Erlent

Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á mynda­vélunum“

Á hverri sekúndu er fellt tré í þeim tilgangi gera timbrið að ódýru Ikea-húsgagni. Fyrirtækið heldur því fram að húsgangaframleiðsla þess sé með öllu sjálfbær. „En er það svo?“ spyrja þáttargerðamenn Danska ríkisútvarpsins, DR, í nýrri heimildarmynd þar sem skógar í eigu Ikea í Rúmeníu eru heimsóttir. Svæðið hefur að geyma einhverja elstu skóga á meginlandi Evrópu sem óháðir sérfræðingar, að sögn framleiðanda þáttarins, segja að Ikea gangi of nærri.

Erlent

Ára­tugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara

Bandarískur maður sem vakti athygli á heimsvísu fyrr á árinu með því að ráðast á dómara sem neitaði að veita honum skilorðsbundinn dóm hefur verið dæmdur til áratuga langrar fangelsisvistar. Deobra Redden mun þurfa að sitja í fangelsi í að minnsta kosti 26 ár fyrir árásina á dómarann Mary Kay Holthus.

Erlent

Þing­maður myrtur í Mexíkó

Mexíkóskur þingmaður var skotinn til bana í launmorði í Veracruz-ríki á mánudagskvöldið. Benito Aguas, sat á þingi fyrir Græna flokkinn en sá flokkur er aðili að stjórnarsamstarfi sem elitt er af Morena-flokki Claudiu Sheinbaum, forseta, og var hann skotinn ítrekað af morðingja eða morðingjum sínum.

Erlent

Reyndi að svipta sig lífi í varð­haldi

Fyrrverandi varnarmálaráðherra Suður-Kóreu, reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum í nótt. Hann stendur frammi fyrir ákæru fyrir uppreisn vegna tilraunar Yoon Suk Yeol, forseta landsins, og hans til að koma á herlögum. Þá ríkir umsátursástand um skrifstofu forsetans, þar sem lögregluþjónar reyna að framkvæma húsleit.

Erlent

Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal

Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, öskraði að fjölmiðlafólki þegar hann var leiddur fyrir dómara í Pennsylvaníuríki Bandaríkjanna í dag.

Erlent

„Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“

Luigi Mangione, sem er grunaður um að skjóta mann til bana á götum New York-borgar í síðustu viku, leit á morðið sem táknræna athöfn til að ógna og ögra meintri spillingu og valdatafli. Þetta kemur fram í lögregluskýrslu sem New York Times hefur undir höndum.

Erlent

Fórnar­lömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampa­víni

Hinn 32 ára gamli Theodor Lund, áður Mikkel Bentsen, sem betur er þekktur sem TikTok-maðurinn var í dag sakfelldur í Eystri-Landsrétti í Danmörku fyrir margvísleg ofbeldisbrot gegn fjölda kvenna á tíu ára tímabili. Landsréttur staðfesti þannig fyrri dóm yfir manninum sem féll í Bæjarrétti Kaupmannahafnar í fyrra. Dómurinn felur í sér ótímabundið gæsluvarðhald (danska: forvaring), úrræði sem dómstólar beita gegn sakborningum sem þykja sérstaklega hættulegir.

Erlent

Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps

Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur varað þingmenn Repúblikanaflokksins við því að reyna að standa í vegi þeirra sem Donald Trump, verðandi forseti, tilnefnir í embætti. Annars muni hann beita auðæfum sínum og áhrifum gegn þeim.

Erlent

Draga tennurnar úr næstu ríkis­stjórn Sýr­lands

Ísraelar hafa á undanförnum dögum, eða frá því ríkisstjórn Bashar al-Assads féll, gert hundruð loftárása í Sýrlandi. Markmið þessara árása virðist vera að draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands takist yfir höfuð að mynda hana.

Erlent

Öng­þveiti við „slátur­hús“ Assads

Þegar ríkisstjórn Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, féll streymdu þúsundir manna til hins alræmda fangelsis Saydnaya norður af Damaskus, höfuðborg landsins. Þar reyndi fólkið að finna fjölskyldumeðlimi sína sem hafa horfið á undanförnum áratugum eða upplýsingar um örlög þeirra.

Erlent

Á­kærður fyrir morð í New York

Hinn tuttugu og sex ára gamli Luigi Mangione, sem var handtekinn í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær hefur nú verið formlega ákærður fyrir morð í New York á dögunum. Hann er grunaður um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York.

Erlent

Netanja­hú ber vitni í spillingar­máli sínu

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, settist í vitnastúku í fyrsta skipti í réttarhöldum í spillingarmáli á hendur honum í morgun. Vitnisburði forsætisráðherrans hafði verið frestað vegna stríðsins gegn Hamas-samtökunum.

Erlent

Nóbelsverðlaunahafar mót­mæla út­nefningu Kennedy

Fleiri en 75 Nóbelsverðlaunahafar á sviði heilbrigðisvísinda, efnafræði, eðlisfræði og hagfræði hafa undirritað bréf þar sem skorað er á öldungadeildarþingmenn í Bandaríkjunum að staðfesta ekki Robert F. Kennedy Jr. í embætti heilbrigðisráðherra.

Erlent

Fær ekki að breyta skil­málum fjölskyldusjóðsins

Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch hefur verið gerður afturreka með ósk sína um að fá að breyta skilmálum fjölskyldusjóðs sem meðal annars kveða á um að elstu börnin hans fjögur fái jafnan atkvæðisrétt í viðskiptaveldi föður síns að honum látnum.

Erlent

Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið

Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd.

Erlent

Norski hryðju­verka­maðurinn telur brotið á sér í fangelsi

Lögmaður Anders Behring Breivik, norska hryðjuverkamannsins og fjöldamorðingjans, sakar norska ríkið um að brjóta á mannréttindum hans í fangelsinu þar sem hann dvelur. Verði stjórnvöld ekki við kröfum hans um úrbætur gæti hann skotið málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu.

Erlent

Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdra­karla

Að minnsta kosti 110 manns voru myrtir í einhverju fátækasta hverfi Port-au-Prince, höfuðborg Haítí, í nýlegu ódæði. Glæpamenn eru sagðir hafa myrt fólkið eftir að leiðtogi glæpagengis varð sannfærður um að galdrar hefðu valdið banvænum veikindum sonar hans.

Erlent

Hand­tóku vopnaðan mála­liða­hóp í Rú­meníu

Rúmenska lögreglan stöðvaði för um tuttugu manna til Búkarest um helgina, þar á meðal vopnaðan leiðtoga málaliðahóps. Talið er að hópurinn hafi ætlað að ógna stjórnmálamönnum og hleypa upp mótmælum eftir umdeildar forsetakosningar.

Erlent

Vörpuðu sprengjum á her­gögn og efna­vopn í Sýr­landi

Ísraelar gerðu í nótt og í morgun þó nokkrar loftárásir í Sýrlandi, auk þess sem ísraelskir hermenn fór yfir landamæri ríkjanna við hinar hernumdu Gólanhæðir. Loftárásirnar voru að mestu gerðar við strandlengju Sýrlands og í suðurhluta landsins.

Erlent

Með fingra­för og lífsýni til rann­sóknar

Rannsakendum hefur enn ekki tekist að bera kennsl á mann sem skaut forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna til bana í New York á dögunum. Það er þrátt fyrir mjög umfangsmikla leit og að andlitsmynd af manninum hafi verið birt í fjölmiðlum um gervöll Bandaríkin og heiminn allan.

Erlent

Sýr­lenska þjóðin á kross­götum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani?

Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um.

Erlent