Erlent

Mæðgur látnar eftir á­rásina í München

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Margir hafa kveikt kerti á vettvangi árásarinnar.
Margir hafa kveikt kerti á vettvangi árásarinnar. EPA/RONALD WITTEK

Tveggja ára stúlka og móðir hennar eru látnar eftir að bíll keyrði inn í hóp mótmælenda í München á fimmtudag. Árásarmaðurinn er afganskur hælisleitandi.

Farhad N, 24 ára gamall hælisleitandi frá Afganistan, keyrði á fjölda manns sem sóttu mótmælafund verkalýðsfélags á fimmtudagsmorgun.

Samkvæmt DW slösuðust að minnsta kosti 39 manns í árásinni en á meðal þeirra voru 37 ára móðir og tveggja ára dóttir hennar. Þær létust af sárum sínum á spítala.

Farhad, sem var handtekinn á staðnum, er talinn hafa verið í Þýskalandi frá árinu 2016. Umsókn hans um hæli hafi verið hafnað en hann fékk undanþágu frá brottvísun. 

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, lagði rós fyrr í dag þar sem árásin átti sér stað.

„Hlutir eins og þessir ættu ekki að gerast,“ sagði hann.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×