Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2025 11:35 Árásarmaðurinn var myndaður með bros á vör skömmu eftir árásina. X/EPA Yfirvöld í Austurríki segja að maðurinn sem stakk fólk af handahófi í bænum Villach í gær hafi tengingar við Íslamska ríkið eða önnur hryðjuverkasamtök, sem hann mun hafa lýst yfir hollustu við fyrir árásina. Fjórtán ára drengur lét lífið og fimm aðrir voru særðir áður en árásin var stöðvuð og maðurinn handtekinn. Þrír hinna særðu eru sagðir í alvarlegu ástandi. Árásin var framin af 23 ára manni frá Sýrlandi, sem hefði dvalarleyfi í Austurríki. Fjölmiðlar þar í landi hafa eftir að maðurinn hafi ætlað sér að vera skotinn til bana af lögregluþjónum. Lögreglan segir hann hafa verið með fána Íslamska ríkisins á veggjum heima hjá sér. Sjá einnig: Unglingsstrákur lést í hnífaárás Der Standard vísar í blaðamannafund í morgun en sagði Gerhard Karner, innanríkisráðherra, að árásarmaðurinn væri með tengsl við Íslamska ríkið og kallaði hann eftir ríkari rannsóknarheimildum fyrir lögreglu. Sá sem stöðvaði árásarmanninn var einnig frá Sýrlandi og hrósaði Kaiser honum fyrir hugrekki sitt. Þegar árásarmaðurinn byrjaði að stinga fólk, með um tíu sentímetra löngum hníf, ók 42 ára sendill frá Sýrlandi á árásarmanninn og hefur honum verið hrósað fyrir að koma í vef fyrir að fleiri yrðu stungnir. Myndir af vettvangi sýna árásarmanninn sitja brosandi þegar lögregluþjónar umkringdu hann. Í kjölfar árásarinnar hafa hávær ummæli um flæði farand- og flóttafólks til Austurríki og að takmarka eigi það heyrst í Austurríki. Sambærilega sögu er að segja af Þýskalandi eftir að maður frá Afganistan ók bíl inn í hóp fólks í vikunni. Þetta er önnur banvæn árás Íslamista í Austurríki á undanförnum árum. Árið 2020 skaut maður sem hafði reynt að ganga til liðs við Íslamska ríkið fjóra til bana á götum Vínarborgar. Austurríki Tengdar fréttir Mæðgur látnar eftir árásina í München Tveggja ára stúlka og móðir hennar eru látnar eftir að bíll keyrði inn í hóp mótmælenda í München á fimmtudag. Árásarmaðurinn er afganskur hælisleitandi. 15. febrúar 2025 20:32 Húðskammaði ráðamenn í Evrópu JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. 14. febrúar 2025 16:35 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Þrír hinna særðu eru sagðir í alvarlegu ástandi. Árásin var framin af 23 ára manni frá Sýrlandi, sem hefði dvalarleyfi í Austurríki. Fjölmiðlar þar í landi hafa eftir að maðurinn hafi ætlað sér að vera skotinn til bana af lögregluþjónum. Lögreglan segir hann hafa verið með fána Íslamska ríkisins á veggjum heima hjá sér. Sjá einnig: Unglingsstrákur lést í hnífaárás Der Standard vísar í blaðamannafund í morgun en sagði Gerhard Karner, innanríkisráðherra, að árásarmaðurinn væri með tengsl við Íslamska ríkið og kallaði hann eftir ríkari rannsóknarheimildum fyrir lögreglu. Sá sem stöðvaði árásarmanninn var einnig frá Sýrlandi og hrósaði Kaiser honum fyrir hugrekki sitt. Þegar árásarmaðurinn byrjaði að stinga fólk, með um tíu sentímetra löngum hníf, ók 42 ára sendill frá Sýrlandi á árásarmanninn og hefur honum verið hrósað fyrir að koma í vef fyrir að fleiri yrðu stungnir. Myndir af vettvangi sýna árásarmanninn sitja brosandi þegar lögregluþjónar umkringdu hann. Í kjölfar árásarinnar hafa hávær ummæli um flæði farand- og flóttafólks til Austurríki og að takmarka eigi það heyrst í Austurríki. Sambærilega sögu er að segja af Þýskalandi eftir að maður frá Afganistan ók bíl inn í hóp fólks í vikunni. Þetta er önnur banvæn árás Íslamista í Austurríki á undanförnum árum. Árið 2020 skaut maður sem hafði reynt að ganga til liðs við Íslamska ríkið fjóra til bana á götum Vínarborgar.
Austurríki Tengdar fréttir Mæðgur látnar eftir árásina í München Tveggja ára stúlka og móðir hennar eru látnar eftir að bíll keyrði inn í hóp mótmælenda í München á fimmtudag. Árásarmaðurinn er afganskur hælisleitandi. 15. febrúar 2025 20:32 Húðskammaði ráðamenn í Evrópu JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. 14. febrúar 2025 16:35 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Mæðgur látnar eftir árásina í München Tveggja ára stúlka og móðir hennar eru látnar eftir að bíll keyrði inn í hóp mótmælenda í München á fimmtudag. Árásarmaðurinn er afganskur hælisleitandi. 15. febrúar 2025 20:32
Húðskammaði ráðamenn í Evrópu JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. 14. febrúar 2025 16:35