að fangelsismálayfirvöld ráðist í gerð sérstakra unglingafangelsa sem eigi að vera tilbúin 2026. Stór hluti þeirra sem standa fyrir skotárásum og sprengingum eru ungir piltar, undir lögaldri. Þrennt sem þarf til Andersson er ekki eini leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem krefst harðra aðgerða. Þannig segir Nooshi Dadgostar, leiðtogi Vinstriflokksins, að þrennt þurfi til að stöðva ofbeldisölduna sem nú ríður yfir landið. „Það snýst um að fá manneskjur eins og Rawa Majid framseldan, brjóta fíkniefnamarkaðinn á bak aftur, og stöðva allan niðurskurð til skólamála og félagsþjónustu til að koma í veg fyrir að ungt fólk leiðist inn á þessa braut,“ segir Dadgostar. Rawa Majid, sem Dadgostar, vísar til er leiðtogi Foxtrot-glæpagengisins, einu umfangsmesta glæpagengi Svíþjóðar. Hann gengur undir nafninu „Kúrdíski refurinn“ og stýrir veldi sínu frá Tyrklandi. Muharrem Demirok, formaður Miðflokksins, segir að stjórnmálamenn verði sömuleiðis að axla ábyrgð, hætta öllu rifrildi og koma sameinuð fram. „Ég er reiðubúinn að hreinsa dagskrána mína til að okkur takist að stöðva þetta.“
Svíþjóð Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira